Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2021 15:50 Frá æfingasvæði Þróttar í Laugardalnum í dag. Þetta hlið er opið en önnur lokuð. Vísir/Atli Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. „Borið hefur á einstakling sem heldur til í Laugardalnum, nánari staðsetning ekki staðfest, og hafi sá verið við áfengisdrykkju á íþróttasvæði félagsins, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna á leið að og frá íþróttasvæði félagsins. Af lýsingum að dæma er um sama einstakling að ræða og viðhafði samskonar hátterni fyrir um ári síðan eða í október 2020,“ segir í pósti frá Þóri Hákonarsyni, íþróttastjóra Þróttar, til foreldra og forráðamanna í dag. Hann segir að Þróttur hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld Reykjavíkurborgar og lögreglu. Í dagbókarfærslu lögreglu í morgun kom fram að maðurinn hefði verið handtekinn í gær. „Munum við að sjálfsögðu fylgja því fast eftir að öryggi barnanna verði tryggt á svæðinu og að þau þurfi ekki að verða fyrir því áreiti sem augljóslega hefur fylgt umræddum einstaklingi.“ Vegna þess verður öllum inngöngum inn á gervigrasið í Laugardal, hvar iðkendur Þróttar æfa fótbolta, lokað að undanskildum aðalinngangi sem er frá bílastæðinu fyrir framan félagsheimilið. Laugardalurinn er mikið útivistarsvæði þar sem fólk fer í göngutúra, hjólreiðatúra auk þess sem krakkar hlaupa til og frá íþróttaæfingum.Vísir/Vilhelm „Bið ég ykkur vinsamlegast um að koma því á framfæri við iðkendur að nýta þann inngang og ekki reyna að komast inn á völlinn annars staðar.“ Þórir segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi aðallega sést við aðra inngang en aðalinnganginn. „Það er mikilvægt að við verðum öll á varðbergi og ef vart verður við manninn að það sé tilkynnt annað hvort beint til lögreglu sé ástæða til eða til undirritaðs. Jafnframt að það sé ítrekað fyrir börnunum að koma sér í burtu frá manninum verði þau hans vör og láta vita hvar hann er á ferli.“ Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Borið hefur á einstakling sem heldur til í Laugardalnum, nánari staðsetning ekki staðfest, og hafi sá verið við áfengisdrykkju á íþróttasvæði félagsins, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna á leið að og frá íþróttasvæði félagsins. Af lýsingum að dæma er um sama einstakling að ræða og viðhafði samskonar hátterni fyrir um ári síðan eða í október 2020,“ segir í pósti frá Þóri Hákonarsyni, íþróttastjóra Þróttar, til foreldra og forráðamanna í dag. Hann segir að Þróttur hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld Reykjavíkurborgar og lögreglu. Í dagbókarfærslu lögreglu í morgun kom fram að maðurinn hefði verið handtekinn í gær. „Munum við að sjálfsögðu fylgja því fast eftir að öryggi barnanna verði tryggt á svæðinu og að þau þurfi ekki að verða fyrir því áreiti sem augljóslega hefur fylgt umræddum einstaklingi.“ Vegna þess verður öllum inngöngum inn á gervigrasið í Laugardal, hvar iðkendur Þróttar æfa fótbolta, lokað að undanskildum aðalinngangi sem er frá bílastæðinu fyrir framan félagsheimilið. Laugardalurinn er mikið útivistarsvæði þar sem fólk fer í göngutúra, hjólreiðatúra auk þess sem krakkar hlaupa til og frá íþróttaæfingum.Vísir/Vilhelm „Bið ég ykkur vinsamlegast um að koma því á framfæri við iðkendur að nýta þann inngang og ekki reyna að komast inn á völlinn annars staðar.“ Þórir segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi aðallega sést við aðra inngang en aðalinnganginn. „Það er mikilvægt að við verðum öll á varðbergi og ef vart verður við manninn að það sé tilkynnt annað hvort beint til lögreglu sé ástæða til eða til undirritaðs. Jafnframt að það sé ítrekað fyrir börnunum að koma sér í burtu frá manninum verði þau hans vör og láta vita hvar hann er á ferli.“
Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26