Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2021 12:15 Börn að leik í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Á málþinginu verða Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna afhent í fyrsta sinn - einstaklingi sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til að bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Á málþinginu verða kynntar ýmsar nýjar leiðir sem farnar hafa verið í nálgun og vinnu með börnum með ADHD. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Bæði íþrótta- og tómstundastarf reynir mikið á félagsfærni barna með ADHD sem oft er af skornum skammti. Málþingið fjallar um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Kynnt verður nýtt námskeið ADHD samtakanna er nefnist TÍA- tómstundir, íþróttir og ADHD auk þess sem fjallað verður um nokkrar nýstárlegar þjálfunarleiðir sem gefið hafa góða raun í vinnu með börnum með ADHD. Hvetjum alla til að taka þátt í málþingi ADHD samtakanna og fræðast um hvernig hægt er vinna með styrkleika og hámarka árangur barna með ADHD í íþróttum- og tómstundum. Dagskrá Málþingsins 12:30 – 13:00 Móttaka og skráning 13:00 – 13:10 Setning málþings – Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna 13:10 – 13:20 Ávarp - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 13:20 – 13:30 Hvatningarverðlaun ADHD Samtakanna 13:30 – 14:00 TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD - Bóas Valdórsson sálfræðingur MH 14:00 – 14:30 YAP – Young Ahlete Project- Hreyfiáætlun Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, Heilsuleikskólinn Skógarás. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari/fagstjóri hreyfingu, Heilsuleikskólinn Skógarás. 14:30 – 14:45 Gunnar Helgason kynnir bókina „ Alexander Daníel Hermann Dawidsson, BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA“ 14:45 – 15:00 KAFFIHLÉ 15:00 – 15:30 Ævintýrabúðir og íþróttastarf SLF - Margrét Vala Marteinsdóttir, Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra 15:30 – 16:00 „Sestu, leggstu, hoppa, húlla“ Að styðjast við hund í vinnu með börnum - Gunnhildur Jakobsdóttir, Æfingastöðinni 16:00 Samantekt og málþingsslit Fundarstjóri: Gunnar Helgason, rithöfundur, leikstjóri og leikari Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Á málþinginu verða Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna afhent í fyrsta sinn - einstaklingi sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til að bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Á málþinginu verða kynntar ýmsar nýjar leiðir sem farnar hafa verið í nálgun og vinnu með börnum með ADHD. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Bæði íþrótta- og tómstundastarf reynir mikið á félagsfærni barna með ADHD sem oft er af skornum skammti. Málþingið fjallar um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Kynnt verður nýtt námskeið ADHD samtakanna er nefnist TÍA- tómstundir, íþróttir og ADHD auk þess sem fjallað verður um nokkrar nýstárlegar þjálfunarleiðir sem gefið hafa góða raun í vinnu með börnum með ADHD. Hvetjum alla til að taka þátt í málþingi ADHD samtakanna og fræðast um hvernig hægt er vinna með styrkleika og hámarka árangur barna með ADHD í íþróttum- og tómstundum. Dagskrá Málþingsins 12:30 – 13:00 Móttaka og skráning 13:00 – 13:10 Setning málþings – Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna 13:10 – 13:20 Ávarp - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 13:20 – 13:30 Hvatningarverðlaun ADHD Samtakanna 13:30 – 14:00 TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD - Bóas Valdórsson sálfræðingur MH 14:00 – 14:30 YAP – Young Ahlete Project- Hreyfiáætlun Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, Heilsuleikskólinn Skógarás. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari/fagstjóri hreyfingu, Heilsuleikskólinn Skógarás. 14:30 – 14:45 Gunnar Helgason kynnir bókina „ Alexander Daníel Hermann Dawidsson, BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA“ 14:45 – 15:00 KAFFIHLÉ 15:00 – 15:30 Ævintýrabúðir og íþróttastarf SLF - Margrét Vala Marteinsdóttir, Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra 15:30 – 16:00 „Sestu, leggstu, hoppa, húlla“ Að styðjast við hund í vinnu með börnum - Gunnhildur Jakobsdóttir, Æfingastöðinni 16:00 Samantekt og málþingsslit Fundarstjóri: Gunnar Helgason, rithöfundur, leikstjóri og leikari
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira