Meintur hraðakstur ökumannsins, sem samkvæmt dagbók er aðeins 17 ára og búinn að hafa bílpróf í fáeina daga, náðist hins vegar ekki á mælingu. Því fékk ökumaðurinn aðeins tiltal frá lögreglu, auk þess sem málið var kynnt forráðamanni hans.
Um klukkustund síðar, klukkan hálf þrjú, barst lögreglu tilkynning um slys í miðborg Reykjavíkur. Erlendur ferðamaður hafði þar dottið um blómaker og fengið áverka í andliti. Viðkomandi var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild Landspítala til aðhlynningar.
Samkvæmt dagbók lögreglu voru um 90 mál skráð frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í morgun, mörg sögð vegna hávaða og ölvunar. Ef frá eru talin málin tvö hér að ofan er þó aðeins að finna átta mál er varða grun um akstur undir áhrifum í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla.