„Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 11:50 Drífa Snædal er gagnrýnin á söluna. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna og Ardian yfirtekur fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningnum fær Síminn því greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs. Drífa Snædal telur að salan sé ekki skref til betri vegar. „Það er alveg ljóst að franskur fjárfestingarsjóður hefur ekkert sérstakan hag af því að gagnaflutningar séu með góðu móti um allt land á Íslandi. Þetta er að sjálfsögðu fjármálafyrirtæki, sem er ekki að hugsa samfélagslega, þannig ef það verður skortur á viðhaldi eða [þeir] sjá sér hag í því að láta þetta fara, þá getur þetta haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega um allt land," segir Drífa. Íslenskum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í kaupunum Fyrirtækið franska hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignarhlutur lífeyrissjóða getur orðið allt að tuttugu prósent. Drífa telur óþarfa snúning að lífeyrissjóðir á Íslandi þurfi að kaupa af frönsku fjárfestingarfyrirtæki. „Það er þannig að íslenskir lífeyrissjóðir hafa þó hagsmuni af því að hér verði starfandi gott samfélag. Frekari hagsmuni en franskur fjárfestingarsjóður, þannig að það hefði verið æskilegra ef lífeyrissjóðirnir - af því við erum komin á þennan stað - að lífeyrissjóðirnir eigi meira í þessu heldur en tuttugu prósent,“ segir Drífa. Drífa telur að það hafi verið mistök að selja Mílu úr samfélagslegri eigu enda snerti fyrirtækið öryggi og lífsskilyrði. Ríkisstjórnin hafi átt að bregðast við og finna leiðir til að vinda ofan af stöðunni. „Hins vegar er það náttúrulega þannig að það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu. Það á ekki að vera á markaði.“ Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna og Ardian yfirtekur fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningnum fær Síminn því greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs. Drífa Snædal telur að salan sé ekki skref til betri vegar. „Það er alveg ljóst að franskur fjárfestingarsjóður hefur ekkert sérstakan hag af því að gagnaflutningar séu með góðu móti um allt land á Íslandi. Þetta er að sjálfsögðu fjármálafyrirtæki, sem er ekki að hugsa samfélagslega, þannig ef það verður skortur á viðhaldi eða [þeir] sjá sér hag í því að láta þetta fara, þá getur þetta haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega um allt land," segir Drífa. Íslenskum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í kaupunum Fyrirtækið franska hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignarhlutur lífeyrissjóða getur orðið allt að tuttugu prósent. Drífa telur óþarfa snúning að lífeyrissjóðir á Íslandi þurfi að kaupa af frönsku fjárfestingarfyrirtæki. „Það er þannig að íslenskir lífeyrissjóðir hafa þó hagsmuni af því að hér verði starfandi gott samfélag. Frekari hagsmuni en franskur fjárfestingarsjóður, þannig að það hefði verið æskilegra ef lífeyrissjóðirnir - af því við erum komin á þennan stað - að lífeyrissjóðirnir eigi meira í þessu heldur en tuttugu prósent,“ segir Drífa. Drífa telur að það hafi verið mistök að selja Mílu úr samfélagslegri eigu enda snerti fyrirtækið öryggi og lífsskilyrði. Ríkisstjórnin hafi átt að bregðast við og finna leiðir til að vinda ofan af stöðunni. „Hins vegar er það náttúrulega þannig að það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu. Það á ekki að vera á markaði.“
Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39