Grunar að gæsaskytta hafi drepið tvö ung hross með riffli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 13:02 Baldur fann hrossin dauð úti í haga fyrir rúmri viku en frétti ekki af gæsaskyttunni fyrr en um helgina. Vísir Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu. Baldur Eiðsson, húsasmíðameistari og hrossaræktandi í Lindartúni í Landeyjum, gekk fram á tvö hrossa sinna í síðustu viku þar sem þau lágu dauð í túninu. Baldur segir það hafa verið ljóst frá byrjun að hrossin hafi ekki dottið niður dauð af sjálfsdáðum en sýnilega hafði blóð runnið úr nösum beggja hrossa og þá mátti sjá blóð á brjóstkassa annars þeirra. Bæði eru hrossin ung þar að auki: folald og þriggja vetra stóðhestur. „Á skepnu sem dettur niður dauð þá blæðir hvorki úr brjóstinu né nösunum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. Skammaði skyttuna fyrir að skjóta með riffli Í nágrenni við staðinn sem hrossin voru á er gæsaveiðiland, þar sem skytta var stödd sama dag og hrossin dóu. Baldur segir ljóst að þau hafi orðið fyrir skoti en nágranni hans hitti fyrir skyttuna, sem var vopnuð riffli, en iðulega er haglabyssa notuð við gæsaveiðar af stuttu færi en riffill þegar skotið er af löngu færi. Nágranninn átti í orðaskiptum við skyttuna vegna þessa og tók niður bílnúmer hennar, þar sem maðurinn var vopnaður röngu skotvopni til gæsaveiða. „Í gær hitti ég nágranna minn sem hafði séð þessa viðkomandi gæsaskyttu og séð hann með riffil. Hann, án þess að ég hafi vitað það, tók mynd af bílnum og skammaði skyttuna fyrir að vera að skjóta gæsir með riffli,“ segir Baldur. „Of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall“ Það var ekki fyrr en nágranninn lét hann vita af þessu sem tannhjólin fóru að snúast og Baldur hafði ástæðu til að telja að eitthvað misjafnt hafi valdið dauða hrossanna. Baldur skoðaði hræin þá aftur og fékk svo til sín dýralækni í morgun sem mat það svo að hrossin hafi dáið á svipuðum tíma. „Hann sér bara þau merki að þau detta niður dauð. Af því að skrokkarnir eru búnir að liggja þarna í átta daga eða eitthvað svoleiðis sér hann ekkert meira. En á skepnu sem dettur niður dauð blæðir hvorki úr brjósti né nösum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. „Ég á töluvert af hrossum, ég finn aldrei hross úti í haga sem detta niður dauð. Það hefur bara aldrei gerst hjá mér. En tvö, á sama tíma og það er gæsaskytta með stóran riffil og það blæðir úr nösunum á þeim og greinilega úr brjóstinu á þriggja vetra folanum. Það er of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall eða eitthvað slíkt. Enda blæðir ekki úr brjóstinu á hrossi sem fær hjartaáfall.“ Mun tilkynna málið til lögreglu Baldur hyggst tilkynna málið til lögreglu, enda hafi mikið tjón hlotist af. „Ég fer á eftir og tilkynni þetta til lögreglunnar,“ segir Baldur. „Lögreglan hlýtur að þurfa að taka þessu alvarlega vegna þess að ef það eru að detta niður hross, fjögur eða fimm hundruð metra frá gæsaskyttu er bara spurning hvenær dettur niður maður, ef þeir eru að skjóta bara eitthvert út í loftið.“ Hann telji ljóst að skyttan kunni ekkert með skotvopn að fara og grípa þurfi inn í sem fyrst. „Þetta er náttúrulega bara háalvarlegur hlutur þegar eru gæsaskyttur, sennilega að stelast inn á eitthvað land með stóra riffla, að skjóta eitthvað upp í loftið. Þegar það eru einhverjir menn sem kunna ekki með skotvopn að fara þá þarf greinilega að gera eitthvað í því áður en verður slys á mönnum,“ segir Baldur. „Þegar menn eru með riffil að skjóta upp í loftið, skjóta gæsir á flugi með stórum rifflum, fer kúlan allt að tíu kílómetra. Það verður að hafa hendur í hári þessara manna.“ Dýr Lögreglumál Rangárþing eystra Skotveiði Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Baldur Eiðsson, húsasmíðameistari og hrossaræktandi í Lindartúni í Landeyjum, gekk fram á tvö hrossa sinna í síðustu viku þar sem þau lágu dauð í túninu. Baldur segir það hafa verið ljóst frá byrjun að hrossin hafi ekki dottið niður dauð af sjálfsdáðum en sýnilega hafði blóð runnið úr nösum beggja hrossa og þá mátti sjá blóð á brjóstkassa annars þeirra. Bæði eru hrossin ung þar að auki: folald og þriggja vetra stóðhestur. „Á skepnu sem dettur niður dauð þá blæðir hvorki úr brjóstinu né nösunum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. Skammaði skyttuna fyrir að skjóta með riffli Í nágrenni við staðinn sem hrossin voru á er gæsaveiðiland, þar sem skytta var stödd sama dag og hrossin dóu. Baldur segir ljóst að þau hafi orðið fyrir skoti en nágranni hans hitti fyrir skyttuna, sem var vopnuð riffli, en iðulega er haglabyssa notuð við gæsaveiðar af stuttu færi en riffill þegar skotið er af löngu færi. Nágranninn átti í orðaskiptum við skyttuna vegna þessa og tók niður bílnúmer hennar, þar sem maðurinn var vopnaður röngu skotvopni til gæsaveiða. „Í gær hitti ég nágranna minn sem hafði séð þessa viðkomandi gæsaskyttu og séð hann með riffil. Hann, án þess að ég hafi vitað það, tók mynd af bílnum og skammaði skyttuna fyrir að vera að skjóta gæsir með riffli,“ segir Baldur. „Of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall“ Það var ekki fyrr en nágranninn lét hann vita af þessu sem tannhjólin fóru að snúast og Baldur hafði ástæðu til að telja að eitthvað misjafnt hafi valdið dauða hrossanna. Baldur skoðaði hræin þá aftur og fékk svo til sín dýralækni í morgun sem mat það svo að hrossin hafi dáið á svipuðum tíma. „Hann sér bara þau merki að þau detta niður dauð. Af því að skrokkarnir eru búnir að liggja þarna í átta daga eða eitthvað svoleiðis sér hann ekkert meira. En á skepnu sem dettur niður dauð blæðir hvorki úr brjósti né nösum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. „Ég á töluvert af hrossum, ég finn aldrei hross úti í haga sem detta niður dauð. Það hefur bara aldrei gerst hjá mér. En tvö, á sama tíma og það er gæsaskytta með stóran riffil og það blæðir úr nösunum á þeim og greinilega úr brjóstinu á þriggja vetra folanum. Það er of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall eða eitthvað slíkt. Enda blæðir ekki úr brjóstinu á hrossi sem fær hjartaáfall.“ Mun tilkynna málið til lögreglu Baldur hyggst tilkynna málið til lögreglu, enda hafi mikið tjón hlotist af. „Ég fer á eftir og tilkynni þetta til lögreglunnar,“ segir Baldur. „Lögreglan hlýtur að þurfa að taka þessu alvarlega vegna þess að ef það eru að detta niður hross, fjögur eða fimm hundruð metra frá gæsaskyttu er bara spurning hvenær dettur niður maður, ef þeir eru að skjóta bara eitthvert út í loftið.“ Hann telji ljóst að skyttan kunni ekkert með skotvopn að fara og grípa þurfi inn í sem fyrst. „Þetta er náttúrulega bara háalvarlegur hlutur þegar eru gæsaskyttur, sennilega að stelast inn á eitthvað land með stóra riffla, að skjóta eitthvað upp í loftið. Þegar það eru einhverjir menn sem kunna ekki með skotvopn að fara þá þarf greinilega að gera eitthvað í því áður en verður slys á mönnum,“ segir Baldur. „Þegar menn eru með riffil að skjóta upp í loftið, skjóta gæsir á flugi með stórum rifflum, fer kúlan allt að tíu kílómetra. Það verður að hafa hendur í hári þessara manna.“
Dýr Lögreglumál Rangárþing eystra Skotveiði Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira