Betri hljóðvist við Miklubraut Ævar Harðarson skrifar 20. október 2021 15:30 Með því að byggja á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar eins og vinnutillögur hverfisskipulags sýna má bæta hljóðvist verulega fyrir íbúa á svæðinu. Þessar nýju byggingar geta verið hávaðaskermar samtímis sem þær mynda skjólsæla og sólríka inngarða í skjóli fyrir norðanáttinni. Í nýju byggingunum getur verið blanda af íbúða- og atvinnuhúsnæði byggt með afbragðs hljóðvörnum sem hæfa staðsetningunni. Nefna verður að um er að ræða eina bestu staðsetningu í borginni með mikilvæga þjónustukjarna eins og Austurver og Miðbæ í næsta nágrenni. Stutt er í Kringluna og Skeifan er í göngufæri með mikla þjónustu. Borgarbreiðstræti í Helsinki. Listræn sýn á hvernig borgarbreiðstræti getur liti út í Helsinki.Helsinki borg Um þessar mundir er víða um heim verið að byggja á fyrrum veghelgunarsvæðum stofnbrauta Góðar fyrirmyndir er að sækja til hinna Norðurlandanna. Í Helsinki hefur á undanförnum árum staðið yfir verkefni sem kalla mætti borgarbreiðstræti eða city Boulevard. Þar hafa borgaryfirvöld unnið að því að umbreyta um átta sambærilegum stofnbrautum og Miklabraut í borgarbreiðstræti. Þar standa nýbyggingar þétt upp við götu með blöndu af bílaumferð, almenningssamgöngum og gangandi og hjólandi vegfarendum í vel hönnuðu umhverfi með gróðri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Aðgerða þörf á þessum stað Staðan í dag er sú að að bílaumferð um Miklubraut er gífurleg. Miklabraut er verulegur farartálmi fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda en á sama tíma mjög nauðsynleg meginflutningsæð bílaumferðar. Á þeim kafla sem hér er til umfjöllunar fara um 46.000 til 52.000 ökutæki á sólarhring. Hljóðvist í íbúðum næst Miklubraut er ekki góð. Miklabraut við Háaleiti. Sniðmyndir sem sýna núverandi aðstæður og breytinguna.Trípólí arkitektar Rétt er að nefna að samkvæmt samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut austur fyrir Kringlu en Miklabrautin er umferðarþyngsta gata landsins. Ofanjarðar verður götunni breytt í borgargötu, skapað rými fyrir borgarlínu í sérrými, akstursleiðir fyrir bíla og góðir göngu- og hjólastígar beggja vegna. Hluti af þessu verkefni er að byggja á veghelgunarsvæðum sem ekki verður þörf fyrir eftir að meginumferð bíla er komin í stokk eða jarðgöng. En aðgerða er þörf á Háaleitinu sérstaklega ef Miklabrautin verður ekki sett undir jörðina á þessu svæði. Vinnutillagan sem nú er kynnt gerir ráð fyrir að Miklabrautin verði borgargata með borgarlínu í sérrými yfir Háaleitið þó svo að umferð verði ofanjarðar. 500 nýjar íbúðir Lausleg samantekt á því sem sést á meðfylgjandi mynd er að í þriggja til fimm hæða byggingum megi koma fyrir um 80 þúsund fermetrum. Ef helmingur húsnæðisins væri nýttur fyrir íbúðir mætti koma þar fyrir um 500 nýjum íbúðum. Afganginn af nýbyggingunum, eða um 40 þúsund fermetra, mætti nýta í atvinnuhúsnæði, verslanir og hótel. Þess ber að geta að blanda af íbúðum og atvinnustarfsemi stuðlar að vistvænni byggð þar sem fleiri geta búið í næsta nágrenni við vinnustaði. Þessi nýja byggð hefði mjög gott aðgengi að samgöngum og væri í göngufæri við mikilvæga þjónustu. Miðað er við að að bílastæðum fyrir byggingarnar væri komið fyrir í bílakjöllurum eins og sýnt er að sniðmyndinni. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt Fræðast má meira um þessar vinnutillögur á https://skipulag.reykjavik.is/. Einnig geta íbúar og hagsmunaðilar í Háaleiti-Bústöðum mætt á upplýsingafund fimmudaginn 21. október næstkomandi í Réttarholtskóla en fundurinn hefst kl. 19.30. Þar mun fundargestum gefast færi á að kynna sér tillögurnar, ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar og skipulagsráðgjafa og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Skipulag Reykjavík Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Með því að byggja á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar eins og vinnutillögur hverfisskipulags sýna má bæta hljóðvist verulega fyrir íbúa á svæðinu. Þessar nýju byggingar geta verið hávaðaskermar samtímis sem þær mynda skjólsæla og sólríka inngarða í skjóli fyrir norðanáttinni. Í nýju byggingunum getur verið blanda af íbúða- og atvinnuhúsnæði byggt með afbragðs hljóðvörnum sem hæfa staðsetningunni. Nefna verður að um er að ræða eina bestu staðsetningu í borginni með mikilvæga þjónustukjarna eins og Austurver og Miðbæ í næsta nágrenni. Stutt er í Kringluna og Skeifan er í göngufæri með mikla þjónustu. Borgarbreiðstræti í Helsinki. Listræn sýn á hvernig borgarbreiðstræti getur liti út í Helsinki.Helsinki borg Um þessar mundir er víða um heim verið að byggja á fyrrum veghelgunarsvæðum stofnbrauta Góðar fyrirmyndir er að sækja til hinna Norðurlandanna. Í Helsinki hefur á undanförnum árum staðið yfir verkefni sem kalla mætti borgarbreiðstræti eða city Boulevard. Þar hafa borgaryfirvöld unnið að því að umbreyta um átta sambærilegum stofnbrautum og Miklabraut í borgarbreiðstræti. Þar standa nýbyggingar þétt upp við götu með blöndu af bílaumferð, almenningssamgöngum og gangandi og hjólandi vegfarendum í vel hönnuðu umhverfi með gróðri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Aðgerða þörf á þessum stað Staðan í dag er sú að að bílaumferð um Miklubraut er gífurleg. Miklabraut er verulegur farartálmi fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda en á sama tíma mjög nauðsynleg meginflutningsæð bílaumferðar. Á þeim kafla sem hér er til umfjöllunar fara um 46.000 til 52.000 ökutæki á sólarhring. Hljóðvist í íbúðum næst Miklubraut er ekki góð. Miklabraut við Háaleiti. Sniðmyndir sem sýna núverandi aðstæður og breytinguna.Trípólí arkitektar Rétt er að nefna að samkvæmt samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut austur fyrir Kringlu en Miklabrautin er umferðarþyngsta gata landsins. Ofanjarðar verður götunni breytt í borgargötu, skapað rými fyrir borgarlínu í sérrými, akstursleiðir fyrir bíla og góðir göngu- og hjólastígar beggja vegna. Hluti af þessu verkefni er að byggja á veghelgunarsvæðum sem ekki verður þörf fyrir eftir að meginumferð bíla er komin í stokk eða jarðgöng. En aðgerða er þörf á Háaleitinu sérstaklega ef Miklabrautin verður ekki sett undir jörðina á þessu svæði. Vinnutillagan sem nú er kynnt gerir ráð fyrir að Miklabrautin verði borgargata með borgarlínu í sérrými yfir Háaleitið þó svo að umferð verði ofanjarðar. 500 nýjar íbúðir Lausleg samantekt á því sem sést á meðfylgjandi mynd er að í þriggja til fimm hæða byggingum megi koma fyrir um 80 þúsund fermetrum. Ef helmingur húsnæðisins væri nýttur fyrir íbúðir mætti koma þar fyrir um 500 nýjum íbúðum. Afganginn af nýbyggingunum, eða um 40 þúsund fermetra, mætti nýta í atvinnuhúsnæði, verslanir og hótel. Þess ber að geta að blanda af íbúðum og atvinnustarfsemi stuðlar að vistvænni byggð þar sem fleiri geta búið í næsta nágrenni við vinnustaði. Þessi nýja byggð hefði mjög gott aðgengi að samgöngum og væri í göngufæri við mikilvæga þjónustu. Miðað er við að að bílastæðum fyrir byggingarnar væri komið fyrir í bílakjöllurum eins og sýnt er að sniðmyndinni. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt Fræðast má meira um þessar vinnutillögur á https://skipulag.reykjavik.is/. Einnig geta íbúar og hagsmunaðilar í Háaleiti-Bústöðum mætt á upplýsingafund fimmudaginn 21. október næstkomandi í Réttarholtskóla en fundurinn hefst kl. 19.30. Þar mun fundargestum gefast færi á að kynna sér tillögurnar, ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar og skipulagsráðgjafa og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar