Elísabet fer að ráðum lækna og hættir við heimsókn til Norður-Írlands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 12:51 Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. AP/Frank Augstein Elísabet Englandsdrottning hefur ákveðið að fara að ráðum lækna og hætta við fyrirhugaða heimsókn til Norður-Írlands. Mun hún nota næstu daga til að hvílast, samkvæmt yfirlýsingu frá Buckingham-höll. Elísabet, sem er 95 ára, dvelur nú í Windsor-kastala en er sögð ákveðin í að sækja COP21 loftslagsráðstefnuna í Glasgow síðar í mánuðinum. Þá er sagt liggja vel á drottningunni en það séu vonbrigði að hafa þurft að falla frá heimsókninni til Norður-Írlands. Til stóð að hún hæfist á morgun. Elísabet hefur verið önnum kafin síðustu daga og stóð meðal annars fyrir alþjóðlegri fjárfestingaráðstefnu í gærkvöldi. Fyrr um daginn átti hún fjarfund með japanska sendiherranum Hajime Hayashi og Joao de Almeida, sendiherra Evrópusambandsins. Á mánudag ræddi hún við nýjan fulltrúa sinn á Nýja-Sjálandi, Cindy Kiro, og um helgina sótti hún veðreiðar á Ascot. Í gær var greint frá því að drottningin hefði hafnað Gamalmenni ársins-verðlaununum (e. Oldie of the Year award), sem eru veitt af samnefndu tímariti. Ráðleggingar lækna drottningarinnar eru ekki sagðar tengjast Covid-19. Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær, í fyrsta sinn í langan tíma, en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. Drottningin heimsótti Norður-Írland fyrst árið 1945, stuttu eftir endalok seinni heimstyrjaldarinnar, en þetta hefði orðið 26. heimsókn hennar þangað. BBC greindi frá. Bretland Norður-Írland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Elísabet, sem er 95 ára, dvelur nú í Windsor-kastala en er sögð ákveðin í að sækja COP21 loftslagsráðstefnuna í Glasgow síðar í mánuðinum. Þá er sagt liggja vel á drottningunni en það séu vonbrigði að hafa þurft að falla frá heimsókninni til Norður-Írlands. Til stóð að hún hæfist á morgun. Elísabet hefur verið önnum kafin síðustu daga og stóð meðal annars fyrir alþjóðlegri fjárfestingaráðstefnu í gærkvöldi. Fyrr um daginn átti hún fjarfund með japanska sendiherranum Hajime Hayashi og Joao de Almeida, sendiherra Evrópusambandsins. Á mánudag ræddi hún við nýjan fulltrúa sinn á Nýja-Sjálandi, Cindy Kiro, og um helgina sótti hún veðreiðar á Ascot. Í gær var greint frá því að drottningin hefði hafnað Gamalmenni ársins-verðlaununum (e. Oldie of the Year award), sem eru veitt af samnefndu tímariti. Ráðleggingar lækna drottningarinnar eru ekki sagðar tengjast Covid-19. Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær, í fyrsta sinn í langan tíma, en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. Drottningin heimsótti Norður-Írland fyrst árið 1945, stuttu eftir endalok seinni heimstyrjaldarinnar, en þetta hefði orðið 26. heimsókn hennar þangað. BBC greindi frá.
Bretland Norður-Írland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira