Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 14:00 Samuel Umtiti þarf að dúsa á bekknum hjá Barcelona en fær ekkert að spila. Getty/Pedro Salado Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. Stuðningsmenn Barcelona gerðu Umtiti að blóraböggli og kenndu honum um það að Messi fór til PSG. Það var baulað hressilega á hann þegar hann kom inn á sem varamaður í leiknum um Joan Gamper bikarinn. Umtiti var svo sár að hann rauk inn í klefa og var ekki með í verðlaunaafhendingunni. Leikurinn um Joan Gamper bikarinn er síðasti æfingarleikurinn hjá Barcelona fyrir tímabilið á hverju hausti þar sem liðið mætir einu af sterkustu liðum í Evrópu. Hann fer alltaf fram á Nývangi og er spilaður til heiðurs Joan Gamper, stofnmeðlims og fyrrum forseta félagsins. 'Umtiti breaks his silence' [md] pic.twitter.com/lad1YoHelV— barcacentre (@barcacentre) October 18, 2021 Þetta tók hins vegar mikið á fyrir franska varnarmanninn sem er með samning við Barcelona til ársins 2023. Hann hefur þó ekki spilað eina mínútu í spænsku deildinni eða Meistaradeildinni í vetur. „Baulið særði mig. Ég hélt að þetta gæti aldrei gerst hjá þessu félagi því þetta er félagið sem ég elska,“ sagði Samuel Umtiti í viðtali við Mundo Deportivo. „Þetta er mjög erfitt andlega. Ég hef líka átt erfiðar stundir í sambandi við meiðslin en ég er betri í skrokknum núna. Ég er ánægður en ég vildi frá að spila og hjálpa liðinu. Þjálfarinn tekur ákvarðanirnar en ég verða að sýna honum að ég sé nógu góður til að spila. Ég verð að halda áfram að leggja mig fram á æfingum,“ sagði Umtiti. Barcelona bauð honum að fara á frjálsri sölu í sumar en hann hafnaði því. Hann fór á fund með forsetanum Joan Laporta og sannfærði hann um að gefa sér annað tækifæri. „Þetta var mjög tilfinningaríkt samtal fyrir mig. Ég þurfti að létta á mér og að hann vissi að ég væri í góðu formi og að ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Umtiti. Samuel Umtiti: My intention is to fulfil my contract. I want to succeed here and I don't see myself anywhere else. pic.twitter.com/BMI3ALdQu6— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) October 19, 2021 „Ég grét á fundinum. Við töluðum um mjög erfið mál og þetta tók mikið á. Ég tala ekki mikið en þegar ég segi eitthvað þá kemur það frá hjartanu,“ sagði Umtiti. Barcelona keypti Umtiti fyrir 25 milljónir evra frá Lyon árið 2016. Hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli sem hann varð fyrir á HM í Rússlandi 2018 þegar hann varð heimsmeistari með Frökkum. „Það eru sex miðverðir í hópnum og ég vissi að það yrði erfitt að fá mínútur. Ég er samt viss um að ég sé nógu góður og ég ætla að reyna að sanna það. Ég er í betra formi en ég hef nokkurn tímann verið en vantar bara spilaform. Ég sé mig ekki spila fyrir neitt annað félag. Fótboltinn er mitt líf og Barcelona er mitt líf. Ég sé mig hérna og vil ná árangri hér,“ sagði Umtiti. Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Stuðningsmenn Barcelona gerðu Umtiti að blóraböggli og kenndu honum um það að Messi fór til PSG. Það var baulað hressilega á hann þegar hann kom inn á sem varamaður í leiknum um Joan Gamper bikarinn. Umtiti var svo sár að hann rauk inn í klefa og var ekki með í verðlaunaafhendingunni. Leikurinn um Joan Gamper bikarinn er síðasti æfingarleikurinn hjá Barcelona fyrir tímabilið á hverju hausti þar sem liðið mætir einu af sterkustu liðum í Evrópu. Hann fer alltaf fram á Nývangi og er spilaður til heiðurs Joan Gamper, stofnmeðlims og fyrrum forseta félagsins. 'Umtiti breaks his silence' [md] pic.twitter.com/lad1YoHelV— barcacentre (@barcacentre) October 18, 2021 Þetta tók hins vegar mikið á fyrir franska varnarmanninn sem er með samning við Barcelona til ársins 2023. Hann hefur þó ekki spilað eina mínútu í spænsku deildinni eða Meistaradeildinni í vetur. „Baulið særði mig. Ég hélt að þetta gæti aldrei gerst hjá þessu félagi því þetta er félagið sem ég elska,“ sagði Samuel Umtiti í viðtali við Mundo Deportivo. „Þetta er mjög erfitt andlega. Ég hef líka átt erfiðar stundir í sambandi við meiðslin en ég er betri í skrokknum núna. Ég er ánægður en ég vildi frá að spila og hjálpa liðinu. Þjálfarinn tekur ákvarðanirnar en ég verða að sýna honum að ég sé nógu góður til að spila. Ég verð að halda áfram að leggja mig fram á æfingum,“ sagði Umtiti. Barcelona bauð honum að fara á frjálsri sölu í sumar en hann hafnaði því. Hann fór á fund með forsetanum Joan Laporta og sannfærði hann um að gefa sér annað tækifæri. „Þetta var mjög tilfinningaríkt samtal fyrir mig. Ég þurfti að létta á mér og að hann vissi að ég væri í góðu formi og að ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Umtiti. Samuel Umtiti: My intention is to fulfil my contract. I want to succeed here and I don't see myself anywhere else. pic.twitter.com/BMI3ALdQu6— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) October 19, 2021 „Ég grét á fundinum. Við töluðum um mjög erfið mál og þetta tók mikið á. Ég tala ekki mikið en þegar ég segi eitthvað þá kemur það frá hjartanu,“ sagði Umtiti. Barcelona keypti Umtiti fyrir 25 milljónir evra frá Lyon árið 2016. Hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli sem hann varð fyrir á HM í Rússlandi 2018 þegar hann varð heimsmeistari með Frökkum. „Það eru sex miðverðir í hópnum og ég vissi að það yrði erfitt að fá mínútur. Ég er samt viss um að ég sé nógu góður og ég ætla að reyna að sanna það. Ég er í betra formi en ég hef nokkurn tímann verið en vantar bara spilaform. Ég sé mig ekki spila fyrir neitt annað félag. Fótboltinn er mitt líf og Barcelona er mitt líf. Ég sé mig hérna og vil ná árangri hér,“ sagði Umtiti.
Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira