Fjöldi nýrra gatna og torga í höfuðborginni komnar með heiti Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2021 13:27 Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli eru meðal nýrra götuheita í Reykjavík. Mikil uppbygging er framundan á Orkureit á mótum Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla. Reitir Stálhöfði, Andvaranes, Otursnes, Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli eru meðal nýrra götuheita í Reykjavík. Götunar sem um ræðir verða í Múlunum, Skerjafirði, og á Ártúnshöfða. Í tilkynningu frá borginni segir að skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir því við nafnanefnd að fá tillögur að nöfnum gatna í nýrri byggð í Skerjafirði, Ártúnshöfða og Orkureit. Skipulags- og samgönguráð samþykkti tillögur nefndarinnar á fundi sínum í morgun og bíður nú samþykktar borgarráðs. „Í Skerjafirði eru ný gatnaheiti Andvaranes, Otursnes og Reginsnes auk þess sem nýtt torg fær nafnið Igðutorg. Innblásturinn að nýju götunöfnunum er fenginn frá Sigurði Fáfnisbana og sagnaheimi í kringum hann en Otur og Reginn eru bræður Fáfnis en fyrir eru í Skerjafirði til dæmis Fáfnisnes og Gnitanes. „Í Fáfnismálum segir frá för Regins og Sigurðar upp á Gnitaheiði, þar sem Sigurður notar sverðið Gram til að vinna á orminum Fáfni sem liggur á vænum haug af gulli. Síðan steikir garpurinn hjarta Fáfnis yfir eldi. Þegar hann hyggst kanna hvort fullsteikt sé fær hann dropa af hjartablóði ormsins á tunguna, „þá kunni hann fuglsrödd og skildi, hvað igðurnar sögðu“ segir í Snorra Eddu. Og eftir að Sigurður hefur hlustað á snjallan ljóðasöng spörfuglanna um stund drepur hann Regin, bindur gullið í klyfjar sem hann leggur á bak hestinum Grana og ríður á brott,“ segir í Lesbók Morgunblaðsins 29. janúar 2005. Atvinnusaga á Ártúnshöfða Á Ártúnshöfða er innblásturinn öllu tengdari raunheimum og er úr atvinnusögu hverfisins en þar bætast við göturnar Stálhöfði og Steinhöfði og nýr garður fær nafnið Iðjugarður. Múlar nefndir eftir landslagi Á Orkureit, sem er milli Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla, koma göturnar Dalsmúli, Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli. Til viðbótar fær nýtt torg nafnið Múlatorg. Þarna leitar nafnanefnd í þá hefð Múlar séu nefndir eftir landslagi eins og Ármúli og Síðumúli. Þess má geta að blá þýðir þarna mýri. Nafnanefnd var beðin um að leggja til nafn á hliðarveg við Vesturlandsveg, milli Brimness og Kjalarness og er einfaldlega lagt til að vegurinn verði nefndur Hofsvíkurvegur. Einnig var hún beðin um að finna nafn á veg sem liggur frá Þingvallavegi og upp í skíðaskála og loftskeytamastur á Skálafelli. Þar er einfaldleikinn líka í fyrirrúmi og fær vegurinn nafnið Skálafellsvegur. Nafnanefnd skipa Ármann Jakobsson, Guðrún Kvaran, Ásrún Kristjánsdóttir og Nikulás Úlfar Másson, sem er formaður nefndarinnar. Til viðbótar situr Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa fundi nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri. 19. október 2021 20:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir því við nafnanefnd að fá tillögur að nöfnum gatna í nýrri byggð í Skerjafirði, Ártúnshöfða og Orkureit. Skipulags- og samgönguráð samþykkti tillögur nefndarinnar á fundi sínum í morgun og bíður nú samþykktar borgarráðs. „Í Skerjafirði eru ný gatnaheiti Andvaranes, Otursnes og Reginsnes auk þess sem nýtt torg fær nafnið Igðutorg. Innblásturinn að nýju götunöfnunum er fenginn frá Sigurði Fáfnisbana og sagnaheimi í kringum hann en Otur og Reginn eru bræður Fáfnis en fyrir eru í Skerjafirði til dæmis Fáfnisnes og Gnitanes. „Í Fáfnismálum segir frá för Regins og Sigurðar upp á Gnitaheiði, þar sem Sigurður notar sverðið Gram til að vinna á orminum Fáfni sem liggur á vænum haug af gulli. Síðan steikir garpurinn hjarta Fáfnis yfir eldi. Þegar hann hyggst kanna hvort fullsteikt sé fær hann dropa af hjartablóði ormsins á tunguna, „þá kunni hann fuglsrödd og skildi, hvað igðurnar sögðu“ segir í Snorra Eddu. Og eftir að Sigurður hefur hlustað á snjallan ljóðasöng spörfuglanna um stund drepur hann Regin, bindur gullið í klyfjar sem hann leggur á bak hestinum Grana og ríður á brott,“ segir í Lesbók Morgunblaðsins 29. janúar 2005. Atvinnusaga á Ártúnshöfða Á Ártúnshöfða er innblásturinn öllu tengdari raunheimum og er úr atvinnusögu hverfisins en þar bætast við göturnar Stálhöfði og Steinhöfði og nýr garður fær nafnið Iðjugarður. Múlar nefndir eftir landslagi Á Orkureit, sem er milli Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla, koma göturnar Dalsmúli, Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli. Til viðbótar fær nýtt torg nafnið Múlatorg. Þarna leitar nafnanefnd í þá hefð Múlar séu nefndir eftir landslagi eins og Ármúli og Síðumúli. Þess má geta að blá þýðir þarna mýri. Nafnanefnd var beðin um að leggja til nafn á hliðarveg við Vesturlandsveg, milli Brimness og Kjalarness og er einfaldlega lagt til að vegurinn verði nefndur Hofsvíkurvegur. Einnig var hún beðin um að finna nafn á veg sem liggur frá Þingvallavegi og upp í skíðaskála og loftskeytamastur á Skálafelli. Þar er einfaldleikinn líka í fyrirrúmi og fær vegurinn nafnið Skálafellsvegur. Nafnanefnd skipa Ármann Jakobsson, Guðrún Kvaran, Ásrún Kristjánsdóttir og Nikulás Úlfar Másson, sem er formaður nefndarinnar. Til viðbótar situr Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa fundi nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri. 19. október 2021 20:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri. 19. október 2021 20:01