ÍR-ingar hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum í Subway-deildinni og síðasti leikurinn hans var sextán stiga tap á móti deildarmeisturum Keflavíkur í Seljaskólanum í gær. Liðið hafaði áður tapað í framlengingu á móti Stjörnunni og á móti nýliðum Breiðabliks.
Liðið missti líka af úrslitakeppninni í fyrra þegar liðið vann bara 8 af 22 leikjum og endaði í tíunda sæti.
Borce var á sínu sjöunda tímabili með ÍR-liðið eftir að hafa tekið við af Bjarna Magnússyni eftir sex leiki á 2015-16 tímabilinu. Enginn þjálfari hefur stýrt ÍR-liðinu í jafnlangan tíma síðan að Einar Ólafsson gerði liðið margoft af Íslandsmeisturum á áttunda ártugnum.
ÍR-liðið náði sinum besta árangri í fjóra áratugi undir stjórn Borce og var fyrir tveimur árum aðeins einum leik frá sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli frá 1977.
Undir stjórn Borce komst ÍR-liðið í úrslitakeppnina þrjú ár í röð og bætti sig á hverju ári. Datt út í átta liða úrslitum vorið 2017, komst í undanúrslitin vorið 2018 og loks alla leið í úrslitaeinvígið vorið 2019 þar sem liðið tapaði á endanum í oddaleik á móti KR eftir að hafa komist í bæði 1-0 og 2-1 í einvíginu.
ÍR-liðið hefur skorað minna og minna með hverjum leik í Subway-deildinni í vetur og skoraði aðeins 73 stig á heimavelli á móti Keflavík í gærkvöldi.