Pippen ósáttur við Jordan: „Hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2021 11:01 Scottie Pippen potar í Michael Jordan í ævisögu sinni sem kemur út síðar í þessum mánuði. getty/Raymond Boyd Scottie Pippen er vægast sagt ósáttur með þá mynd sem dregin er upp af honum í heimildaþáttaröðinni The Last Dance sem var sýnd í fyrra og hvernig Michael Jordan er baðaður í dýrðarljóma í henni. Þetta kemur fram í væntanlegri ævisögu Pippens, Unguarded. GQ birti brot úr bókinni í gær þar sem Pippen deilir skoðunum sínum á The Last Dance. Þar er fjallað um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls þar sem gullaldarlið Nautanna steig hinn hinsta dans. Pippen er ekki sáttur með þættina og segir þá aðallega snúast um Jordan og í leiðinni gera lítið úr sér og öðrum leikmönnum Chicago. „Framleiðendurnir gáfu Jordan ristjórnarvald yfir þáttunum. Án þess hefðu þeir ekki litið dagsins ljós. Hann var aðalmaðurinn og leikstjórinn. Michael var staðráðinn í að sýna ungu kynslóðinni að hann hafi verið svo magnaður þegar hann spilaði og betri en LeBron James sem margir telja jafnoka hans ef ekki betri,“ segir Pippen í ævisögunni. „Ég var ekkert meira en leikmunur. Hann kallaði mig besta samherja allra tíma. Hann hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi. Allir þættirnir voru eins: Michael á stalli en samherjarnir fyrir neðan hans. Skilaboðin voru þau sömu og þegar hann kallaði okkur aukaleikarana. Við fengum lítið sem ekkert hrós þegar við unnum en nánast alla gagnrýnina þegar við töpuðum.“ Pippen er einnig ósáttur með að hann og samherjar hans hafi ekkert fengið greitt fyrir aðkomu sína að The Last Dance á meðan Jordan hafi grætt á tá og fingri. „Til að gera þetta enn verra fékk Michael tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þátttöku sína í þáttunum án meðan við samherjar hans fengum ekki krónu, enn ein áminningin um goggunarröðina frá því í gamla daga,“ sagði Pippen. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
GQ birti brot úr bókinni í gær þar sem Pippen deilir skoðunum sínum á The Last Dance. Þar er fjallað um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls þar sem gullaldarlið Nautanna steig hinn hinsta dans. Pippen er ekki sáttur með þættina og segir þá aðallega snúast um Jordan og í leiðinni gera lítið úr sér og öðrum leikmönnum Chicago. „Framleiðendurnir gáfu Jordan ristjórnarvald yfir þáttunum. Án þess hefðu þeir ekki litið dagsins ljós. Hann var aðalmaðurinn og leikstjórinn. Michael var staðráðinn í að sýna ungu kynslóðinni að hann hafi verið svo magnaður þegar hann spilaði og betri en LeBron James sem margir telja jafnoka hans ef ekki betri,“ segir Pippen í ævisögunni. „Ég var ekkert meira en leikmunur. Hann kallaði mig besta samherja allra tíma. Hann hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi. Allir þættirnir voru eins: Michael á stalli en samherjarnir fyrir neðan hans. Skilaboðin voru þau sömu og þegar hann kallaði okkur aukaleikarana. Við fengum lítið sem ekkert hrós þegar við unnum en nánast alla gagnrýnina þegar við töpuðum.“ Pippen er einnig ósáttur með að hann og samherjar hans hafi ekkert fengið greitt fyrir aðkomu sína að The Last Dance á meðan Jordan hafi grætt á tá og fingri. „Til að gera þetta enn verra fékk Michael tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þátttöku sína í þáttunum án meðan við samherjar hans fengum ekki krónu, enn ein áminningin um goggunarröðina frá því í gamla daga,“ sagði Pippen. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn