Eins og áður hefur verið greint frá er Steve Bruce valtur í sessi sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir að nýir eigendur tóku við félaginu.
Staðarmiðill Newcastle, Chronicle, hefur heimildir fyrir því að Rooney hafi augastað á starfinu. Þó fylgir ekki sögunni hvort að nýir eigendur Newcastle hafi Rooney á lista yfir mögulega arftaka Bruce.
Eins og áður segir er Rooney núverandi knattspyrnustjóri Derby County, en liðið situr á botni ensku B-deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir 13 umferðir. Þó er ekki við Rooney að sakast um stigaleysi, en 12 stig voru tekin af liðinu eftir að félagið fór í greiðslustöðvun vegna mikilla fjárhagsvandræða.