Vertu með – Vertu þú! Þóra Leósdóttir skrifar 28. október 2021 12:31 Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta októbermánuð til að fagna faginu og vekja athygli á störfum sínum á fjölbreyttum vettvangi samfélagsins. Yfirskrift alþjóðlega dagsins að þessu sinni er „Vertu með. Vertu þú.“ Með þeim skilaboðum vilja iðjuþjálfar leggja áherslu á kraftinn sem býr í fjölbreytileikanum og inngildandi (e. inclusive) samfélagi þar sem við vinnum öll saman að því að byggja upp samkennd og seiglu. Þetta er sérlega mikilvægt nú á tímum margskonar hindrana og mótlætis. Hugmyndafræði iðjuþjálfunarfagsins byggir á þeirri sýn að iðja sé öllu fólki nauðsynleg. Staðreyndin er sú að frá örófi alda hefur líf manneskjunnar einkennst af þörf til að stunda iðju, taka þátt í samfélaginu og láta gott af sér leiða. Hversdagurinn þarf að ganga upp Iðjuþjálfar eru ein af lykilstéttunum innan endurhæfingar. Þjónusta þeirra og vinnuaðferðir byggja á gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangurinn er fjölbreyttur og nær til einstaklinga, hópa og samfélaga. Flestir iðjuþjálfar hér á landi starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, leik- og grunnskóla, hjá félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum eða í einkafyrirtækjum. Skjólstæðingar þeirra eru börn og fullorðnir sem af ýmsum ástæðum glíma við iðjuvanda í daglegu lífi. Rannsóknir hafa sýnt að ef fólk kemst í þær aðstæður að geta ekki sinnt iðju og þátttöku sem er því mikilvæg hefur það neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Dagleg viðfangsefni eins og að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, sækja vinnu eða skóla, lesa bók, fara í ræktina, ganga frá þvotti, hvíla sig og hringja í vin eru alla jafna sjálfsögð og einföld fyrir flest okkar en geta verið erfið eða jafnvel óyfirstíganleg fyrir þau sem búa við skerta færni eða hindranir í umhverfinu. Við eigum það öll sameiginlegt að hversdagurinn þarf einfaldlega að ganga upp og fela í sér bæði gagn og gaman. Iðjuþjálfar aðstoða fólk við að láta það gerast. Brýnt að bæta aðgengi að iðjuþjálfun Iðjuþjálfar starfa með fólki sem býr við skerta færni og þátttöku vegna heilsubrests, skorts á tækifærum eða annarra hindrana í aðstæðum sínum. Þeir hafa sérþekkingu á samspili iðju, einstaklings og umhverfis og veita skjólstæðingum þjálfun og ráðgjöf með það að markmiði að efla færni og sjálfstæði. Mikilvægt er að þau sem búa við færniskerðingu eða umhverfisþætti sem hamla þátttöku, fái nauðsynlega endurhæfingu þar með talið iðjuþjálfun. Í heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er meðal annars lögð áhersla á að veita eigi rétta þjónustu á réttum stað og að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður fólks sem þarf heilbrigðisþjónustu. Þar skuli starfið einkennast af þverfaglegri teymisvinnu og nánu samstarfi við félagsþjónustuna. Eins og staðan er í dag þá heyrir það til undantekninga að fólk sem hefur þörf fyrir iðjuþjálfun eigi kost á slíkri þjónustu á sinni heilsugæslustöð. Viðkomandi þarf að vera skjólstæðingur heimahjúkrunar eða dvelja á sjúkrahúsi til að fá iðjuþjálfun. Þessu þarf að breyta, enda hefur það sýnt sig að það er mun hagkvæmara að grípa inn snemma og fyrirbyggja að iðjuvandi fólks aukist áður en dýrari og umfangsmeiri heilbrigðisþjónusta þarf að koma til. Fyrirbyggjandi heimsóknir til aldraðra Flest okkar eru sammála um að það sé mikilvægt að aldrað fólk geti búi á heimili sínu eins lengi og unnt er þrátt fyrir auknar stuðningsþarfir. Í þjónustu við aldraða kemur sérþekking iðjuþjálfa á samspili einstaklings, iðju og umhverfis að góðu gagni. Iðjuþjálfar fara í heimsóknir til skjólstæðinga og meta færni og aðstæður. Þeir veita ráðgjöf um val á hjálpartækjum og velferðartækni auk þess að kanna hvernig megi aðlaga umhverfið til að auka öryggi og sjálfstæði fólks við athafnir á eigin heimili. Slíkar lausnir stuðla beinlínis að því að aldraðir geti búið lengur heima og eru því fyrirbyggjandi í sjálfu sér. Segja má að endurhæfingin byrji heima. Þannig er líka unnt að minnka þörf fyrir heimaþjónustu, heimahjúkrun og flutning á hjúkrunarheimili. Þessi nálgun hefur skilað miklum árangri á hinum Norðurlöndunum og þyrfti að innleiða markvisst hér á landi. Iðjuþjálfar eru hluti af lausninni Umræða um hlutfallslega fjölgun aldraðra er í algleymingi og þrátt fyrir að aldraðir séu alls ekki einsleitur hópur þá mun þörf þeirra fyrir ýmis konar þjónustu aukast. Heilbrigðis- og félagsþjónustan er víða undirmönnuð nú þegar og því þarf að finna nýjar lausnir. Leggja þarf markvissa áherslu á forvarnir og endurhæfingu og tryggja aðgengilega þverfaglega þjónustu framar í kerfinu líkt og heilbrigðisstefnan kveður á um. Segja má að öldrunarþjónusta þurfi að keyra á tveimur samhliða sporum, annars vegar með umönnun og stuðningi og hins vegar með markvissri heilsueflingu, endurhæfingu og forvörnum. Þekking og íhlutun iðjuþjálfa, líkt og annarra lykilstétta innan endurhæfingar er mikilvægur hlekkur í þeirri þverfaglegu þjónustukeðju sem á að vera til staðar í sjálfbæru velferðarsamfélagi. Það gildir einu hvort um er að ræða þjónustu á vegum ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka eða fyrirtækja. Iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki í þessari framtíðarsýn sem er hinum megin við hornið. Iðjuþjálfar eru sannarlega hluti af lausninni. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta októbermánuð til að fagna faginu og vekja athygli á störfum sínum á fjölbreyttum vettvangi samfélagsins. Yfirskrift alþjóðlega dagsins að þessu sinni er „Vertu með. Vertu þú.“ Með þeim skilaboðum vilja iðjuþjálfar leggja áherslu á kraftinn sem býr í fjölbreytileikanum og inngildandi (e. inclusive) samfélagi þar sem við vinnum öll saman að því að byggja upp samkennd og seiglu. Þetta er sérlega mikilvægt nú á tímum margskonar hindrana og mótlætis. Hugmyndafræði iðjuþjálfunarfagsins byggir á þeirri sýn að iðja sé öllu fólki nauðsynleg. Staðreyndin er sú að frá örófi alda hefur líf manneskjunnar einkennst af þörf til að stunda iðju, taka þátt í samfélaginu og láta gott af sér leiða. Hversdagurinn þarf að ganga upp Iðjuþjálfar eru ein af lykilstéttunum innan endurhæfingar. Þjónusta þeirra og vinnuaðferðir byggja á gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangurinn er fjölbreyttur og nær til einstaklinga, hópa og samfélaga. Flestir iðjuþjálfar hér á landi starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, leik- og grunnskóla, hjá félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum eða í einkafyrirtækjum. Skjólstæðingar þeirra eru börn og fullorðnir sem af ýmsum ástæðum glíma við iðjuvanda í daglegu lífi. Rannsóknir hafa sýnt að ef fólk kemst í þær aðstæður að geta ekki sinnt iðju og þátttöku sem er því mikilvæg hefur það neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Dagleg viðfangsefni eins og að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, sækja vinnu eða skóla, lesa bók, fara í ræktina, ganga frá þvotti, hvíla sig og hringja í vin eru alla jafna sjálfsögð og einföld fyrir flest okkar en geta verið erfið eða jafnvel óyfirstíganleg fyrir þau sem búa við skerta færni eða hindranir í umhverfinu. Við eigum það öll sameiginlegt að hversdagurinn þarf einfaldlega að ganga upp og fela í sér bæði gagn og gaman. Iðjuþjálfar aðstoða fólk við að láta það gerast. Brýnt að bæta aðgengi að iðjuþjálfun Iðjuþjálfar starfa með fólki sem býr við skerta færni og þátttöku vegna heilsubrests, skorts á tækifærum eða annarra hindrana í aðstæðum sínum. Þeir hafa sérþekkingu á samspili iðju, einstaklings og umhverfis og veita skjólstæðingum þjálfun og ráðgjöf með það að markmiði að efla færni og sjálfstæði. Mikilvægt er að þau sem búa við færniskerðingu eða umhverfisþætti sem hamla þátttöku, fái nauðsynlega endurhæfingu þar með talið iðjuþjálfun. Í heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er meðal annars lögð áhersla á að veita eigi rétta þjónustu á réttum stað og að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður fólks sem þarf heilbrigðisþjónustu. Þar skuli starfið einkennast af þverfaglegri teymisvinnu og nánu samstarfi við félagsþjónustuna. Eins og staðan er í dag þá heyrir það til undantekninga að fólk sem hefur þörf fyrir iðjuþjálfun eigi kost á slíkri þjónustu á sinni heilsugæslustöð. Viðkomandi þarf að vera skjólstæðingur heimahjúkrunar eða dvelja á sjúkrahúsi til að fá iðjuþjálfun. Þessu þarf að breyta, enda hefur það sýnt sig að það er mun hagkvæmara að grípa inn snemma og fyrirbyggja að iðjuvandi fólks aukist áður en dýrari og umfangsmeiri heilbrigðisþjónusta þarf að koma til. Fyrirbyggjandi heimsóknir til aldraðra Flest okkar eru sammála um að það sé mikilvægt að aldrað fólk geti búi á heimili sínu eins lengi og unnt er þrátt fyrir auknar stuðningsþarfir. Í þjónustu við aldraða kemur sérþekking iðjuþjálfa á samspili einstaklings, iðju og umhverfis að góðu gagni. Iðjuþjálfar fara í heimsóknir til skjólstæðinga og meta færni og aðstæður. Þeir veita ráðgjöf um val á hjálpartækjum og velferðartækni auk þess að kanna hvernig megi aðlaga umhverfið til að auka öryggi og sjálfstæði fólks við athafnir á eigin heimili. Slíkar lausnir stuðla beinlínis að því að aldraðir geti búið lengur heima og eru því fyrirbyggjandi í sjálfu sér. Segja má að endurhæfingin byrji heima. Þannig er líka unnt að minnka þörf fyrir heimaþjónustu, heimahjúkrun og flutning á hjúkrunarheimili. Þessi nálgun hefur skilað miklum árangri á hinum Norðurlöndunum og þyrfti að innleiða markvisst hér á landi. Iðjuþjálfar eru hluti af lausninni Umræða um hlutfallslega fjölgun aldraðra er í algleymingi og þrátt fyrir að aldraðir séu alls ekki einsleitur hópur þá mun þörf þeirra fyrir ýmis konar þjónustu aukast. Heilbrigðis- og félagsþjónustan er víða undirmönnuð nú þegar og því þarf að finna nýjar lausnir. Leggja þarf markvissa áherslu á forvarnir og endurhæfingu og tryggja aðgengilega þverfaglega þjónustu framar í kerfinu líkt og heilbrigðisstefnan kveður á um. Segja má að öldrunarþjónusta þurfi að keyra á tveimur samhliða sporum, annars vegar með umönnun og stuðningi og hins vegar með markvissri heilsueflingu, endurhæfingu og forvörnum. Þekking og íhlutun iðjuþjálfa, líkt og annarra lykilstétta innan endurhæfingar er mikilvægur hlekkur í þeirri þverfaglegu þjónustukeðju sem á að vera til staðar í sjálfbæru velferðarsamfélagi. Það gildir einu hvort um er að ræða þjónustu á vegum ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka eða fyrirtækja. Iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki í þessari framtíðarsýn sem er hinum megin við hornið. Iðjuþjálfar eru sannarlega hluti af lausninni. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun