Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2021 15:50 Frá æfingasvæði Þróttar í Laugardalnum í dag. Þetta hlið er opið en önnur lokuð. Vísir/Atli Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. „Borið hefur á einstakling sem heldur til í Laugardalnum, nánari staðsetning ekki staðfest, og hafi sá verið við áfengisdrykkju á íþróttasvæði félagsins, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna á leið að og frá íþróttasvæði félagsins. Af lýsingum að dæma er um sama einstakling að ræða og viðhafði samskonar hátterni fyrir um ári síðan eða í október 2020,“ segir í pósti frá Þóri Hákonarsyni, íþróttastjóra Þróttar, til foreldra og forráðamanna í dag. Hann segir að Þróttur hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld Reykjavíkurborgar og lögreglu. Í dagbókarfærslu lögreglu í morgun kom fram að maðurinn hefði verið handtekinn í gær. „Munum við að sjálfsögðu fylgja því fast eftir að öryggi barnanna verði tryggt á svæðinu og að þau þurfi ekki að verða fyrir því áreiti sem augljóslega hefur fylgt umræddum einstaklingi.“ Vegna þess verður öllum inngöngum inn á gervigrasið í Laugardal, hvar iðkendur Þróttar æfa fótbolta, lokað að undanskildum aðalinngangi sem er frá bílastæðinu fyrir framan félagsheimilið. Laugardalurinn er mikið útivistarsvæði þar sem fólk fer í göngutúra, hjólreiðatúra auk þess sem krakkar hlaupa til og frá íþróttaæfingum.Vísir/Vilhelm „Bið ég ykkur vinsamlegast um að koma því á framfæri við iðkendur að nýta þann inngang og ekki reyna að komast inn á völlinn annars staðar.“ Þórir segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi aðallega sést við aðra inngang en aðalinnganginn. „Það er mikilvægt að við verðum öll á varðbergi og ef vart verður við manninn að það sé tilkynnt annað hvort beint til lögreglu sé ástæða til eða til undirritaðs. Jafnframt að það sé ítrekað fyrir börnunum að koma sér í burtu frá manninum verði þau hans vör og láta vita hvar hann er á ferli.“ Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Borið hefur á einstakling sem heldur til í Laugardalnum, nánari staðsetning ekki staðfest, og hafi sá verið við áfengisdrykkju á íþróttasvæði félagsins, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna á leið að og frá íþróttasvæði félagsins. Af lýsingum að dæma er um sama einstakling að ræða og viðhafði samskonar hátterni fyrir um ári síðan eða í október 2020,“ segir í pósti frá Þóri Hákonarsyni, íþróttastjóra Þróttar, til foreldra og forráðamanna í dag. Hann segir að Þróttur hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld Reykjavíkurborgar og lögreglu. Í dagbókarfærslu lögreglu í morgun kom fram að maðurinn hefði verið handtekinn í gær. „Munum við að sjálfsögðu fylgja því fast eftir að öryggi barnanna verði tryggt á svæðinu og að þau þurfi ekki að verða fyrir því áreiti sem augljóslega hefur fylgt umræddum einstaklingi.“ Vegna þess verður öllum inngöngum inn á gervigrasið í Laugardal, hvar iðkendur Þróttar æfa fótbolta, lokað að undanskildum aðalinngangi sem er frá bílastæðinu fyrir framan félagsheimilið. Laugardalurinn er mikið útivistarsvæði þar sem fólk fer í göngutúra, hjólreiðatúra auk þess sem krakkar hlaupa til og frá íþróttaæfingum.Vísir/Vilhelm „Bið ég ykkur vinsamlegast um að koma því á framfæri við iðkendur að nýta þann inngang og ekki reyna að komast inn á völlinn annars staðar.“ Þórir segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi aðallega sést við aðra inngang en aðalinnganginn. „Það er mikilvægt að við verðum öll á varðbergi og ef vart verður við manninn að það sé tilkynnt annað hvort beint til lögreglu sé ástæða til eða til undirritaðs. Jafnframt að það sé ítrekað fyrir börnunum að koma sér í burtu frá manninum verði þau hans vör og láta vita hvar hann er á ferli.“
Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26