Finnur Freyr: Geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir Árni Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2021 20:31 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfarai Valsmanna, var virkilega sáttur við sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Valur vann gífurlega sterkan sigur á Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni fyrr í kvöld 79-91. Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var ánægður með marga hluti í leik sinna manna en hann má vera það líka. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrsti sigur Vals á útivelli, í þremur tilraunum og í fyrsta sinn sem þeir ná að skora yfir 70 stig í þessum þremur leikjum sem hafa verið leiknir úti. Leikurinn í dag var jafn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta rúlluðu gestirnir ðyfir andstæðinga sína og var Finnur spurður að því hvað hann sæi ða hafi gerst hjá liðinu hans. „Við náðum að binda saman körfur og stopp. Við náðum fjölmörgum stoppum í röð og vorum að ná að stýra þeim í skot sem þeir vilja ekki taka og fráköstuðum vel. Þeir ná 12 sóknarfráköstum þá er það bara mjög gott miðað við að þeir ná í 20 þannig í leik hingað til. Virkilega ánægður með það og virkilega ánægður með að ná að keyra upp hraðann á móti þeim.“ Var það eitthvað sérstakt sem Finnur sá í fari sinna leikmanna sem hefur kannski ekki verið hingað til, sérstaklega á útivelli? „Mér fannst leikmenn mínir nálgast þennan leik af mikilli virðingu, krafti og fókus. Við höfum verið ósáttir við það hvernig við komum inn í leikinn á móti Blikum um daginn þar sem við vorum að klikka á því sem við ætluðum að leggja upp með. Fókusinn hefur ekki verið góðu hingað til og við töluðum um það fyrir leik en mér fannst við allir vera læstir inn í dag. Þó að þeir hafi byrjað á skotsýningu í dag, þeir komust í 14-2, þá kom aldrei neitt hik á okkur og fókusinn var til staðar í dag.“ Eins og Finnur kom inn á þá byrjuðu Stjörnumenn mjög sterkt og þurfti hann að brenna leikhléi þegar einungis 2:22 voru liðnar af leiknum. Var það eitthvað sérstakt sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Við þurftum bara aðeins að ná andanum, endurstilla okkur og halda áfram að einbeita okkur. Við töluðum um það sem þeir voru að gera á móti okkur en það eru bara svo geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir. Það var gaman að sjá stráka eins og Pablo [Bertone], Kára [Jónsson] og Callum [Lawson] sýna sitt rétta andlit og svo var þetta stórkostleg frammistaða hjá Kristófer Acox líka.“ Að lokum velti blaðamaður upp þeirri spurning hvort eitthvað væri að frétta af leikmannamálum hjá Val en það styttist í lok leikmannagluggans sem skellur aftur þann 15. nóvember. Það væri nefnilega áhugavert að sjá góðan erlendan leikmann koma sem púsl inn í þetta lið. „Já já, Svenni [Sveinn Búi Mikaelson] og Benedikt [Gröndal] komu með geggjaðar innkomur. Lögðu sitt af mörkum varnarlega og voru að ná í fráköst til dæmis, þannig að það er hægt að tala um einhverja leikmenn en ég er bara mjög ánægður með þetta lið sem ég er með núna og við leyfum einhverjum öðrum að spá í hinu.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Leikurinn í dag var jafn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta rúlluðu gestirnir ðyfir andstæðinga sína og var Finnur spurður að því hvað hann sæi ða hafi gerst hjá liðinu hans. „Við náðum að binda saman körfur og stopp. Við náðum fjölmörgum stoppum í röð og vorum að ná að stýra þeim í skot sem þeir vilja ekki taka og fráköstuðum vel. Þeir ná 12 sóknarfráköstum þá er það bara mjög gott miðað við að þeir ná í 20 þannig í leik hingað til. Virkilega ánægður með það og virkilega ánægður með að ná að keyra upp hraðann á móti þeim.“ Var það eitthvað sérstakt sem Finnur sá í fari sinna leikmanna sem hefur kannski ekki verið hingað til, sérstaklega á útivelli? „Mér fannst leikmenn mínir nálgast þennan leik af mikilli virðingu, krafti og fókus. Við höfum verið ósáttir við það hvernig við komum inn í leikinn á móti Blikum um daginn þar sem við vorum að klikka á því sem við ætluðum að leggja upp með. Fókusinn hefur ekki verið góðu hingað til og við töluðum um það fyrir leik en mér fannst við allir vera læstir inn í dag. Þó að þeir hafi byrjað á skotsýningu í dag, þeir komust í 14-2, þá kom aldrei neitt hik á okkur og fókusinn var til staðar í dag.“ Eins og Finnur kom inn á þá byrjuðu Stjörnumenn mjög sterkt og þurfti hann að brenna leikhléi þegar einungis 2:22 voru liðnar af leiknum. Var það eitthvað sérstakt sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Við þurftum bara aðeins að ná andanum, endurstilla okkur og halda áfram að einbeita okkur. Við töluðum um það sem þeir voru að gera á móti okkur en það eru bara svo geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir. Það var gaman að sjá stráka eins og Pablo [Bertone], Kára [Jónsson] og Callum [Lawson] sýna sitt rétta andlit og svo var þetta stórkostleg frammistaða hjá Kristófer Acox líka.“ Að lokum velti blaðamaður upp þeirri spurning hvort eitthvað væri að frétta af leikmannamálum hjá Val en það styttist í lok leikmannagluggans sem skellur aftur þann 15. nóvember. Það væri nefnilega áhugavert að sjá góðan erlendan leikmann koma sem púsl inn í þetta lið. „Já já, Svenni [Sveinn Búi Mikaelson] og Benedikt [Gröndal] komu með geggjaðar innkomur. Lögðu sitt af mörkum varnarlega og voru að ná í fráköst til dæmis, þannig að það er hægt að tala um einhverja leikmenn en ég er bara mjög ánægður með þetta lið sem ég er með núna og við leyfum einhverjum öðrum að spá í hinu.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54