Gætu séð til lands í næstu eða þarnæstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2021 13:11 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að flokkarnir þrír sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum gætu farið að sjá til lands í næstu eða þarnæstu viku. Búið er að setja niður texta um einstaka málaflokka en heildarmyndin liggur ekki fyrir. Leiðtogar Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins funduðu í gær um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. „Þetta gengur alveg eðlilega finnst mér og skref fyrir skref erum við að komast í gegnum þau atriði sem þarf að ræða,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Eru þið farin að leggja drög að stjórnarsáttmála? „Útlínur að einstaka málaflokkum eru að teiknast upp, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hvenær sérðu fyrir þér að þið getið farið að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar? „Ég veit það ekki alveg, það er best að segja sem minnst um það.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir leiðtogana fara yfir ólíka málaflokka en næsti fundur verður á morgun. „Við höfum verið að setja texta um einstaka málaflokka en samt ekki þannig að það sé komin heildarmynd á það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það gengur ágætlega hjá okkur og reikna með að við getum farið að sjá til lands í næstu eða þar næstu viku,“ sagði Katrín. Hún sagði flokkana þrjá verða að koma sér saman um hversu metnaðarfullir þeir vilja vera þegar kemur að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „En í því þarf líka að felast mjög einbeitt skuldbinding um að ná mjög metnaðarfullum markmiðum um samdrátt í losun. Þetta er risastórt verkefni þar sem Ísland hefur alla burði að vera í forystuhlutverki á alþjóðavettvangi og standa við skuldbindingar sínar og gott betur. Við leggjum mikla áherslu á þessi mál í stjórnarsáttmálanum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Leiðtogar Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins funduðu í gær um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. „Þetta gengur alveg eðlilega finnst mér og skref fyrir skref erum við að komast í gegnum þau atriði sem þarf að ræða,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Eru þið farin að leggja drög að stjórnarsáttmála? „Útlínur að einstaka málaflokkum eru að teiknast upp, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hvenær sérðu fyrir þér að þið getið farið að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar? „Ég veit það ekki alveg, það er best að segja sem minnst um það.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir leiðtogana fara yfir ólíka málaflokka en næsti fundur verður á morgun. „Við höfum verið að setja texta um einstaka málaflokka en samt ekki þannig að það sé komin heildarmynd á það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það gengur ágætlega hjá okkur og reikna með að við getum farið að sjá til lands í næstu eða þar næstu viku,“ sagði Katrín. Hún sagði flokkana þrjá verða að koma sér saman um hversu metnaðarfullir þeir vilja vera þegar kemur að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „En í því þarf líka að felast mjög einbeitt skuldbinding um að ná mjög metnaðarfullum markmiðum um samdrátt í losun. Þetta er risastórt verkefni þar sem Ísland hefur alla burði að vera í forystuhlutverki á alþjóðavettvangi og standa við skuldbindingar sínar og gott betur. Við leggjum mikla áherslu á þessi mál í stjórnarsáttmálanum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira