Ung kona um samskipti sín við Þóri Sæmundsson þegar hún var 16 ára: „Ekki bara helmingi eldri en ég heldur líka frægur leikari“ Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 23:54 Jófríður Ísdís Skaftadóttir sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun þeirra á milli þegar hún var 16 ára. Jófríður Ísdís Skaftadóttir, ung kona sem sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun til að fá hana til samræðis þegar hún var 16 ára, segir í viðtali við Stundina að umtalað viðtal við Þóri á RÚV í gær hafi ýft upp sár. Í viðtalinu á RÚV sagðist Þórir hafa verið rekinn úr starfi og ekki hafa fengið fasta vinnu í fjögur ár, síðan hann var sakaður um að hafa sent myndir af kynfærum sínum til 15 ára stúlku. Var yfirlýstur tilgangur viðtalsins að ræða hvernig fólk sem brýtur af sér gæti snúið aftur í samfélagið. Jófríður, steig fram á Twitter í gær og sagði að Þórir hafi vitað hvað hún var gömul á þeim tíma. Ég var 16 ára og hann 36 ára, hann notfærði sér það. Hann vissi hvað ég var gömul. Hann reyndi að followa mig á insta um daginn mörgum árum seinna, ældi næstum upp í mig. Fer svo að grenja í viðtali og lætur eins og kjáni og fórnarlamb. Dreptu mig ekki #kveikur— jófí 🥦 (@jofiskafta) November 2, 2021 Hún segir Stundinni að viðtalið á RÚV hafi vakið með henni reiði „því ég veit ekki til að þessi maður hafi beðið þær sem hann er sakaður um að hafa komið illa fram við, afsökunar“. Jófríður segir jafnframt að viðtalið og viðbrögð margra við því, þar sem fólk samhryggist honum, ýti undir gerendameðvirkni og geri lítið úr þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða öðru kynbundnu ofbeldi. „Þetta viðtal og viðbrögð margra við því er hlandblaut tuska í andlitið á þolendum.“ „Ég er orðin langþreytt á því hvernig umræða um kynferðisbrot er hér á landi. Gerendum er hampað og þolendur eru skrímslavæddir. Þolendur eru sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjá alveg um það sjálfir með sínum gjörðum og algjörum skorti á iðrun,“ segir Jófríður við Stundina. Jófríður rifjar upp kynni sín við Þóri. Þau hafi kynnst á Tinder þar sem hún var skráð 18 ára, en hún hafi tjáð honum þegar þau hittust að hún væri í raun 16 ára. Hann hafi ekki sett það fyrir sig og þau sofið saman. „Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst. Mér leið mjög illa en kunni ekki að orða það sem ég veit í dag að var valdamismunun. Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Hún hafi verið ringluð og brotin á þessum tíma og þessi reynsla hafi tekið verulega á hana á sínum tíma, en hún hafi unnið út því á þeim sjö árum sem liðin eru. MeToo Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Í viðtalinu á RÚV sagðist Þórir hafa verið rekinn úr starfi og ekki hafa fengið fasta vinnu í fjögur ár, síðan hann var sakaður um að hafa sent myndir af kynfærum sínum til 15 ára stúlku. Var yfirlýstur tilgangur viðtalsins að ræða hvernig fólk sem brýtur af sér gæti snúið aftur í samfélagið. Jófríður, steig fram á Twitter í gær og sagði að Þórir hafi vitað hvað hún var gömul á þeim tíma. Ég var 16 ára og hann 36 ára, hann notfærði sér það. Hann vissi hvað ég var gömul. Hann reyndi að followa mig á insta um daginn mörgum árum seinna, ældi næstum upp í mig. Fer svo að grenja í viðtali og lætur eins og kjáni og fórnarlamb. Dreptu mig ekki #kveikur— jófí 🥦 (@jofiskafta) November 2, 2021 Hún segir Stundinni að viðtalið á RÚV hafi vakið með henni reiði „því ég veit ekki til að þessi maður hafi beðið þær sem hann er sakaður um að hafa komið illa fram við, afsökunar“. Jófríður segir jafnframt að viðtalið og viðbrögð margra við því, þar sem fólk samhryggist honum, ýti undir gerendameðvirkni og geri lítið úr þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða öðru kynbundnu ofbeldi. „Þetta viðtal og viðbrögð margra við því er hlandblaut tuska í andlitið á þolendum.“ „Ég er orðin langþreytt á því hvernig umræða um kynferðisbrot er hér á landi. Gerendum er hampað og þolendur eru skrímslavæddir. Þolendur eru sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjá alveg um það sjálfir með sínum gjörðum og algjörum skorti á iðrun,“ segir Jófríður við Stundina. Jófríður rifjar upp kynni sín við Þóri. Þau hafi kynnst á Tinder þar sem hún var skráð 18 ára, en hún hafi tjáð honum þegar þau hittust að hún væri í raun 16 ára. Hann hafi ekki sett það fyrir sig og þau sofið saman. „Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst. Mér leið mjög illa en kunni ekki að orða það sem ég veit í dag að var valdamismunun. Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Hún hafi verið ringluð og brotin á þessum tíma og þessi reynsla hafi tekið verulega á hana á sínum tíma, en hún hafi unnið út því á þeim sjö árum sem liðin eru.
MeToo Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05
Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“