Chelsea og Manchester City mættust í stórleik undanúrslitanna. Chelsea er í leit að þrennunni eftir að hafa unnið deild og deildarbikar á síðustu leiktíð. Fór það svo að Chelsea vann öruggan 3-0 sigur í dag.
Erin Cuthbert kom Chelsea yfir á 23. mínútu og Melanie Leupolz tvöfaldaði forystuna fimm mínútum síðar. Staðan 2-0 í hálfleik. Bethany England bætti við þriðja markinu undir lok venjulegs leiktíma og lauk leiknum með 3-0 sigri Englandsmeistaranna.
Eftir markalausan fyrri hálfleik í leik Arsenal og Brighton þá vöknuðu heimakonur. Kim Little kom Arsenal yfir eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik og Bethany Mead bætti við öðru marki liðsins aðeins fjórum mínútum síðar.
Starting the move from her own half @bmeado9 is on fire @ArsenalWFC #WomensFACup pic.twitter.com/vjDtTjsDkd
— Vitality Women's FA Cup (@VitalityWFACup) October 31, 2021
Leah Williamson gerði svo endanlega út um leikinn með þriðja marki Arsenal þegar tæplega stundarfjórðungur var til leiksloka.
What's better than scoring for your childhood club?
— Vitality Women's FA Cup (@VitalityWFACup) October 31, 2021
Scoring for your childhood club to send them to the #WomensFACup final at Wembley! @leahcwilliamson @ArsenalWFC pic.twitter.com/Dssznj8zCC
Lokatölur 3-0 og ljóst að Arsenal mætir Chelsea í úrslitum FA-bikarsins tímabilið 2020/2021.