Umræðan geti haft djúpstæð áhrif á þolendur en líka verið valdeflandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 18:35 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Vísir/Vilhelm Afleiðingar kynferðisofbeldis geta komið fram eftir opinbera umræðu um ofbeldið. Þetta segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Dæmi séu um að þolendur missi einbeitingu, svefn og matarlyst. Umræðan geti engu að síður verið valdeflandi fyrir þolendur. Líklega er hægt að fullyrða að umræða um kynferðisofbeldi hefur aldrei verið meiri en undanfarin misseri. Oft á tíðum verður orðræðan ljót, athugasemdakerfi loga og fólk skiptist í fylkingar. En er umræðan af hinu góða? „Það er jákvætt að tala um þessi mál, af því að það er valdeflandi fyrir þolendur ofbeldis þegar þeir heyra að þetta sé eitthvað sem skiptir máli, fólk trúir þeirra frásögn og vill að þetta ofbeldi sé ekki liðið,” segir Ragna. Geta fundið fyrir áhrifum mörgum árum eftir ofbeldið Engu að síður sé mikilvægt að sýna ábyrgð og vanda orðfærið í umræðunni, því það geti haft afleiðingar á fólk. „Það þarf að sýna ábyrgð og umfjöllun um afleiðingar fyrir þolendur skiptir máli. Þetta geta verið langtímaafleiðingar og það er það sem er að gerast í umræðunni núna. Fólk sem kannski sætti kynferðisofbeldi eða ofbeldi einhverjum árum áður, heldur að það sé komið á góðan stað og sé bara að lifa lífi sínu í sinni vinnu og skóla, fer kannski að allt í einu að finna fyrir einkennum,” segir Ragna. „Það fer að missa einbeitingu, fer að missa svefn, missa matarlyst og svo framvegis og áttar sig kannski á hvað er að gerast. En síðan áttar það sig á að þetta eru tengingar við líðan sem það þekkti þegar það var í þessum aðstæðum.” Vanvirðing við fólk að senda því ósæmilegar myndir Þá hafa ósæmilegar myndsendingar verið til umræðu síðustu daga, eftir viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson sem ræddi opinberlega um ásakanir á hendur sér um slíkar myndbirtingar. Ragna segir að ekki megi gera lítið úr þeim áhrifum sem svona myndsendingar geta haft. „Þetta er ofsalega mikil vanvirðing,” segir hún. „Mikil lítillækkun og vanvirðing.” Það sé hins vegar ekkert endilega neikvætt að gerendur lýsi sinni hlið – taki þeir ábyrgð á gjörðum sínum. „Það fer eftir því hvernig umræðan er. Ef viðkomandi er að taka fulla ábyrgð og sýna iðrun, og ekki að afsaka ofbeldið í burtu – vegna þess að það er ekkert sem afsakar ofbeldi. Það er alltaf gerandinn sem ber ábyrgð á því.” Í Sjónaukanum á Vísi í dag var fjallað um hvað hver og einn getur gert til að taka gegn kynbundnu ofbeldi. Kynferðisofbeldi MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Líklega er hægt að fullyrða að umræða um kynferðisofbeldi hefur aldrei verið meiri en undanfarin misseri. Oft á tíðum verður orðræðan ljót, athugasemdakerfi loga og fólk skiptist í fylkingar. En er umræðan af hinu góða? „Það er jákvætt að tala um þessi mál, af því að það er valdeflandi fyrir þolendur ofbeldis þegar þeir heyra að þetta sé eitthvað sem skiptir máli, fólk trúir þeirra frásögn og vill að þetta ofbeldi sé ekki liðið,” segir Ragna. Geta fundið fyrir áhrifum mörgum árum eftir ofbeldið Engu að síður sé mikilvægt að sýna ábyrgð og vanda orðfærið í umræðunni, því það geti haft afleiðingar á fólk. „Það þarf að sýna ábyrgð og umfjöllun um afleiðingar fyrir þolendur skiptir máli. Þetta geta verið langtímaafleiðingar og það er það sem er að gerast í umræðunni núna. Fólk sem kannski sætti kynferðisofbeldi eða ofbeldi einhverjum árum áður, heldur að það sé komið á góðan stað og sé bara að lifa lífi sínu í sinni vinnu og skóla, fer kannski að allt í einu að finna fyrir einkennum,” segir Ragna. „Það fer að missa einbeitingu, fer að missa svefn, missa matarlyst og svo framvegis og áttar sig kannski á hvað er að gerast. En síðan áttar það sig á að þetta eru tengingar við líðan sem það þekkti þegar það var í þessum aðstæðum.” Vanvirðing við fólk að senda því ósæmilegar myndir Þá hafa ósæmilegar myndsendingar verið til umræðu síðustu daga, eftir viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson sem ræddi opinberlega um ásakanir á hendur sér um slíkar myndbirtingar. Ragna segir að ekki megi gera lítið úr þeim áhrifum sem svona myndsendingar geta haft. „Þetta er ofsalega mikil vanvirðing,” segir hún. „Mikil lítillækkun og vanvirðing.” Það sé hins vegar ekkert endilega neikvætt að gerendur lýsi sinni hlið – taki þeir ábyrgð á gjörðum sínum. „Það fer eftir því hvernig umræðan er. Ef viðkomandi er að taka fulla ábyrgð og sýna iðrun, og ekki að afsaka ofbeldið í burtu – vegna þess að það er ekkert sem afsakar ofbeldi. Það er alltaf gerandinn sem ber ábyrgð á því.” Í Sjónaukanum á Vísi í dag var fjallað um hvað hver og einn getur gert til að taka gegn kynbundnu ofbeldi.
Kynferðisofbeldi MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira