Spila um fyrsta Maradona bikarinn rétt fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 16:02 Diego Maradona með HM-bikarinn eftir sigur í úrslitaleik heimsmeistaramótsins árið 1986. Getty/El Grafico Spænska félagið Barcelona og argentínska félagið Boca Juniors munu spila sérstakan vináttuleik sín á milli í jólamánuðinum en þessi leikur er settur á til minningar um Diego Armando Maradona. Félögin segja að leikurinn fari fram 14. desember og þar muni þau keppa um fyrsta Maradona-bikarinn en nú er eitt ár er liðið frá andláti hans. Boca hefur staðfest þátttöku sína í leiknum sem fer fram á Mrsool Park í borginni Riyadh í Sádí Arabíu. FC Barcelona and Boca Juniors will be meeting in what is being called the Maradona Cup, a friendly to honour the memory of Diego Armando Maradona pic.twitter.com/O9aa57mLdl— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Mardona lést 25. nóvember 2020 eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu en hann var þá að jafna sig eftir aðgerð vegna heilablæðingar. Maradona hafði komist í gegnum alls kyns heilsubresti á sinni ævi og var oft ekki hugað líf. Að þessu sinni tókst mönnum ekki að bjarga honum. Maradona spilaði fyrir bæði lið Barcelona og Boca Juniors á sínum litríka ferli. Hann skoraði 28 mörk í 40 leikjum með Boca frá 1981 til 1982 og svo 38 mörk í 58 leikjum með Barcelona frá 1982 til 1984. Barcelona gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar spænska félagið keypti hann frá Boca Juniors fyrir fimm milljónir punda eftir HM 1982 á Spáni. Barcelona seldi Maradona síðan fyrir annað heimsmetsverð til Napoli sumarið 1984. Mardona kom aftur til Boca undir lok ferilsins og bætti þar við 7 mörkum í 31 leik. Maradona varð argentínskur meistari með Boca Juniors 1981 og spænskur bikarmeistari með Barcelona 1983. Hans sigursælustu ár voru þó hjá Napoli þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og einu sinni bikarmeistari auk þess að vinna Evrópukeppni félagsliða. Hann varð líka heimsmeistari og silfurverðlaunahafi á HM á þeim árum. Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Félögin segja að leikurinn fari fram 14. desember og þar muni þau keppa um fyrsta Maradona-bikarinn en nú er eitt ár er liðið frá andláti hans. Boca hefur staðfest þátttöku sína í leiknum sem fer fram á Mrsool Park í borginni Riyadh í Sádí Arabíu. FC Barcelona and Boca Juniors will be meeting in what is being called the Maradona Cup, a friendly to honour the memory of Diego Armando Maradona pic.twitter.com/O9aa57mLdl— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Mardona lést 25. nóvember 2020 eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu en hann var þá að jafna sig eftir aðgerð vegna heilablæðingar. Maradona hafði komist í gegnum alls kyns heilsubresti á sinni ævi og var oft ekki hugað líf. Að þessu sinni tókst mönnum ekki að bjarga honum. Maradona spilaði fyrir bæði lið Barcelona og Boca Juniors á sínum litríka ferli. Hann skoraði 28 mörk í 40 leikjum með Boca frá 1981 til 1982 og svo 38 mörk í 58 leikjum með Barcelona frá 1982 til 1984. Barcelona gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar spænska félagið keypti hann frá Boca Juniors fyrir fimm milljónir punda eftir HM 1982 á Spáni. Barcelona seldi Maradona síðan fyrir annað heimsmetsverð til Napoli sumarið 1984. Mardona kom aftur til Boca undir lok ferilsins og bætti þar við 7 mörkum í 31 leik. Maradona varð argentínskur meistari með Boca Juniors 1981 og spænskur bikarmeistari með Barcelona 1983. Hans sigursælustu ár voru þó hjá Napoli þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og einu sinni bikarmeistari auk þess að vinna Evrópukeppni félagsliða. Hann varð líka heimsmeistari og silfurverðlaunahafi á HM á þeim árum.
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira