Ísak Máni Wium: Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur Sverrir Mar Smárason skrifar 4. nóvember 2021 20:19 Ísak Máni Wium var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍR-ingar unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í TM-hellinum í Breiðholti í kvöld. Bæði lið stigalaus fyrir leikinn svo Ísak Máni, afleysingaþjálfari ÍR, var sáttur með fyrsta sigurinn í leikslok. „Gríðarlega, gríðarlega mikilvægur sigur að sækja þessi tvö stig. Þetta var frekar ‚challenging‘ leikur eftir að hafa spilað við þá í bikarnum á mánudaginn, að mæta rétt ‚motiveraðir‘ í það þannig að þetta var bara mjög góður sigur og flott liðsframmistaða,“ sagði Ísak Máni. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61, þar sem ÍR-liðið átti frábæran fyrri hálfleik og nýttu sér slæma skotnýtingu Þórsara. Ísak var ánægður með vörnina en liðið hefur átt í erfiðleikum með varnarleikinn í upphafi móts. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og bara menn að skjóta með sjálfstraustið í botni. Við erum 40% í þriggja stiga í fyrri hálfleik, það datt aðeins niður og sóknarleikurinn var ekki góður í síðari hálfleik. Fyrst og fremst var þetta samt bara vörnin. Við fengum á okkur 89 stig á móti þessu liði á mánudaginn og gerðum okkar áherslubreytingar varnarlega sem virkuðu að mínu mati bara mjög vel. Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur,“ sagði Ísak. Sigvaldi Eggertsson var lang stigahæstur í leiknum en hann skoraði 25 stig. Shakir Smith sá um að stýra leik liðsins, dreyfa boltanum og hann átti 12 stoðsendingar. Lykilmenn sem allir viti hvað geti að mati Ísaks. „Það vita allir hvað Sigvaldi getur, vantar kannski bara smá ‚consistant‘ í þetta og allavega í undanförnum tveimur leikjum þá hefur hann verið virkilega flottur. Hann hefur allavega verið að setja skotin og fá skotin líka. Shakir er að dreyfa boltanum vel svo ég er bara mjög ánægður með þá tvo,“ sagði Ísak um leikmennina tvo. Líkt og fyrr segir var ÍR-liðið stigalaust fyrir leikinn og unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld. Nýverið hætti Borce Illievski sem þjálfari liðsins og enn er óvíst hver tekið við. Ísak segist ekki vera tilbúinn til þess eins og stendur. „Ég held að menn geti bara alltaf verið bjartsýnir í Breiðholtinu. Hér er gott bakland. Ég veit ekkert hvernig þjálfaramálin standa en þetta lið sýnir það bara í dag, og ég veit að Þór er ekkert sterkasta liðið í deildinni, en það er í fínasta breidd í okkar liði og fínustu einstaklingsgæði. Ég held að menn ættu bara að vera bjartsýnir,“ sagði Ísak og þá spurði fréttamaður hvort Ísak tæki ekki bara sjálfur við liðinu. „Nei, það er bara ákveðið. Ég ætla ekki að taka þetta, allavega ekki eins og staðan er núna,“ svaraði Ísak Máni. Subway-deild karla ÍR Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
„Gríðarlega, gríðarlega mikilvægur sigur að sækja þessi tvö stig. Þetta var frekar ‚challenging‘ leikur eftir að hafa spilað við þá í bikarnum á mánudaginn, að mæta rétt ‚motiveraðir‘ í það þannig að þetta var bara mjög góður sigur og flott liðsframmistaða,“ sagði Ísak Máni. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61, þar sem ÍR-liðið átti frábæran fyrri hálfleik og nýttu sér slæma skotnýtingu Þórsara. Ísak var ánægður með vörnina en liðið hefur átt í erfiðleikum með varnarleikinn í upphafi móts. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og bara menn að skjóta með sjálfstraustið í botni. Við erum 40% í þriggja stiga í fyrri hálfleik, það datt aðeins niður og sóknarleikurinn var ekki góður í síðari hálfleik. Fyrst og fremst var þetta samt bara vörnin. Við fengum á okkur 89 stig á móti þessu liði á mánudaginn og gerðum okkar áherslubreytingar varnarlega sem virkuðu að mínu mati bara mjög vel. Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur,“ sagði Ísak. Sigvaldi Eggertsson var lang stigahæstur í leiknum en hann skoraði 25 stig. Shakir Smith sá um að stýra leik liðsins, dreyfa boltanum og hann átti 12 stoðsendingar. Lykilmenn sem allir viti hvað geti að mati Ísaks. „Það vita allir hvað Sigvaldi getur, vantar kannski bara smá ‚consistant‘ í þetta og allavega í undanförnum tveimur leikjum þá hefur hann verið virkilega flottur. Hann hefur allavega verið að setja skotin og fá skotin líka. Shakir er að dreyfa boltanum vel svo ég er bara mjög ánægður með þá tvo,“ sagði Ísak um leikmennina tvo. Líkt og fyrr segir var ÍR-liðið stigalaust fyrir leikinn og unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld. Nýverið hætti Borce Illievski sem þjálfari liðsins og enn er óvíst hver tekið við. Ísak segist ekki vera tilbúinn til þess eins og stendur. „Ég held að menn geti bara alltaf verið bjartsýnir í Breiðholtinu. Hér er gott bakland. Ég veit ekkert hvernig þjálfaramálin standa en þetta lið sýnir það bara í dag, og ég veit að Þór er ekkert sterkasta liðið í deildinni, en það er í fínasta breidd í okkar liði og fínustu einstaklingsgæði. Ég held að menn ættu bara að vera bjartsýnir,“ sagði Ísak og þá spurði fréttamaður hvort Ísak tæki ekki bara sjálfur við liðinu. „Nei, það er bara ákveðið. Ég ætla ekki að taka þetta, allavega ekki eins og staðan er núna,“ svaraði Ísak Máni.
Subway-deild karla ÍR Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira