Breyttar ábendingar um notkun magnýls gegn kransæðasjúkdóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 07:22 „Magnýl er ennþá notað hjá einstaklingum með staðfestan kransæðasjúkdóm, óháð aldri. Það er ótvírætt að gagnast undir slíkum kringumstæðum,“ segir Davíð. „Þetta er nokkurn veginn í takt við það sem við höfum verið að gera hérna á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða kemur upp og það hefur verið að skýrast á undanförnum árum að aspirín er ekki jafn hættulítið og ávinningurinn kannski ekki jafn mikill og talið var.“ Þetta segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, um nýjar ráðleggingar bandarískrar sérfræðinganefndar um fyrirbyggjandi læknisfræði (USPSTF). Samkvæmt þeim er einstaklingum 60 ára og eldri ráðlagt frá því að taka aspirín, eða magnýl, til að fyrirbyggja hjartasjúkdóma og heilablóðfall og einstaklingum á aldrinum 40 til 59 ára ráðlagt að gera það aðeins í samráði við lækni og að því gefnu að þeir séu í verulega aukinni áhættu. Ástæða breyttra ráðlegginga er sú áhætta sem nú er vitað að fylgir notkun magnýl, það er auknar líkur á blæðingum, sérstaklega í meltingarveginum. Nefndin segir daglega notkun aspirín vissulega geta haft fyrirbyggjandi áhrif hjá sumum hvað varðar hjartaáföll og heilablóðfall en hún geti einnig haft skaðvænleg áhrif, það er að segja leitt til innvortis blæðinga. Því sé mikilvægt að þeir sem séu á aldrinum 40 til 59 ára og eigi sér ekki sögu um hjartasjúkdóma, ræði við lækninn sinn um það hvort notkun aspirín sé viðeigandi en einstaklingar 60 ára og eldri ættu ekki að taka aspirín að staðaldri til að fyrirbyggja sjúkdóma, þar sem líkurnar á blæðingu aukist með aldrinum. Mikilvægt að vega og meta ávinning og áhættu „Við erum í raun að nota magnýl í tvenns konar tilgangi; annars vegar í annars stigs forvörnum gegn kransæðasjúkdóm, þar sem við erum með einstaklinga sem hafa verið greindir með kransæðasjúkdóm eða hafa fengið kransæðastíflu, og hins vegar sem fyrsta stigs forvörn hjá þeim sem eru með áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en hafa ekki enn greinst með sjúkdóm,“ segir Davíð. Umræddir áhættuþættir eru til dæmis háþrýstingur, blóðfituröskun, sykursýki, hár líkamsþyngdarstuðull, reykingar og ættarsaga. Að sögn Davíðs var einstaklingum með umrædda áhættuþætti gjarnan ráðlagt að taka daglega lítinn skammt af magnýl; 75 mg daglega. „Það var talið vera óhætt og að það hefði fáar aukaverkanir. Það sem hefur hins vegar breyst er að það kemur í ljós að ávinningurinn af því að nota magnýl sem fyrsta stigs forvörn er frekar lítill og blæðingarhættan af notkun magnýl, sérstaklega efst í meltingarveginum, er meiri en við héldum,“ segir hann. Þess vegna sé það þannig nú að einstaklingar á aldrinum 40 til 59 ára ættu ekki að nota magnýl sem fyrsta stigs forvörn nema þegar læknir meti það svo að viðkomandi sé í töluvert aukinni áhættu á að fá kransæðasjúkdóm. Það er metið með sérstökum áhættireiknivélum, segir Davíð, og þá miðað við að áhættan sé 10 prósent eða meiri. „Magnýl er ennþá notað hjá einstaklingum með staðfestan kransæðasjúkdóm, óháð aldri. Það er ótvírætt að gagnast undir slíkum kringumstæðum,“ útskýrir Davíð. Ákvörðun um notkun lyfsins byggi alltaf á því að meta ávinninginn annars vegar og áhættuna hins vegar. Hjá einstaklingum sem eru þegar með greindan kransæðasjúkdóm sé ávinningurinn meiri en áhættan, en hjá öðrum séu áhættan og ávinningurinn svipuð. Einstaklingsbundið mat er framtíðin Davíð segir umræddar leiðbeiningar í takt við þá þróun sem sé að eiga sér stað innan læknisfræðinnar, það er að segja að klínískar leiðbeiningar séu ekki gefnar út til stórra hópa almennt heldur sé einstaklingum ráðlagt að eiga samráð við lækni og fá mat útfrá einstaklingsbundum forsendum. „Þetta er klár þróun í læknisfræðinni; við erum að hverfa frá því að gefa út leiðbeiningar fyrir alla og reyna að horfa meira á einstaklingsbundna áhættu,“ segir hann. Þannig sé saga um kransæðasjúkdóm meðal nákominna veigamikil ábending, ekki síst ef viðkomandi greindist ungur. Þeim sem hafa verið að taka magnýl í fyrirbyggjandi tilgangi er ráðlagt að ráðfæra sig við lækni um áframhaldandi notkun í stað þess að hætta að taka lyfið. Heilbrigðismál Vísindi Lyf Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þetta segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, um nýjar ráðleggingar bandarískrar sérfræðinganefndar um fyrirbyggjandi læknisfræði (USPSTF). Samkvæmt þeim er einstaklingum 60 ára og eldri ráðlagt frá því að taka aspirín, eða magnýl, til að fyrirbyggja hjartasjúkdóma og heilablóðfall og einstaklingum á aldrinum 40 til 59 ára ráðlagt að gera það aðeins í samráði við lækni og að því gefnu að þeir séu í verulega aukinni áhættu. Ástæða breyttra ráðlegginga er sú áhætta sem nú er vitað að fylgir notkun magnýl, það er auknar líkur á blæðingum, sérstaklega í meltingarveginum. Nefndin segir daglega notkun aspirín vissulega geta haft fyrirbyggjandi áhrif hjá sumum hvað varðar hjartaáföll og heilablóðfall en hún geti einnig haft skaðvænleg áhrif, það er að segja leitt til innvortis blæðinga. Því sé mikilvægt að þeir sem séu á aldrinum 40 til 59 ára og eigi sér ekki sögu um hjartasjúkdóma, ræði við lækninn sinn um það hvort notkun aspirín sé viðeigandi en einstaklingar 60 ára og eldri ættu ekki að taka aspirín að staðaldri til að fyrirbyggja sjúkdóma, þar sem líkurnar á blæðingu aukist með aldrinum. Mikilvægt að vega og meta ávinning og áhættu „Við erum í raun að nota magnýl í tvenns konar tilgangi; annars vegar í annars stigs forvörnum gegn kransæðasjúkdóm, þar sem við erum með einstaklinga sem hafa verið greindir með kransæðasjúkdóm eða hafa fengið kransæðastíflu, og hins vegar sem fyrsta stigs forvörn hjá þeim sem eru með áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en hafa ekki enn greinst með sjúkdóm,“ segir Davíð. Umræddir áhættuþættir eru til dæmis háþrýstingur, blóðfituröskun, sykursýki, hár líkamsþyngdarstuðull, reykingar og ættarsaga. Að sögn Davíðs var einstaklingum með umrædda áhættuþætti gjarnan ráðlagt að taka daglega lítinn skammt af magnýl; 75 mg daglega. „Það var talið vera óhætt og að það hefði fáar aukaverkanir. Það sem hefur hins vegar breyst er að það kemur í ljós að ávinningurinn af því að nota magnýl sem fyrsta stigs forvörn er frekar lítill og blæðingarhættan af notkun magnýl, sérstaklega efst í meltingarveginum, er meiri en við héldum,“ segir hann. Þess vegna sé það þannig nú að einstaklingar á aldrinum 40 til 59 ára ættu ekki að nota magnýl sem fyrsta stigs forvörn nema þegar læknir meti það svo að viðkomandi sé í töluvert aukinni áhættu á að fá kransæðasjúkdóm. Það er metið með sérstökum áhættireiknivélum, segir Davíð, og þá miðað við að áhættan sé 10 prósent eða meiri. „Magnýl er ennþá notað hjá einstaklingum með staðfestan kransæðasjúkdóm, óháð aldri. Það er ótvírætt að gagnast undir slíkum kringumstæðum,“ útskýrir Davíð. Ákvörðun um notkun lyfsins byggi alltaf á því að meta ávinninginn annars vegar og áhættuna hins vegar. Hjá einstaklingum sem eru þegar með greindan kransæðasjúkdóm sé ávinningurinn meiri en áhættan, en hjá öðrum séu áhættan og ávinningurinn svipuð. Einstaklingsbundið mat er framtíðin Davíð segir umræddar leiðbeiningar í takt við þá þróun sem sé að eiga sér stað innan læknisfræðinnar, það er að segja að klínískar leiðbeiningar séu ekki gefnar út til stórra hópa almennt heldur sé einstaklingum ráðlagt að eiga samráð við lækni og fá mat útfrá einstaklingsbundum forsendum. „Þetta er klár þróun í læknisfræðinni; við erum að hverfa frá því að gefa út leiðbeiningar fyrir alla og reyna að horfa meira á einstaklingsbundna áhættu,“ segir hann. Þannig sé saga um kransæðasjúkdóm meðal nákominna veigamikil ábending, ekki síst ef viðkomandi greindist ungur. Þeim sem hafa verið að taka magnýl í fyrirbyggjandi tilgangi er ráðlagt að ráðfæra sig við lækni um áframhaldandi notkun í stað þess að hætta að taka lyfið.
Heilbrigðismál Vísindi Lyf Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira