Innlent

Pétur orðinn formaður Hallveigar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pétur Urbancic tekur við formennsku af Viktori Stefánssyni.
Pétur Urbancic tekur við formennsku af Viktori Stefánssyni.

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson var kjörinn formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem fór fram föstudaginn 5. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu,

Pétur er 30 ára lögfræðingur og starfar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hann sat í stjórn Hallveigar starfsárið 2020-2021. Pétur hefur einnig setið í stjórnum Félagsstofnunar stúdenta, ELSA (European Law Students‘ Accosiation) á Íslandi, Stúdentasjóðs, Orator, Borðtennissambands Íslands, Vöku og Skólafélags MR. 

Viktor Stefánsson og Pátur Marteinn Urbancic Tómasson.

Pétur starfaði áður hjá Óbyggðanefnd og sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann var aðstoðarkennari í réttarheimspeki og almennri lögfræði meðfram laganámi og hefur einnig sinnt kennslu í stjórnsýslurétti.

Kjörnir meðstjórnendur Hallveigar eru:

  • Boyd Stephen - framhaldsskólanemi við Kvennaskólann
  • Gréta Dögg Þórisdóttir - laganemi
  • Hjördís Sveinsdóttir - sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
  • Ingiríður Halldórsdóttir - öryrki
  • Magnús Jochum Pálsson - íslenskufræðingur
  • Soffía Svanhvít Árnadóttir - framhaldsskólanemi við Menntaskólann við Hamrahlíð
  • Stefán Gunnar Sigurðsson - tómstunda- og félagsmálafræðingur
Ný stjórn Hallveigar. Hjördís Sveinsdóttir, Ingiríður Halldórsdóttir, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Soffía Svanhvít Árnadóttir, Stefán Gunnar Sigurðsson og Gréta Dögg Þórisdóttir. Á mynd vantar Boyd Stephen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×