Raunveruleikinn í ferðaþjónustu Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 22. október 2021 14:00 Á forsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 21. október var frétt með fyrirsögninni „Hundruð ferðaþjónustufyrirtækja þurfa áfram lánafrystingu í vetur”. Þessi frétt var ágætis áminning ofan í fullyrðingar og umfjallanir hinna ýmsu greiningaraðila undanfarið, þar sem halda mætti að allt væri fallið í ljúfa löð og vandræði ferðaþjónustunnar að baki. Talað hefur verið um að “ferðaþjónustan sé vöknuð úr dvala”, að búast megi við “hröðum efnahagsbata” vegna fjölgunar ferðamanna og að búast megi við atvinnuleysi af völdum faraldursins verði brátt úr sögunni. Óvissa enn of mikil Það er reyndar hárrétt að horfur í ferðaþjónustu fyrir árið 2022 eru nokkuð góðar. Varðandi það sem eftir lifir þessa árs er óvissa enn mikil, en ólíklegt verður að teljast að búast megi við einhverri sprengingu, þar sem margir hefðbundnir vetrarmarkaðir eru enn lokaðir. Spár um fjölda ferðamanna til landsins í ár voru á bilinu 600-850.000 og nú er svo komið að útlit er fyrir að raunin verði frekar í neðri gildum. Færri ferðamenn en árið 2020 Fyrstu níu mánuði ársins komu 445.000 þúsund erlendir gestir til landsins og það eru 3,6% færri ferðamenn en miðað við sama tímabil árið 2020. Borið saman við síðasta “eðlilega” árið fyrir faraldur er fækkunin hins vegar 71%. Svo öllu sé til haga haldið, hafa útgjöld gesta á þessu ári vaxið töluvert, hafa verið um 1,5 sinnum meiri, en útgjöld ferðamanna að meðaltali árið 2019. Þessa útgaldaaukningu má rekja til lengri meðaldvalar ferðamanna og til veikara gengis krónunnar. Það er á þessari stundu með öllu óljóst, hvort þessi ferðahegðun er komin til að vera, eða hvort hún er einungis tímabundin áhrif faraldursins. Ekkert svigrúm Hins vegar tala þessar tölur sínu máli og sýna, svo ekki verður um villst, að vandkvæði ferðaþjónustunnar á Íslandi eru fjarri því að baki. Umfang ferðaþjónustunnar í ár nægir engan veginn til. Þær efnahagsþrengingar og sem greinin hefur gengið í gegnum hafa ráðist að grundvelli og fjárhag fyrirtækjanna, þannig að ekkert svigrúm er lengur fyrir hendi. Sjóðirnir eru einfaldlega tómir og frekari skuldasöfnun útilokuð. Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa nýtt sér öll úrræði stjórnvalda sem hafa verið í boði. Stór hluti starfsfólks sem hefur verið endurráðið hefur fengið vinnuna sína í krafti ráðningarstyrkja. Nú fjarar hins vegar hratt út - og gildistími flestra úrræða stjórnvalda að renna sitt skeið á enda. Nú standa forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja frammi fyrir því að taka ákvörðun um áframhaldandi ráðningarsamband við starfsmenn sína. Geta þau staðið undir því að greiða starfsfólki sínu laun næstu mánuði og fram á næsta sumar, þegar tekjurnar fara vonandi að koma inn? Eða er eina lausnin að senda starfsfólkið aftur heim og beint á atvinnuleysisskrá? Framlenging ráðningarstyrkja nauðsynleg Til að bæta stöðuna til skamms tíma væri skynsamlegt fyrir stjórnvöld að framlengja ráðningarstyrki um a.m.k. 6 mánuði í viðbót. Það væri skynsamlegt bæði í efnahagslegu- og samfélagslegu tilliti og hefði þar að auki lágmarkskostnað í för með sér. Það gæfi fyrirtækjunum andrými til uppbyggingar í vetur og starfsfólki kost á að taka þátt í endurreisn ferðaþjónustunnar í stað þess að sitja heima á atvinnuleysisbótum. Hættum sóttvarnaraðgerðum á landamærum Þess utan er nú nauðsynlegt að aflétta sóttvarnaraðgerðum gagnvart bólusettum gestum á landamærum. Við höfum tekið þá ákvörðun að treysta bólusetningum og því er vandséð að bólusettir erlendir gestir séu hættulegri en bólusettir Íslendingar. Þar að auki, erum við hægt og rólega að verða undir í samkeppni, þar sem flestir áfangastaðir hafa hætt að krefja bólusetta gesti um neikvæða niðurstöðu skimunar. Sóttvarnarráðstafanir á landamærum hafa bein neikvæð áhrif á framboð og nýtingu flugsæta til og frá Íslandi. Það er eitthvað sem erfitt er að sætta sig við og er þegar farið að tefja fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar. Við höfum ekki tíma fyrir þá töf. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 21. október var frétt með fyrirsögninni „Hundruð ferðaþjónustufyrirtækja þurfa áfram lánafrystingu í vetur”. Þessi frétt var ágætis áminning ofan í fullyrðingar og umfjallanir hinna ýmsu greiningaraðila undanfarið, þar sem halda mætti að allt væri fallið í ljúfa löð og vandræði ferðaþjónustunnar að baki. Talað hefur verið um að “ferðaþjónustan sé vöknuð úr dvala”, að búast megi við “hröðum efnahagsbata” vegna fjölgunar ferðamanna og að búast megi við atvinnuleysi af völdum faraldursins verði brátt úr sögunni. Óvissa enn of mikil Það er reyndar hárrétt að horfur í ferðaþjónustu fyrir árið 2022 eru nokkuð góðar. Varðandi það sem eftir lifir þessa árs er óvissa enn mikil, en ólíklegt verður að teljast að búast megi við einhverri sprengingu, þar sem margir hefðbundnir vetrarmarkaðir eru enn lokaðir. Spár um fjölda ferðamanna til landsins í ár voru á bilinu 600-850.000 og nú er svo komið að útlit er fyrir að raunin verði frekar í neðri gildum. Færri ferðamenn en árið 2020 Fyrstu níu mánuði ársins komu 445.000 þúsund erlendir gestir til landsins og það eru 3,6% færri ferðamenn en miðað við sama tímabil árið 2020. Borið saman við síðasta “eðlilega” árið fyrir faraldur er fækkunin hins vegar 71%. Svo öllu sé til haga haldið, hafa útgjöld gesta á þessu ári vaxið töluvert, hafa verið um 1,5 sinnum meiri, en útgjöld ferðamanna að meðaltali árið 2019. Þessa útgaldaaukningu má rekja til lengri meðaldvalar ferðamanna og til veikara gengis krónunnar. Það er á þessari stundu með öllu óljóst, hvort þessi ferðahegðun er komin til að vera, eða hvort hún er einungis tímabundin áhrif faraldursins. Ekkert svigrúm Hins vegar tala þessar tölur sínu máli og sýna, svo ekki verður um villst, að vandkvæði ferðaþjónustunnar á Íslandi eru fjarri því að baki. Umfang ferðaþjónustunnar í ár nægir engan veginn til. Þær efnahagsþrengingar og sem greinin hefur gengið í gegnum hafa ráðist að grundvelli og fjárhag fyrirtækjanna, þannig að ekkert svigrúm er lengur fyrir hendi. Sjóðirnir eru einfaldlega tómir og frekari skuldasöfnun útilokuð. Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa nýtt sér öll úrræði stjórnvalda sem hafa verið í boði. Stór hluti starfsfólks sem hefur verið endurráðið hefur fengið vinnuna sína í krafti ráðningarstyrkja. Nú fjarar hins vegar hratt út - og gildistími flestra úrræða stjórnvalda að renna sitt skeið á enda. Nú standa forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja frammi fyrir því að taka ákvörðun um áframhaldandi ráðningarsamband við starfsmenn sína. Geta þau staðið undir því að greiða starfsfólki sínu laun næstu mánuði og fram á næsta sumar, þegar tekjurnar fara vonandi að koma inn? Eða er eina lausnin að senda starfsfólkið aftur heim og beint á atvinnuleysisskrá? Framlenging ráðningarstyrkja nauðsynleg Til að bæta stöðuna til skamms tíma væri skynsamlegt fyrir stjórnvöld að framlengja ráðningarstyrki um a.m.k. 6 mánuði í viðbót. Það væri skynsamlegt bæði í efnahagslegu- og samfélagslegu tilliti og hefði þar að auki lágmarkskostnað í för með sér. Það gæfi fyrirtækjunum andrými til uppbyggingar í vetur og starfsfólki kost á að taka þátt í endurreisn ferðaþjónustunnar í stað þess að sitja heima á atvinnuleysisbótum. Hættum sóttvarnaraðgerðum á landamærum Þess utan er nú nauðsynlegt að aflétta sóttvarnaraðgerðum gagnvart bólusettum gestum á landamærum. Við höfum tekið þá ákvörðun að treysta bólusetningum og því er vandséð að bólusettir erlendir gestir séu hættulegri en bólusettir Íslendingar. Þar að auki, erum við hægt og rólega að verða undir í samkeppni, þar sem flestir áfangastaðir hafa hætt að krefja bólusetta gesti um neikvæða niðurstöðu skimunar. Sóttvarnarráðstafanir á landamærum hafa bein neikvæð áhrif á framboð og nýtingu flugsæta til og frá Íslandi. Það er eitthvað sem erfitt er að sætta sig við og er þegar farið að tefja fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar. Við höfum ekki tíma fyrir þá töf. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar