Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 12:09 Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur sætt síbrotagæslu í fjórar vikur sem hefur verið framlengd, vegna gruns um að hann sé höfuðpaurinn í umfangsmiklu fjársvikamáli. Stöð 2 Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir í samtali við fréttastofu. Fólkið er grunað um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í rúman mánuð en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar. Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu samkvæmt frétt RÚV. „Það er svolítið síðan þetta kom inn á borð lögreglunnar. Það var farið í þessar aðgerðir lögreglu fyrir einhverjum fjórum vikum síðan,“ segir Margeir Sveinsson í samtali við fréttastofu. „Það er einn í gæsluvarðhaldi, það er ekkert meira en það. Það er verið að fara að tala við fólk og svoleiðis. Rannsókn er í fullum gangi. Þetta skiptir einhverjum tugum milljóna.“ Margeir segist ekki geta sagt til um hvenær málið verði sent á borð ákærusviðs lögreglu. Játaði að hafa logið í máli Julians Assange Stundin fjallaði um málið 6. október síðastliðinn en þar kom fram að Sigurður hafi verið handtekinn 23. september síðastliðinn og hafi síðar verið dæmdur í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur og sendur á Litla Hraun. Ástæðan fyrir því að hann hafi verið dæmdur í síbrotagæslu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem séu nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé Sigurður grunaður um að hafa falsað undirskrift síns eigin lögmanns til þess að láta líta svo út að lögmaðurinn hafi greitt fé inn á reikninga fyrirtækis sem Sigurður er sjálfur hluthafi í. Sigurður hafi notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Sigurður játaði fyrr á þessu ári í viðtali við Stundina að hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafa notað í máli sínu gegn Assange. Dæmdur í einu umfangsmesta kynferðisbrotamáli landsins Sigurður á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn pilti undir lögaldri. Sama ár var hann sakfelldur fyrir fjársvik og fleiri brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Var hann í því máli meðal annars sakfelldur fyrir að hafa villt á sér heimildir og þóst vera Julian Assange. Sigurður hefur verið dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota en hann fékk þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum á aldrinum fimmtán til sextán ára. Játaði hann að hafa tælt fimm drengi og brotið á þeim í tugi skipta. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Efnahagsbrot Mál Sigga hakkara Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir í samtali við fréttastofu. Fólkið er grunað um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í rúman mánuð en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar. Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu samkvæmt frétt RÚV. „Það er svolítið síðan þetta kom inn á borð lögreglunnar. Það var farið í þessar aðgerðir lögreglu fyrir einhverjum fjórum vikum síðan,“ segir Margeir Sveinsson í samtali við fréttastofu. „Það er einn í gæsluvarðhaldi, það er ekkert meira en það. Það er verið að fara að tala við fólk og svoleiðis. Rannsókn er í fullum gangi. Þetta skiptir einhverjum tugum milljóna.“ Margeir segist ekki geta sagt til um hvenær málið verði sent á borð ákærusviðs lögreglu. Játaði að hafa logið í máli Julians Assange Stundin fjallaði um málið 6. október síðastliðinn en þar kom fram að Sigurður hafi verið handtekinn 23. september síðastliðinn og hafi síðar verið dæmdur í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur og sendur á Litla Hraun. Ástæðan fyrir því að hann hafi verið dæmdur í síbrotagæslu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem séu nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé Sigurður grunaður um að hafa falsað undirskrift síns eigin lögmanns til þess að láta líta svo út að lögmaðurinn hafi greitt fé inn á reikninga fyrirtækis sem Sigurður er sjálfur hluthafi í. Sigurður hafi notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Sigurður játaði fyrr á þessu ári í viðtali við Stundina að hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafa notað í máli sínu gegn Assange. Dæmdur í einu umfangsmesta kynferðisbrotamáli landsins Sigurður á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn pilti undir lögaldri. Sama ár var hann sakfelldur fyrir fjársvik og fleiri brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Var hann í því máli meðal annars sakfelldur fyrir að hafa villt á sér heimildir og þóst vera Julian Assange. Sigurður hefur verið dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota en hann fékk þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum á aldrinum fimmtán til sextán ára. Játaði hann að hafa tælt fimm drengi og brotið á þeim í tugi skipta. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Efnahagsbrot Mál Sigga hakkara Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira