Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar furðu varfærið við að tjá sig Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. nóvember 2021 20:30 Sumir tala undir rós en aðrir hafa ekki tjáð sig neitt um málið. vísir/vilhelm Forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur verið furðu varfærið við að tjá sig um stöðuna innan Eflingar. Það vill ekki svara spurningum um málflutning fráfarandi formanns og framkvæmdastjóra síðustu daga sem ýmsir telja þó að þeim hljóti að vera skylt að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir tjáði sig í fyrsta skipti um afsögn sína í gær eftir vikuþögn í fjölmiðlum. Þar talaði hún á svipaðan hátt og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, hafði gert í liðinni viku; og gagnrýndi starfsfólk og trúnaðarmenn skrifstofunnar harðlega. Guðmundur Baldursson, stjórnarformaður Eflingar, gagnrýndi það í kvöldfréttum í gær hve lítið hefði heyrst fá ASÍ og Starfsgreinasambandinu um málið. Þau þyrftu að taka skýra afstöðu með bæði trúnaðarmönnum og starfsfólki skrifstofunnar. Þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri þess, hafa þrátt fyrir þetta ekki viljað veita fréttastofu viðtal. Stjórn Eflingar hefur þá beðið fjölmiðla að láta sig í friði og segist ekki ætla að veita viðtöl á næstunni. Það gildir einnig um nýjan formann eflingar, Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sem sagði við fréttastofu fyrir helgi að hún ætlaði ekki að tjá sig um framferði Sólveigar Önnu og Viðars gegn starfsfólki skrifstofunnar. Tala ekki beint um málið Drífa snerti þó á hlutverki trúnaðarmanna í vikulegum pistli sínum síðasta föstudag þar sem hún sagði stöðu þeirra almennt erfiða og þeir yrðu að tala máli starfsfólks vinnustaðar síns. Þeir gætu lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál kæmu þar upp. Flosi birti þá pistil eftir sig á síðu Starfsgreinasambandsins í dag þar sem hann virðist svara gagnrýni Sólveigar og Viðars þó hann hafi ekki viljað staðfesta við fréttastofu í dag að orðum hans væri beint sérstaklega til þeirra. Þar segir hann meðal annars að starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar um land allt eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra mikilvægu og góðu störfum og segir svo orðrétt: „Nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf". Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33 Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir tjáði sig í fyrsta skipti um afsögn sína í gær eftir vikuþögn í fjölmiðlum. Þar talaði hún á svipaðan hátt og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, hafði gert í liðinni viku; og gagnrýndi starfsfólk og trúnaðarmenn skrifstofunnar harðlega. Guðmundur Baldursson, stjórnarformaður Eflingar, gagnrýndi það í kvöldfréttum í gær hve lítið hefði heyrst fá ASÍ og Starfsgreinasambandinu um málið. Þau þyrftu að taka skýra afstöðu með bæði trúnaðarmönnum og starfsfólki skrifstofunnar. Þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri þess, hafa þrátt fyrir þetta ekki viljað veita fréttastofu viðtal. Stjórn Eflingar hefur þá beðið fjölmiðla að láta sig í friði og segist ekki ætla að veita viðtöl á næstunni. Það gildir einnig um nýjan formann eflingar, Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sem sagði við fréttastofu fyrir helgi að hún ætlaði ekki að tjá sig um framferði Sólveigar Önnu og Viðars gegn starfsfólki skrifstofunnar. Tala ekki beint um málið Drífa snerti þó á hlutverki trúnaðarmanna í vikulegum pistli sínum síðasta föstudag þar sem hún sagði stöðu þeirra almennt erfiða og þeir yrðu að tala máli starfsfólks vinnustaðar síns. Þeir gætu lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál kæmu þar upp. Flosi birti þá pistil eftir sig á síðu Starfsgreinasambandsins í dag þar sem hann virðist svara gagnrýni Sólveigar og Viðars þó hann hafi ekki viljað staðfesta við fréttastofu í dag að orðum hans væri beint sérstaklega til þeirra. Þar segir hann meðal annars að starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar um land allt eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra mikilvægu og góðu störfum og segir svo orðrétt: „Nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf".
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33 Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33
Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55