Þó Bayern München hafi farið vel af stað undir stjórn Julian Nagelsmann þá tapaði liðið óvænt fyrir Eintracht Frankfurt á heimavelli í síðasta mánuði sem og það steinlá í bikarnum – ekki að það skipti máli hér.
Bæjarar geta bundið enda á gott gengi Freiburg sem hefur unnið sex og gert fjögur jafntefli í fyrstu 10 leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni til þessa. Freiburg heimsækir München á morgun og ekki eru taldar miklar líkur á að Freiburg verði enn taplaust að leik loknum.
Only four teams in Europe's top five divisions remain unbeaten in the league this season:
— Squawka Football (@Squawka) November 5, 2021
Freiburg
Liverpool
Milan
Napoli
How many will there be after this weekend's games? (@sbk)
18+ New Customers only | Ts&Cs | https://t.co/Z7VZzukTlz | #Ad
Á Englandi eru lærisveinar Jürgen Klopp eina liðið sem hefur ekki tapað leik. Líkt og Freiburg hefur Liverpool unnið sex leiki og gert fjögur jafntefli. Liðið hefur gert jafntefli við bæði Chelsea og Manchester City ásamt því að vinna stórsigur á fjendum sínum í Manchester United.
Þá snúum við okkur til Ítalíu þar sem tvö lið eiga enn eftir að tapa leik. Napoli og AC Milan eru jöfn á toppi Serie A með 31 stig eftir 11 leiki, bæði lið hafa unnið tíu leiki og gert eitt jafntefli.
Napoli mætir Juventus-bönunum í Verona um helgina á meðan AC Milan fær nágranna sína Inter í „heimsókn.“ Ítalíumeistararnir sitja í 3. sæti og ljóst að spennan í Serie A hefur sjaldan verið meiri.