Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 14:31 Það var ótrúlega mikil samheldni í Hörpu í gær. Birgir Ísleifur Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. Elín Skúladóttir, formaður Krafts, setti ráðstefnuna í fjarveru Frú Vigdísar Finnbogadóttur sem forfallaðist. Vigdís skilaði góðri kveðju til allra í salnum og hvatti fólk áfram með þeim orðum sem mágur hennar hafði sagt við hana þegar hún greindist með krabbamein „Life is tough but your are tougher.“ Birgir Ísleifur Lára Guðrún Jóhönnudóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir deildu því hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í sínu lífi. Sirrý Ágústsdóttir gaf mikinn innblástur í sinni ræðu, enda alveg mögnuð kona þar á ferð.Birgir Ísleifur Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein. Þar deildu þær því að þær hafa notað viljastyrk, lífskraft sinn, húmorinn og þrautseigju í kjölfar greiningar. Anna Dröfn og Lára GuðrúnBirgir Ísleifur Ragnheiður Guðmundsdóttir, skáld, las upp úr ljóðabók PTSD - ljóð með áfallastreitu og Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull, lokaði kvennastundinni og talaði um þær áskoranir sem hún hefur tekist á við í lífi sínu og starfi. Eliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær.Birgir Ísleifur Eliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær. Hjónin, Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, baráttukonur hinsegin fólks, sáu um skelegga fundarstjórn. Birgir Ísleifur Við lok kvennastundarinnar buðu þær konunum á trúnó og sófaspjall þar sem fólk gat komið með spurningar úr sal. Birgir Ísleifur „Kvennastundin var í alla staði mjög vel heppnuð og hefði ekki verið hægt að setja á laggirnar nema fyrir velvild góðra fyrirtækja og einstaklinga. Þessi viðburður var algjörlega í anda Krafts þar sem við leggjum ríka áherslu á að veita fólki von og styrk á erfiðum tímum og að gefa fólki trú og raunsæja mynd af því að vera í þessum sporum. Þessar konur gerðu það svo sannarlega,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts eftir viðburðinn. Birgir Ísleifur Fleiri myndir úr Hörpu má finna í albúminu hér fyrir neðan. Birgir ÍsleifurEliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær.Birgir ÍsleifurBirgir ÍsleifurFundarstjórarnir.Birgir ÍsleifurBirgir ÍsleifurBirgir Ísleifur Heilbrigðismál Harpa Samkvæmislífið Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Sjá meira
Elín Skúladóttir, formaður Krafts, setti ráðstefnuna í fjarveru Frú Vigdísar Finnbogadóttur sem forfallaðist. Vigdís skilaði góðri kveðju til allra í salnum og hvatti fólk áfram með þeim orðum sem mágur hennar hafði sagt við hana þegar hún greindist með krabbamein „Life is tough but your are tougher.“ Birgir Ísleifur Lára Guðrún Jóhönnudóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir deildu því hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í sínu lífi. Sirrý Ágústsdóttir gaf mikinn innblástur í sinni ræðu, enda alveg mögnuð kona þar á ferð.Birgir Ísleifur Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein. Þar deildu þær því að þær hafa notað viljastyrk, lífskraft sinn, húmorinn og þrautseigju í kjölfar greiningar. Anna Dröfn og Lára GuðrúnBirgir Ísleifur Ragnheiður Guðmundsdóttir, skáld, las upp úr ljóðabók PTSD - ljóð með áfallastreitu og Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull, lokaði kvennastundinni og talaði um þær áskoranir sem hún hefur tekist á við í lífi sínu og starfi. Eliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær.Birgir Ísleifur Eliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær. Hjónin, Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, baráttukonur hinsegin fólks, sáu um skelegga fundarstjórn. Birgir Ísleifur Við lok kvennastundarinnar buðu þær konunum á trúnó og sófaspjall þar sem fólk gat komið með spurningar úr sal. Birgir Ísleifur „Kvennastundin var í alla staði mjög vel heppnuð og hefði ekki verið hægt að setja á laggirnar nema fyrir velvild góðra fyrirtækja og einstaklinga. Þessi viðburður var algjörlega í anda Krafts þar sem við leggjum ríka áherslu á að veita fólki von og styrk á erfiðum tímum og að gefa fólki trú og raunsæja mynd af því að vera í þessum sporum. Þessar konur gerðu það svo sannarlega,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts eftir viðburðinn. Birgir Ísleifur Fleiri myndir úr Hörpu má finna í albúminu hér fyrir neðan. Birgir ÍsleifurEliza Reid hélt erindi á kvennastundinni í gær.Birgir ÍsleifurBirgir ÍsleifurFundarstjórarnir.Birgir ÍsleifurBirgir ÍsleifurBirgir Ísleifur
Heilbrigðismál Harpa Samkvæmislífið Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Sjá meira