L’Equipe segir að gamli Liverpool maðurinn sé að upplifa klíkuskap og erfiða tíma hjá PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 16:31 Georginio Wijnaldum byrjar alla leiki þessa dagana á bekknum hjá Paris Saint-Germain. Getty/ANP Sport Georginio Wijnaldum vildi ekki framlengja samning sinn við Liverpool og yfirgaf félagið í sumar og samdi við Paris Saint Germain. Tími hans í París hefur síðan verið langt frá því að vera dans á rósum. Wijnaldum fór á frjálsri sölu frá Liverpool og valdi á endanum PSG yfir Barcelona. PSG samdi líka við þá Lionel Messi, Sergio Ramos, Achraf Hakimi, Danilo of Gianluigi Donnarumma í sumar og úr varð lið uppfullt af stórstjörnum. Wijnaldum var fastamaður hjá Liverpool og spilaði nánast alla alvöru leiki liðsins. Hann hefur aftur á móti fengið fáar mínútur hjá PSG að undanförnu. Wijnaldum var síðast í byrjunarliðinu í deildarleik á móti Metz 22. september og hefur komið varamaður undir lokin í síðustu sex leikjum. PSG hefur unnið 9 af 11 deildarleikjum og er á toppi síns riðils í Meistaradeildinni og þarf ekki mikið á Hollendingum að halda eins og er. Liverpool glímir á sama tíma við meiðslavandræði meðal miðjumanna sinna því þeir Thiago, Fabinho, James Milner, Curtis Jones og Naby Keita hafa allir verið að meiðast á síðustu vikum. Það væri því pláss fyrir hann á miðju Liverpool. L’Equipe slær því upp að Wijnaldum sjái líklega eftir því að hafa yfirgefið Liverpool og komið til Parísar. Þeir halda því líka fram að suður-amerísku leikmenn liðsins hafa ekki tekið Wijnaldum vel og aðalástæðan sé að hann sé að keppa um stöðu við vin þeirra Leandro Paredes. Messi er frá Argentínu eins og Paredes og Neymar er frá Brasilíu. Hjá liðinu eru líka Argentínumennirnir Mauro Icardi og Angel di Maria sem og Brasilíumennirnir Marquinhos og Rafinha. Paris Saint-Germain's South American players are showing a 'lack of support' to their teammate, as he provides competition to a close friend https://t.co/d7Nltewwb9— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2021 „Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega ánægður af því að þetta er ekki staðan sem ég vildi,“ sagði Georginio Wijnaldum í viðtali við hollenska miðilinn NOS. „Svona er bara fótboltinn og ég verða að læra að takast á við það. Ég er baráttumaður og ég verð að vera jákvæður og leggja mig fram við að snáa þessu við,“ sagði Wijnaldum. „Ég hef spilað mikið undanfarin ár, var alltaf heill og stóð mig líka vel. Þetta er eitthvað annað og ég þarf að venjast því. Ég var mjög spenntur fyrir því að taka þetta skref og þetta hefur því verið erfitt,“ viðurkenndi Wijnaldum. Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Wijnaldum fór á frjálsri sölu frá Liverpool og valdi á endanum PSG yfir Barcelona. PSG samdi líka við þá Lionel Messi, Sergio Ramos, Achraf Hakimi, Danilo of Gianluigi Donnarumma í sumar og úr varð lið uppfullt af stórstjörnum. Wijnaldum var fastamaður hjá Liverpool og spilaði nánast alla alvöru leiki liðsins. Hann hefur aftur á móti fengið fáar mínútur hjá PSG að undanförnu. Wijnaldum var síðast í byrjunarliðinu í deildarleik á móti Metz 22. september og hefur komið varamaður undir lokin í síðustu sex leikjum. PSG hefur unnið 9 af 11 deildarleikjum og er á toppi síns riðils í Meistaradeildinni og þarf ekki mikið á Hollendingum að halda eins og er. Liverpool glímir á sama tíma við meiðslavandræði meðal miðjumanna sinna því þeir Thiago, Fabinho, James Milner, Curtis Jones og Naby Keita hafa allir verið að meiðast á síðustu vikum. Það væri því pláss fyrir hann á miðju Liverpool. L’Equipe slær því upp að Wijnaldum sjái líklega eftir því að hafa yfirgefið Liverpool og komið til Parísar. Þeir halda því líka fram að suður-amerísku leikmenn liðsins hafa ekki tekið Wijnaldum vel og aðalástæðan sé að hann sé að keppa um stöðu við vin þeirra Leandro Paredes. Messi er frá Argentínu eins og Paredes og Neymar er frá Brasilíu. Hjá liðinu eru líka Argentínumennirnir Mauro Icardi og Angel di Maria sem og Brasilíumennirnir Marquinhos og Rafinha. Paris Saint-Germain's South American players are showing a 'lack of support' to their teammate, as he provides competition to a close friend https://t.co/d7Nltewwb9— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2021 „Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega ánægður af því að þetta er ekki staðan sem ég vildi,“ sagði Georginio Wijnaldum í viðtali við hollenska miðilinn NOS. „Svona er bara fótboltinn og ég verða að læra að takast á við það. Ég er baráttumaður og ég verð að vera jákvæður og leggja mig fram við að snáa þessu við,“ sagði Wijnaldum. „Ég hef spilað mikið undanfarin ár, var alltaf heill og stóð mig líka vel. Þetta er eitthvað annað og ég þarf að venjast því. Ég var mjög spenntur fyrir því að taka þetta skref og þetta hefur því verið erfitt,“ viðurkenndi Wijnaldum.
Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn