Þorgerður fann barnfóstruna sína aftur 60 árum síðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Þorgerður birti þessa fallegu svarthvítu mynd í hópnum Gamlar ljósmyndir á Facebook. Úr einkasafni „Þekkir einhver barnapíuna sem passaði mig?“ Á þessum orðum hófst færsla sem Þorgerður Mattía Kristiansen birti í Facebook hópnum Gamlar ljósmyndir. Á myndinni sem hún birti má sjá tvær stúlkur sitja saman í sófa. Yngri stúlkan er Þorgerður sjálf og vildi hún fá hjálp við að finna barnfóstruna sem gætti hennar fyrir sextíu árum síðar í Reykjavík. „Hana var gott að leiða, og hún fór með mig á Freyjugöturóló, sem er í minningu minni skammt frá heimili hennar. Nafnið hennar er horfið mér úr minni,“ skrifaði Þorgerður við myndina. „Hér er ég“ Þorgerður er fædd árið 1958 og ljósmyndin er tekin snemma árið 1960, í stofunni á æskuheimili Þorgerðar að Njálsgötu 29 í Reykjavík. Myndina tók faðir Þorgerðar, Baldur Kristiansen pípulagningarmeistari. Þorgerði til mikillar furðu fékk hún fljótt svar, frá hinni stúlkunni á myndinni fallegu. „Sæl og blessuð Þorgerður. Hér er ég barnapía þín,“ skrifar Hrönn G. Jóhannsdóttir undir myndina. „Ég á góðar minningar frá þessum tíma. Foreldrar þínir voru yndislegar manneskjur.“ Þorgerður segist oft hafa hugsað til barnapíunnar, sem hafði alltaf verið svo góð við hana. Hún var þakklát fyrir að fá þessa tengingu og fá að vita nafnið hennar eftir allan þennan tíma. „Ég hef ekki hitt Hrönn þar sem ég bý í Danmörku,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. „Við höfum tengst á Facebook og aðeins spjallað þar. En það er krúttlegt að við höfum báðar haft hvor aðra í huga, þótt 60 ár séu liðin.“ Ekki haft neinn til að spyrja Þorgerður hafði oft hugsað til barnfóstrunnar sinnar og er þakklát fyrir að hafa loksins fengið að tengjast henni á ný. „Pabbi dó þegar ég var sextán ára, mamma dó svo árið 2013 eftir að hafa haft Alzheimer í á annan áratug. Ég hef haft mynd af mér og barnapíunni minni í litlu albúmi og oft hugsað til hennar, en ekki haft neinn til að spyrja um hana,“ útskýrir Þorgerður. „Svo var það í síðustu viku sem ég byrjaði að fara í gegnum litla skúffu sem var í eigu mömmu og fann gamla filmubúta. Pabbi minn hafði verið flinkur að ljósmynda og tók mikið af myndum af fjölskyldunni! Þar rakst ég á þessa hjartnæmu og yndislegu mynd.“ Dóttir barnfóstrunnar Hrannar skrifar líka athugasemd við færsluna í ljósmyndahópnum Facebook. Hún man sjálf vel eftir að skoða þessa sömu ljósmynd í myndaalbúmi móður sinnar. Albúmið hafði hún fengið að gjöf frá Baldri föður Þorbjargar. Ljósmyndun Einu sinni var... Reykjavík Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
Yngri stúlkan er Þorgerður sjálf og vildi hún fá hjálp við að finna barnfóstruna sem gætti hennar fyrir sextíu árum síðar í Reykjavík. „Hana var gott að leiða, og hún fór með mig á Freyjugöturóló, sem er í minningu minni skammt frá heimili hennar. Nafnið hennar er horfið mér úr minni,“ skrifaði Þorgerður við myndina. „Hér er ég“ Þorgerður er fædd árið 1958 og ljósmyndin er tekin snemma árið 1960, í stofunni á æskuheimili Þorgerðar að Njálsgötu 29 í Reykjavík. Myndina tók faðir Þorgerðar, Baldur Kristiansen pípulagningarmeistari. Þorgerði til mikillar furðu fékk hún fljótt svar, frá hinni stúlkunni á myndinni fallegu. „Sæl og blessuð Þorgerður. Hér er ég barnapía þín,“ skrifar Hrönn G. Jóhannsdóttir undir myndina. „Ég á góðar minningar frá þessum tíma. Foreldrar þínir voru yndislegar manneskjur.“ Þorgerður segist oft hafa hugsað til barnapíunnar, sem hafði alltaf verið svo góð við hana. Hún var þakklát fyrir að fá þessa tengingu og fá að vita nafnið hennar eftir allan þennan tíma. „Ég hef ekki hitt Hrönn þar sem ég bý í Danmörku,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. „Við höfum tengst á Facebook og aðeins spjallað þar. En það er krúttlegt að við höfum báðar haft hvor aðra í huga, þótt 60 ár séu liðin.“ Ekki haft neinn til að spyrja Þorgerður hafði oft hugsað til barnfóstrunnar sinnar og er þakklát fyrir að hafa loksins fengið að tengjast henni á ný. „Pabbi dó þegar ég var sextán ára, mamma dó svo árið 2013 eftir að hafa haft Alzheimer í á annan áratug. Ég hef haft mynd af mér og barnapíunni minni í litlu albúmi og oft hugsað til hennar, en ekki haft neinn til að spyrja um hana,“ útskýrir Þorgerður. „Svo var það í síðustu viku sem ég byrjaði að fara í gegnum litla skúffu sem var í eigu mömmu og fann gamla filmubúta. Pabbi minn hafði verið flinkur að ljósmynda og tók mikið af myndum af fjölskyldunni! Þar rakst ég á þessa hjartnæmu og yndislegu mynd.“ Dóttir barnfóstrunnar Hrannar skrifar líka athugasemd við færsluna í ljósmyndahópnum Facebook. Hún man sjálf vel eftir að skoða þessa sömu ljósmynd í myndaalbúmi móður sinnar. Albúmið hafði hún fengið að gjöf frá Baldri föður Þorbjargar.
Ljósmyndun Einu sinni var... Reykjavík Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“