Stjórn Eflingar biður um frið frá fjölmiðlum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. nóvember 2021 19:30 Agnieszka Ewa Ziółkowska var á stjórnarfundi Eflingar í dag skipuð formaður félagsins til bráðabirgða fram að aðalfundi félagsins næsta vor. Stjórn félagsins er að öðru leyti þögul sem gröfin um næstu skref innan Eflingar og biður fjölmiðla að láta sig í friði. Fundurinn hófst klukkan eitt í húsakynnum Eflingar og stóð í tæpar fjórar klukkustundir. Að honum loknum var tilkynnt að Agnieszka yrði formaður tímabundið og að Ólöf Helga Adolfsdóttir tæki við sem varaformaður en hún var trúnaðarmaður og hlaðmaður hjá Icelandair, sem sagt var upp fyrir skemmstu. Í fréttatilkynningunni þakkar stjórnin Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni, og Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Þar segir einnig að nýr formaðurinn muni starfa með skrifstofunni að því að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp í starfsemi félagsins. Að lokum biður stjórnin fjölmiðla um að veita félaginu frið til að sinna verkefnum sínum og segist ekki veita nein fjölmiðlaviðtöl að sinni. Búið að skamma Guðmund nóg „Alveg harðbannað. Því miður, því miður. Ég verð að virða þann trúnað. Nóg búið að skamma mig fyrir samt…“ sagði Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmannanna, eftir fundinn en hann og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, tókust á í Pallborðinu í dag. Guðmundur sagðist verða að halda trúnaði eftir fundinn. Hann hefði verið skammaður nóg fyrir að tjá sig við fjölmiðla síðustu daga.vísir/sindri Þar hélt Viðar því fram að inni á vinnustaðnum hefði tíðkast það sem hann kallar „gíslatökumenningu“. „Þetta er menning og háttsemi seg segir þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt,“ sagði Viðar meðal annars í Pallborðinu. Þannig hafi ályktun trúnaðarmannanna, sem lýsir upplifunum starfsfólks skrifstofunnar, verið taktísk leið til að taka völd af formanninum og framkvæmdastjóranum. „Ég held að þarna hafi því miður fólk í ákveðnu dómgreindarleysi kosið að fara leið sem að var búið að sýna að hægt væri að fara til að fá sínu fram. Eða að fólk hafi talið sér trú um að væri góð leið til að fá sitt fram fremur en að höndla málin á bara eðlilegan hátt með samtali." Neitar að svara spurningum Eftir fundinn í dag vildi Agnieszka ekki svara neinum spurningum fjölmiðla. Hvað hefurðu að segja um ummæli Viðars og Sólveigar um starfsmenn hér á skrifstofu Eflingar? „Ég mun ekki tjá mig um það. Takk fyrir." Agnieszka er nýr formaður Eflingar. Hún vildi ekki segja sína skoðun á ummælum forvera síns og framkvæmdastjórans fráfarandi um starfsmenn skrifstofunnar.vísir/sindri Og svarið var á sömu leið þegar hún var spurð út í hvernig hún sæi fyrir sér framtíð stéttarfélagsins. „Við munum ekki tjá okkur um það á þessari stundu. Það var send út tilkynning eftir fundinn." Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Fundurinn hófst klukkan eitt í húsakynnum Eflingar og stóð í tæpar fjórar klukkustundir. Að honum loknum var tilkynnt að Agnieszka yrði formaður tímabundið og að Ólöf Helga Adolfsdóttir tæki við sem varaformaður en hún var trúnaðarmaður og hlaðmaður hjá Icelandair, sem sagt var upp fyrir skemmstu. Í fréttatilkynningunni þakkar stjórnin Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni, og Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Þar segir einnig að nýr formaðurinn muni starfa með skrifstofunni að því að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp í starfsemi félagsins. Að lokum biður stjórnin fjölmiðla um að veita félaginu frið til að sinna verkefnum sínum og segist ekki veita nein fjölmiðlaviðtöl að sinni. Búið að skamma Guðmund nóg „Alveg harðbannað. Því miður, því miður. Ég verð að virða þann trúnað. Nóg búið að skamma mig fyrir samt…“ sagði Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmannanna, eftir fundinn en hann og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, tókust á í Pallborðinu í dag. Guðmundur sagðist verða að halda trúnaði eftir fundinn. Hann hefði verið skammaður nóg fyrir að tjá sig við fjölmiðla síðustu daga.vísir/sindri Þar hélt Viðar því fram að inni á vinnustaðnum hefði tíðkast það sem hann kallar „gíslatökumenningu“. „Þetta er menning og háttsemi seg segir þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt,“ sagði Viðar meðal annars í Pallborðinu. Þannig hafi ályktun trúnaðarmannanna, sem lýsir upplifunum starfsfólks skrifstofunnar, verið taktísk leið til að taka völd af formanninum og framkvæmdastjóranum. „Ég held að þarna hafi því miður fólk í ákveðnu dómgreindarleysi kosið að fara leið sem að var búið að sýna að hægt væri að fara til að fá sínu fram. Eða að fólk hafi talið sér trú um að væri góð leið til að fá sitt fram fremur en að höndla málin á bara eðlilegan hátt með samtali." Neitar að svara spurningum Eftir fundinn í dag vildi Agnieszka ekki svara neinum spurningum fjölmiðla. Hvað hefurðu að segja um ummæli Viðars og Sólveigar um starfsmenn hér á skrifstofu Eflingar? „Ég mun ekki tjá mig um það. Takk fyrir." Agnieszka er nýr formaður Eflingar. Hún vildi ekki segja sína skoðun á ummælum forvera síns og framkvæmdastjórans fráfarandi um starfsmenn skrifstofunnar.vísir/sindri Og svarið var á sömu leið þegar hún var spurð út í hvernig hún sæi fyrir sér framtíð stéttarfélagsins. „Við munum ekki tjá okkur um það á þessari stundu. Það var send út tilkynning eftir fundinn."
Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira