Sýknaður af því að hafa beitt blekkingum til að öðlast veiðirétt í sunnlenskri á Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2021 21:27 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands, sem staðsettur er á Selfossi. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sakaður var um að hafa beitt blekkingum til að koma því til leiðar að félag í hans eigu væri með gildandi leigusamning um veiðirétt í ótilgreindri sunnlenskri á hefur verið sýknaður af ákæru þess efnis. Maðurinn var ákærður í mars síðastliðnum fyrir að hafa framvísað fölsuðum leigusamningi um leigurétt í umræddri á, og þannig með blekkingum reynt að koma því til leiðar að félag í hans eigu, væri með gildandi leigusamning um veiðirétt í ánni, frá 15. maí 2013 til 1. október 2016. Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu en málið má rekja til þess að þrír einstaklingar lögðu fram kæru á hendur manninum fyrir skjalafals. Í bréfi þeirra til lögreglunnar á Selfossi kom fram að í framhaldi af útboði á leigu veiðiréttar í tveimur ám hafi verið samið við áðurnefnt félag í eigu hins ákærða. Samningum var hins vegar rift árið 2013 vegna vanskila á leigugreiðslum. Eftir riftunina hélt ákærði því fram að á sama tíma og skrifað var undir samninginn sem var á endanum rift, hafi sömu aðilar gert annan samning um leigu á veiðirétt í þriðju ánni fyrir árin 2013 til 2016. Framvísaði hann samningi um það. Samningurinn ekki rannsakaður Kærendur töldu skjalið bera með sér að nöfn þeirra hefðu verið handrituð á það, en þeir könnuðust ekki við skjalið eða handritun sína á því. Kærendur töldu skjalið því falsað sem og handritun þeirra á það og óskuðu eftir rannsókn lögreglu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að engin rannsókn hafi farið fram á þeim undirritunum sem voru á umræddu skjali, auk þess sem að allmörg ár hafi liðið frá atvikum málsins. Þá hafi vitni ekki útilokað að hann hafi gefið ákærða leyfi til þess að prófa að veiða í umræddri á. Þá sagðist annað vitni hafa vottað einn samning í þremur eintökum, þó viðkomandi hafi aðeins lesið fyrsta eintakið. Segir í dómi héraðsdóms að miðað við þetta verði að telja að það leiki mikill vafi á því hvort að ákærða hafi verið ljóst að umræddur samingur hafi verið eða kunni að hafa verið falsaður. Því hafi ekki verið hjá því komist að sýkna manninn af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Stangveiði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Maðurinn var ákærður í mars síðastliðnum fyrir að hafa framvísað fölsuðum leigusamningi um leigurétt í umræddri á, og þannig með blekkingum reynt að koma því til leiðar að félag í hans eigu, væri með gildandi leigusamning um veiðirétt í ánni, frá 15. maí 2013 til 1. október 2016. Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu en málið má rekja til þess að þrír einstaklingar lögðu fram kæru á hendur manninum fyrir skjalafals. Í bréfi þeirra til lögreglunnar á Selfossi kom fram að í framhaldi af útboði á leigu veiðiréttar í tveimur ám hafi verið samið við áðurnefnt félag í eigu hins ákærða. Samningum var hins vegar rift árið 2013 vegna vanskila á leigugreiðslum. Eftir riftunina hélt ákærði því fram að á sama tíma og skrifað var undir samninginn sem var á endanum rift, hafi sömu aðilar gert annan samning um leigu á veiðirétt í þriðju ánni fyrir árin 2013 til 2016. Framvísaði hann samningi um það. Samningurinn ekki rannsakaður Kærendur töldu skjalið bera með sér að nöfn þeirra hefðu verið handrituð á það, en þeir könnuðust ekki við skjalið eða handritun sína á því. Kærendur töldu skjalið því falsað sem og handritun þeirra á það og óskuðu eftir rannsókn lögreglu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að engin rannsókn hafi farið fram á þeim undirritunum sem voru á umræddu skjali, auk þess sem að allmörg ár hafi liðið frá atvikum málsins. Þá hafi vitni ekki útilokað að hann hafi gefið ákærða leyfi til þess að prófa að veiða í umræddri á. Þá sagðist annað vitni hafa vottað einn samning í þremur eintökum, þó viðkomandi hafi aðeins lesið fyrsta eintakið. Segir í dómi héraðsdóms að miðað við þetta verði að telja að það leiki mikill vafi á því hvort að ákærða hafi verið ljóst að umræddur samingur hafi verið eða kunni að hafa verið falsaður. Því hafi ekki verið hjá því komist að sýkna manninn af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Stangveiði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira