Veltir fyrir sér hvort Sancho og Grealish væru betur settir hjá hinu Manchester-liðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2021 08:00 Jadon Sancho og Jack Grealish í leik með enska landsliðinu. Mike Egertonl/Getty Images Manchester City og Manchester United festu bæði kaup á enskum landsliðsmönnum í sumar. Jack Grealish kom til Man City frá Aston Villa og Jadon Sancho kom til Man Utd frá Borussia Dortmund. Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Ef til vill er ósanngjarnt að setja Grealish og Sancho í sama flokk þessa stundina þar sem annar fær þó allavega að spila hjá sínu liði. Jonathan Wilson, penni hjá The Guardian, veltir fyrir sér hvort leikmennirnir væru betur settir ef þeir væru í hinu Manchester-liðinu. With Sancho struggling at United and Grealish yet really to excel at City, could it be they joined the wrong clubs?https://t.co/WUzP472Ybr— Jonathan Wilson (@jonawils) November 5, 2021 Grealish hefur spilað töluvert með Man City á leiktíðinni en ekki alveg fundið taktinn, í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö til viðbótar. Þá hefur hann spilað fjóra leiki í Meistaradeild Evrópu, þar hefur hann skorað eitt og lagt upp annað. Wilson bendir á að þegar lið Pep Guardiola þurfti mark gegn Crystal Palace, París Saint-Germain og Liverpool var Grealish tekinn af velli. Markið hans í deildinni kom í 5-0 sigri á Norwich á meðan stoðsendingarnar komu í 5-0 sigri á Arsenal og 4-1 sigri á Brighton & Hove Albion. Sancho fær ekki nema nokkrar mínútur hér og þar í liði Ole Gunnar Solskjær og hefur ekki enn komið að marki í rauðri treyju Manchester United. Baráttan um Manchester verður háð í hádeginu óvíst er hvort þessir tveir rándýru leikmenn muni geta sett mark sitt á leikinn, í bókstaflegri merkingu. Wilson bendir á að það sé þó óþarfi að hafa áhyggjur af Grealish þar sem það tekur nýja vængmenn í liðum Pep Guardiola oftar en ekki dágóðan tíma að finna taktinn. Það er hins vegar áhyggjuefni að João Cancelo – sem hefur aðeins spilað 149 mínútur í deildinni til þessa – hefur átt fleiri snertingar á sóknarþriðjungi heldur en Grealish. Pep Guardiola hefur engar áhyggjur og mögulega er Grealish að gera nákvæmlega það sem hann á að gera. Það sem gerði hann hins vegar að svona mögnuðum leikmanni hjá Aston Villa, þessi ótrúlegu hlaup með boltann og snilldar augnablik virðast mögulega horfin. "I think that they've joined the wrong clubs" @jonawils has an interesting take on Grealish and Sancho's underwhelming starts to the season Do you agree? pic.twitter.com/9brdTQ8HTk— WhoScored.com (@WhoScored) November 5, 2021 Hinum megin í borginni fá sóknarþenkjandi leikmenn hins vegar leyfi til að gera nær hvað sem þeim dettur í hug. Það er eitthvað sem Sancho hefur átt erfitt með að aðlagast. Hjá Dortmund var hann hluti af liði sem spilaði mjög skipulagðan sóknarleik. Nú er hann í liði þar sem allt byggist á einstaklingsgæðum og leikmenn fá frjálsræði til að gera það sem þeir vilja sóknarlega. Það má vel vera að báðir leikmenn aðlagist á endanum en sem stendur virðist mögulega sem að Manchester-liðin séu með rangan enskan landsliðsmann í sínum röðum Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Ef til vill er ósanngjarnt að setja Grealish og Sancho í sama flokk þessa stundina þar sem annar fær þó allavega að spila hjá sínu liði. Jonathan Wilson, penni hjá The Guardian, veltir fyrir sér hvort leikmennirnir væru betur settir ef þeir væru í hinu Manchester-liðinu. With Sancho struggling at United and Grealish yet really to excel at City, could it be they joined the wrong clubs?https://t.co/WUzP472Ybr— Jonathan Wilson (@jonawils) November 5, 2021 Grealish hefur spilað töluvert með Man City á leiktíðinni en ekki alveg fundið taktinn, í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö til viðbótar. Þá hefur hann spilað fjóra leiki í Meistaradeild Evrópu, þar hefur hann skorað eitt og lagt upp annað. Wilson bendir á að þegar lið Pep Guardiola þurfti mark gegn Crystal Palace, París Saint-Germain og Liverpool var Grealish tekinn af velli. Markið hans í deildinni kom í 5-0 sigri á Norwich á meðan stoðsendingarnar komu í 5-0 sigri á Arsenal og 4-1 sigri á Brighton & Hove Albion. Sancho fær ekki nema nokkrar mínútur hér og þar í liði Ole Gunnar Solskjær og hefur ekki enn komið að marki í rauðri treyju Manchester United. Baráttan um Manchester verður háð í hádeginu óvíst er hvort þessir tveir rándýru leikmenn muni geta sett mark sitt á leikinn, í bókstaflegri merkingu. Wilson bendir á að það sé þó óþarfi að hafa áhyggjur af Grealish þar sem það tekur nýja vængmenn í liðum Pep Guardiola oftar en ekki dágóðan tíma að finna taktinn. Það er hins vegar áhyggjuefni að João Cancelo – sem hefur aðeins spilað 149 mínútur í deildinni til þessa – hefur átt fleiri snertingar á sóknarþriðjungi heldur en Grealish. Pep Guardiola hefur engar áhyggjur og mögulega er Grealish að gera nákvæmlega það sem hann á að gera. Það sem gerði hann hins vegar að svona mögnuðum leikmanni hjá Aston Villa, þessi ótrúlegu hlaup með boltann og snilldar augnablik virðast mögulega horfin. "I think that they've joined the wrong clubs" @jonawils has an interesting take on Grealish and Sancho's underwhelming starts to the season Do you agree? pic.twitter.com/9brdTQ8HTk— WhoScored.com (@WhoScored) November 5, 2021 Hinum megin í borginni fá sóknarþenkjandi leikmenn hins vegar leyfi til að gera nær hvað sem þeim dettur í hug. Það er eitthvað sem Sancho hefur átt erfitt með að aðlagast. Hjá Dortmund var hann hluti af liði sem spilaði mjög skipulagðan sóknarleik. Nú er hann í liði þar sem allt byggist á einstaklingsgæðum og leikmenn fá frjálsræði til að gera það sem þeir vilja sóknarlega. Það má vel vera að báðir leikmenn aðlagist á endanum en sem stendur virðist mögulega sem að Manchester-liðin séu með rangan enskan landsliðsmann í sínum röðum
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira