Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2021 21:55 Halldóra Skúladóttir, markþjálfi, er á breytingaskeiðinu og fræðir aðrar konur um þetta tímabil í gegnum síðuna Kvennaráð. Stöð 2 „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. „Ég áttaði mig á mínum eigin fordómum. Ég var búin að hugsa breytingaskeiðið um eitthvað kerlinga-eitthvað,“ segir Halldóra. Hún heldur úti vefsíðunni Kvennaráð og Instagram-síðu með sama nafni og fræðir þar konur um ýmislegt tengt kvenheilsu og breytingaskeiðinu. Hún var gestur í sérstökum þætti af Kviknar sem kom úr í dag, sá þriðji í umfjöllun Andreu Eyland og Hönnu Lilju Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum um breytingaskeiðið. „Við erum svo viðkvæmar á þessum tímapunkti að ef við erum ekki pirraðar að skella hurðum, þá förum við að gráta ef einhver hóstar,“ segir Halldóra meðal annars í viðtalinu. „Það er svo erfitt að fara og standa með sjálfri sér þegar þú ert jafnvel á síðustu dropunum þínum, þú ert farin að halda að þú sért að tapa þér, sért að missa það, sért crazy, en þú innst inni finnur að þetta eru hormónarnir. Svo ertu að fara að standa fyrir framan lærðan fagaðila sem segir þér eitthvað annað. Þú berð ekki í borðið.“ Halldóra er því oft að hjálpa konum að undirbúa sig fyrir læknisheimsókn til að ræða breytingaskeiðið, því ekki allir læknar eru jafn sérfróðir í breytingaskeiðinu, réttu lyfjunum, greiningum og þar fram eftir götum. „Ég hef alveg heyrt frá konum sem hafa farið til síns heimilislæknis og fengið fyrst alls konar önnur lyf. Fengið svefnlyf, fengið geðlyf, fengið mígrenilyf. Farið síðan aftur þegar við erum búnar að tala saman þá vísar læknirinn í burtu og veit ekkert um breytingaskeiðið.“ Hún segir auðvitað jákvætt að konur séu sendar áfram til kvensjúkdómalæknis, en það þurfi þá að gera fyrr. „Þá eru þær kannski búnar að fá alls konar lyfjakokteila sem að hafa ekki verið að gagnast þeim.“ Konur séu oft að fá ranga greiningu og ranga meðferð, því þurfi að fræða alla vel um breytingaskeiðið. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en fyrri umfjallanir þeirra um breytingaskeiðið má finna HÉR og HÉR á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kvennaráð - Halldóra Skúla (@kvennarad.is) Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
„Ég áttaði mig á mínum eigin fordómum. Ég var búin að hugsa breytingaskeiðið um eitthvað kerlinga-eitthvað,“ segir Halldóra. Hún heldur úti vefsíðunni Kvennaráð og Instagram-síðu með sama nafni og fræðir þar konur um ýmislegt tengt kvenheilsu og breytingaskeiðinu. Hún var gestur í sérstökum þætti af Kviknar sem kom úr í dag, sá þriðji í umfjöllun Andreu Eyland og Hönnu Lilju Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum um breytingaskeiðið. „Við erum svo viðkvæmar á þessum tímapunkti að ef við erum ekki pirraðar að skella hurðum, þá förum við að gráta ef einhver hóstar,“ segir Halldóra meðal annars í viðtalinu. „Það er svo erfitt að fara og standa með sjálfri sér þegar þú ert jafnvel á síðustu dropunum þínum, þú ert farin að halda að þú sért að tapa þér, sért að missa það, sért crazy, en þú innst inni finnur að þetta eru hormónarnir. Svo ertu að fara að standa fyrir framan lærðan fagaðila sem segir þér eitthvað annað. Þú berð ekki í borðið.“ Halldóra er því oft að hjálpa konum að undirbúa sig fyrir læknisheimsókn til að ræða breytingaskeiðið, því ekki allir læknar eru jafn sérfróðir í breytingaskeiðinu, réttu lyfjunum, greiningum og þar fram eftir götum. „Ég hef alveg heyrt frá konum sem hafa farið til síns heimilislæknis og fengið fyrst alls konar önnur lyf. Fengið svefnlyf, fengið geðlyf, fengið mígrenilyf. Farið síðan aftur þegar við erum búnar að tala saman þá vísar læknirinn í burtu og veit ekkert um breytingaskeiðið.“ Hún segir auðvitað jákvætt að konur séu sendar áfram til kvensjúkdómalæknis, en það þurfi þá að gera fyrr. „Þá eru þær kannski búnar að fá alls konar lyfjakokteila sem að hafa ekki verið að gagnast þeim.“ Konur séu oft að fá ranga greiningu og ranga meðferð, því þurfi að fræða alla vel um breytingaskeiðið. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en fyrri umfjallanir þeirra um breytingaskeiðið má finna HÉR og HÉR á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kvennaráð - Halldóra Skúla (@kvennarad.is)
Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00
Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01