Birkir Blær kominn í níu manna úrslit Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 23:04 Birkir Blær er að gera það gott í Svíþjóð um þessar mundir. Idol Hinn 21 árs gamli akureyringur, Birkir Blær Óðinsson, komst í kvöld áfram í níu manna úrslit í sænska Idolinu. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig og eftir hvatningu stjúpsystur sinnar sótti hann um að taka þátt í sænsku útgáfu söngkeppninnar Idol. Sú ákvörðun hefur vægast sagt borgað sig. Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Fyrirkomulag þáttanna er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. Í síðustu viku söng Birkir Blær lagið Yellow með Coldplay og flutningur hans hefur greinilega fallið í kramið hjá Svíanum. Nú hefur sænskur almenningur heila viku til að ákveða hvort flutningur Birkis Blæs á laginu Leave The Door Open með Silk Sonic í kvöld dugi honum til að komast áfram. Lögin sem flutt voru í kvöld voru valin fyrir keppendur af dómurum þáttanna. Þema næstu viku er tónlist hljómsveitarinnar Abba. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort sænskir keppendur njóti forskots á Birki Blæ í næstu keppni. Philip Ström var sá sem datt út úr keppninni að þessu sinni en hin níu sem eftir lifa má sjá hér að neðan ásamt þeim lögum sem þau fluttu í kvöld. Erik Elias Ekström – You’re Beautiful með James Blunt Lana Sulhav – Ain’t No Sunshine með Bill Withers Birkir Blær – Leave The Door Open með Silk Sonic Amena Alsameai – Ocean Eyes með Billie Eilish Fredrik Lundman – I Want It That Way með Backstreet Boys Jacqline Mossberg Mounkassa – Stay með Rihanna & Mikky Ekko Daut Ajvaz – U Got It Bad með Usher Annika Wickihalder – Take Me To Church með Hozier Sunny Taylor – Skate með Bruno Mars Svíþjóð Tónlist Íslendingar erlendis Hæfileikaþættir Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig og eftir hvatningu stjúpsystur sinnar sótti hann um að taka þátt í sænsku útgáfu söngkeppninnar Idol. Sú ákvörðun hefur vægast sagt borgað sig. Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Fyrirkomulag þáttanna er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. Í síðustu viku söng Birkir Blær lagið Yellow með Coldplay og flutningur hans hefur greinilega fallið í kramið hjá Svíanum. Nú hefur sænskur almenningur heila viku til að ákveða hvort flutningur Birkis Blæs á laginu Leave The Door Open með Silk Sonic í kvöld dugi honum til að komast áfram. Lögin sem flutt voru í kvöld voru valin fyrir keppendur af dómurum þáttanna. Þema næstu viku er tónlist hljómsveitarinnar Abba. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort sænskir keppendur njóti forskots á Birki Blæ í næstu keppni. Philip Ström var sá sem datt út úr keppninni að þessu sinni en hin níu sem eftir lifa má sjá hér að neðan ásamt þeim lögum sem þau fluttu í kvöld. Erik Elias Ekström – You’re Beautiful með James Blunt Lana Sulhav – Ain’t No Sunshine með Bill Withers Birkir Blær – Leave The Door Open með Silk Sonic Amena Alsameai – Ocean Eyes með Billie Eilish Fredrik Lundman – I Want It That Way með Backstreet Boys Jacqline Mossberg Mounkassa – Stay með Rihanna & Mikky Ekko Daut Ajvaz – U Got It Bad með Usher Annika Wickihalder – Take Me To Church með Hozier Sunny Taylor – Skate með Bruno Mars
Svíþjóð Tónlist Íslendingar erlendis Hæfileikaþættir Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira