Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 13:01 Hwang Dong-Hyuk segir LeBron James vera svalan en deilir ekki skoðun hans á endinum á Squid Game. getty/Han Myung-Gu/Kevork Djansezian Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. Eins og svo margir horfði LeBron á Squid Game sem eru vinsælustu þættir í sögu Netflix. LeBron var þó ekki nógu sáttur með endinn á þáttaröðinni eins og hann lýsti fyrir samherja sínum, Anthony Davis. „Já, ég er búinn að horfa, ert þú búinn með þá? Þú horfðir á þá? Ertu búinn með þá alla,“ spurði LeBron James liðsfélaga sinn Anthony Davis og spenningurinn leyndi sér ekki. Davis var þarna mættur í fjölmiðlaherbergið til að halda sinn blaðamannafund. „Já, en ég var ekki hrifinn af endinum samt. Nei, ég veit að þeir voru að fara að byrja með næstu seríu en bara, farðu í andskotans flugið, farðu að hitta dóttur þína. Hvað ertu að gera?“ sagði LeBron. Í viðtali við The Guardian var skapari Squid Game, Hwang Dong-Hyuk, spurður út í ummæli LeBrons. Hann stakk upp á því að körfuboltastjarnan myndi bara gera sitt eigið framhald eins og hann gerði með Space Jam 2. „LeBron er svalur og er frjálst að segja það sem hann vill. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann horfði á alla þáttaröðina. En ég myndi ekki breyta endinum. Þetta er minn endir. Ef hann er með annan endi sem hann er sáttari við gæti hann kannski bara gert sitt eigið framhald,“ sagði Hwang. „Ég myndi horfa á það og svo kannski senda honum skilaboð að ég væri sáttur með þáttaröðina, nema endinn.“ Hwang skrifaði handritið að Squid Game fyrir áratug en erfiðlega gekk að fá einhvern til að framleiða þáttaröðina þar til Netflix kom inn í myndina. LeBron lék ekki með Los Angeles Lakers í sigrinum á San Antonio Spurs í nótt vegna meiðsla. Hinn 36 ára LeBron er á sínu nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari og þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Eins og svo margir horfði LeBron á Squid Game sem eru vinsælustu þættir í sögu Netflix. LeBron var þó ekki nógu sáttur með endinn á þáttaröðinni eins og hann lýsti fyrir samherja sínum, Anthony Davis. „Já, ég er búinn að horfa, ert þú búinn með þá? Þú horfðir á þá? Ertu búinn með þá alla,“ spurði LeBron James liðsfélaga sinn Anthony Davis og spenningurinn leyndi sér ekki. Davis var þarna mættur í fjölmiðlaherbergið til að halda sinn blaðamannafund. „Já, en ég var ekki hrifinn af endinum samt. Nei, ég veit að þeir voru að fara að byrja með næstu seríu en bara, farðu í andskotans flugið, farðu að hitta dóttur þína. Hvað ertu að gera?“ sagði LeBron. Í viðtali við The Guardian var skapari Squid Game, Hwang Dong-Hyuk, spurður út í ummæli LeBrons. Hann stakk upp á því að körfuboltastjarnan myndi bara gera sitt eigið framhald eins og hann gerði með Space Jam 2. „LeBron er svalur og er frjálst að segja það sem hann vill. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann horfði á alla þáttaröðina. En ég myndi ekki breyta endinum. Þetta er minn endir. Ef hann er með annan endi sem hann er sáttari við gæti hann kannski bara gert sitt eigið framhald,“ sagði Hwang. „Ég myndi horfa á það og svo kannski senda honum skilaboð að ég væri sáttur með þáttaröðina, nema endinn.“ Hwang skrifaði handritið að Squid Game fyrir áratug en erfiðlega gekk að fá einhvern til að framleiða þáttaröðina þar til Netflix kom inn í myndina. LeBron lék ekki með Los Angeles Lakers í sigrinum á San Antonio Spurs í nótt vegna meiðsla. Hinn 36 ára LeBron er á sínu nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari og þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira