Valtteri Bottas á ráspól í Mexíkó Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. nóvember 2021 07:01 Valtteri Bottas verður á ráspól í dag EPA-EFE/David Guzman Finninn Valtteri Bottas sem ekur fyrir lið Mercedes var með besta tímann í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fer fram í Mexíkóborg síðar í dag. Bottas, sem er í þriðja sætinu í stigakeppni ökuþóra ók brautina í gær á tímanum 1:15.875 og skaut þar með liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, ref fyrir rass. Hamilton, sem er sigursælasti ökumaður sögunnar varð annar á tímanum 1:16.020 og þar með er Mercedes með fyrstu tvo bílana í ræsingunni. Max Verstappen, sem leiðir stigakeppni ökumanna og er þar með tólf stiga forskot á Hamilton náði þriðja sæti á tímanum 1:16.225. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í fjórða sæti. Tímatakan sjálf var æsispennandi þar sem Verstappen leiddi lengst af. En í kjölfar áreksturs hjá Lance Stroll hjá Aston Martin þurfti að gera rúmlega hálftíma hlé. Eftir hléið tókst bæði Hamilton og Bottas að ná betri tíma. Mercedes eru í efsta sæti í liðakeppninni og Red Bull eru í öðru sæti. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bottas, sem er í þriðja sætinu í stigakeppni ökuþóra ók brautina í gær á tímanum 1:15.875 og skaut þar með liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, ref fyrir rass. Hamilton, sem er sigursælasti ökumaður sögunnar varð annar á tímanum 1:16.020 og þar með er Mercedes með fyrstu tvo bílana í ræsingunni. Max Verstappen, sem leiðir stigakeppni ökumanna og er þar með tólf stiga forskot á Hamilton náði þriðja sæti á tímanum 1:16.225. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í fjórða sæti. Tímatakan sjálf var æsispennandi þar sem Verstappen leiddi lengst af. En í kjölfar áreksturs hjá Lance Stroll hjá Aston Martin þurfti að gera rúmlega hálftíma hlé. Eftir hléið tókst bæði Hamilton og Bottas að ná betri tíma. Mercedes eru í efsta sæti í liðakeppninni og Red Bull eru í öðru sæti.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira