Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. nóvember 2021 12:09 Atvikið átti sér stað þann 16. desember í fyrra. skjáskot/ja.is Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. Atvikið, sem um ræðir, átti sér stað þann 16. desember í fyrra. Móðirin segist hafa orðið vitni að því þegar starfsmaður skólans greip um hendur níu ára dóttur hennar, keyrði þær aftur fyrir bak og sneri hana niður með andlitið í gólfið og hélt henni þar í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að hún hafði klórað út í loftið í átt að honum en hún er greind með ADHD. Móðirin lagði fram kærur á hendur starfsmanninum stuttu síðar og er dóttir hennar komin með réttargæslumann í málið. „Hvíldarherbergið" lítið og gluggalaust Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur staðfest að lögregla hafi mál af þessum toga til rannsóknar en vill þó ekki svara því hvort þar sé um Gerðaskóla að ræða, eins og fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir. Móðirin hefur einnig lagt fram kæru gegn skólanum sjálfum fyrir að hafa lokað dóttur sína inni í, því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi“ og neitað að hleypa henni út. Það hafi allt verið gert án vitundar foreldra hennar. Umrætt „hvíldarherbergi“ er þó aðeins pínulítið og gluggalaust rými með einum grjónapoka sem hægt er að leggjast á. Móðirin segir það síður en svo róandi umhverfi fyrir nokkurn, sérstaklega þegar börnin eru lokuð þar inni og neitað um útgöngu, og líkir herberginu við einangrunarherbergi í fangelsi. Í svari lögreglunnar til fréttastofu segir að rannsókn málsins sé ekki enn lokið og að ekki sé hægt að segja með vissu hvenær það verði. Móðirin furðar sig á því hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Kæran var lögð fram í lok síðasta árs og fór dóttir hennar snemma í skýrslutöku hjá Barnahúsi vegna málsins. Þar segist stelpan margoft áður hafa verið beitt ofbeldi af starfsmönnum skólans og jafnvel að tekið hafi verið um hendur og fætur hennar og hún dregin gegn vilja sínum inn í umrætt hvíldarherbergi. Hún hefur, að sögn móðurinnar, nýlega verið greind með depurð og áfallastreituröskun. Grunnskólar Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Atvikið, sem um ræðir, átti sér stað þann 16. desember í fyrra. Móðirin segist hafa orðið vitni að því þegar starfsmaður skólans greip um hendur níu ára dóttur hennar, keyrði þær aftur fyrir bak og sneri hana niður með andlitið í gólfið og hélt henni þar í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að hún hafði klórað út í loftið í átt að honum en hún er greind með ADHD. Móðirin lagði fram kærur á hendur starfsmanninum stuttu síðar og er dóttir hennar komin með réttargæslumann í málið. „Hvíldarherbergið" lítið og gluggalaust Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur staðfest að lögregla hafi mál af þessum toga til rannsóknar en vill þó ekki svara því hvort þar sé um Gerðaskóla að ræða, eins og fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir. Móðirin hefur einnig lagt fram kæru gegn skólanum sjálfum fyrir að hafa lokað dóttur sína inni í, því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi“ og neitað að hleypa henni út. Það hafi allt verið gert án vitundar foreldra hennar. Umrætt „hvíldarherbergi“ er þó aðeins pínulítið og gluggalaust rými með einum grjónapoka sem hægt er að leggjast á. Móðirin segir það síður en svo róandi umhverfi fyrir nokkurn, sérstaklega þegar börnin eru lokuð þar inni og neitað um útgöngu, og líkir herberginu við einangrunarherbergi í fangelsi. Í svari lögreglunnar til fréttastofu segir að rannsókn málsins sé ekki enn lokið og að ekki sé hægt að segja með vissu hvenær það verði. Móðirin furðar sig á því hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Kæran var lögð fram í lok síðasta árs og fór dóttir hennar snemma í skýrslutöku hjá Barnahúsi vegna málsins. Þar segist stelpan margoft áður hafa verið beitt ofbeldi af starfsmönnum skólans og jafnvel að tekið hafi verið um hendur og fætur hennar og hún dregin gegn vilja sínum inn í umrætt hvíldarherbergi. Hún hefur, að sögn móðurinnar, nýlega verið greind með depurð og áfallastreituröskun.
Grunnskólar Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira