Fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 10:18 Daníel Jakobsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Vísir/sigurjón Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar krefst þess að skoðaður verði möguleiki á vatnsaflsvirkjun í friðlandi Vatnsfjarðar, sem hann telur bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en aðra valkosti. Orkubú Vestfjarða telur að með virkjuninni mætti tífalda grænt varaafl á Vestfjörðum. Stór hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum er friðland, þar á meðal Vatnsfjörður - þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa 20-30 megawatta vatnsaflsvirkjun. Eins og friðlýsingarskilmálarnir líta út núna væri óheimilt að taka virkjunina inn í rammaáætlun. Orkubú Vestfjarða vill því að skilmálunum verði breytt, svo orkunýting innan þjóðgarðsins verði möguleg. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar telur fáa kosti í stöðunni til að mæta nauðsynlegri orkuþörf Vestfirðinga; tvöföldun á 160 kílómetra langri línu úr Hrútafirði sé til að mynda ekki fýsileg. „Það er talið að áhrifasvæði af slíkri línu sé fimm kílómetrar í sitthvora áttina þannig að það er 1600 ferkílómetra svæði sem færi undir þessa línu, hún er gríðarlega kostnaðarsöm, kostar um 16-20 milljarða og það koma engar nýjar tekjur á móti framkvæmdinni.“ Telur virkjunina ódýrasta og arðbærasta kostinn Virkjun í Vatnsfirði myndi hins vegar standa alveg undir sér. „Hann er alveg við rafmagnslínurnar og það er hægt að virkja þarna að sögn kunnugra á þann hátt að það hefur mjög lítil áhrif á umhverfið. Það er sannarlega þannig að þegar friðlandið var stofnað á sínum tíma var það til að vernda birkiskóga og margir tala um að friðlýsingarskilmálarnir séu það opnir að þeir hafi opnað fyrir orkuöflun á þessu svæði,“ segir Daníel. Það sé þess vegna krafa bæjarráðs að stjórnvöld kanni þennan möguleika af alvöru. „Ég held að fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar, ef við erum sammála um að það vanti rafmagn inn á Vestfirði, sem ég held að allir hljóti að vera sammála um, þá fæ ég ekki séð að við ætlum að hafna kosti sem er ódýrastur, arðbærastur og bestur fyrir umhverfið.“ Orkumál Ísafjarðarbær Vatnsaflsvirkjanir Þjóðgarðar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Stór hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum er friðland, þar á meðal Vatnsfjörður - þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa 20-30 megawatta vatnsaflsvirkjun. Eins og friðlýsingarskilmálarnir líta út núna væri óheimilt að taka virkjunina inn í rammaáætlun. Orkubú Vestfjarða vill því að skilmálunum verði breytt, svo orkunýting innan þjóðgarðsins verði möguleg. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar telur fáa kosti í stöðunni til að mæta nauðsynlegri orkuþörf Vestfirðinga; tvöföldun á 160 kílómetra langri línu úr Hrútafirði sé til að mynda ekki fýsileg. „Það er talið að áhrifasvæði af slíkri línu sé fimm kílómetrar í sitthvora áttina þannig að það er 1600 ferkílómetra svæði sem færi undir þessa línu, hún er gríðarlega kostnaðarsöm, kostar um 16-20 milljarða og það koma engar nýjar tekjur á móti framkvæmdinni.“ Telur virkjunina ódýrasta og arðbærasta kostinn Virkjun í Vatnsfirði myndi hins vegar standa alveg undir sér. „Hann er alveg við rafmagnslínurnar og það er hægt að virkja þarna að sögn kunnugra á þann hátt að það hefur mjög lítil áhrif á umhverfið. Það er sannarlega þannig að þegar friðlandið var stofnað á sínum tíma var það til að vernda birkiskóga og margir tala um að friðlýsingarskilmálarnir séu það opnir að þeir hafi opnað fyrir orkuöflun á þessu svæði,“ segir Daníel. Það sé þess vegna krafa bæjarráðs að stjórnvöld kanni þennan möguleika af alvöru. „Ég held að fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar, ef við erum sammála um að það vanti rafmagn inn á Vestfirði, sem ég held að allir hljóti að vera sammála um, þá fæ ég ekki séð að við ætlum að hafna kosti sem er ódýrastur, arðbærastur og bestur fyrir umhverfið.“
Orkumál Ísafjarðarbær Vatnsaflsvirkjanir Þjóðgarðar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira