Fyrsta veiðiskipið ræst af stað á næstu loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2021 22:21 Þorkell Pétursson er annar af tveimur skipstjórum Bjarna Ólafssonar AK. Sindri Reyr Einarsson Loðnuveiðar, sem gætu orðið þær mestu í tuttugu ár, eru að hefjast, þremur mánuðum fyrr en síðastliðinn vetur, og var fyrsta veiðiskipið að búa sig brottfarar í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá áhöfnina á Bjarna Ólafssyni AK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, búa sig undir að leysa landfestar. Á vertíðinni í fyrra, sem var sú fyrsta í þrjú ár, hélt loðnuflotinn ekki til veiða fyrr en um miðjan febrúar á þessu ári. „Við vorum að taka stóru loðnunótina um borð. Hún er í toppstandi og svo verður bara farið norður fyrir land,“ sagði Þorkell Pétursson, annar af tveimur skipstjórum Bjarna Ólafssonar, og segir verkefnið leggjast vel í áhöfnina. „Við erum bara að fara að leita. Byrja á því.“ Skipverjar búnir að taka inn loðnunótina.Sindri Reyr Einarsson Loðnukvótinn núna, 660 þúsund tonn til íslenskra skipa, er sá stærsti í tæp tuttugu ár. „Við höfum ekki verið með svona kvóta síðan 2002. Þannig að þetta er ærið verkefni,“ segir Þorkell. En býst hann við að margir aðrir haldi núna til veiða? „Ja.. við erum fyrstir. Koma svo væntanlega hinir í kjölfarið, skipin sem eru í sama fyrirtæki. Menn eru að klára kvótana á síldinni.“ Þótt vertíðin í fyrra væri stutt og lítil í magni skilaði hún yfir tuttugu milljarða króna gjaldeyristekjum. Núna er því spáð að tekjurnar gætu orðið minnst þrefalt hærri. En fyrst þarf að finna loðnuna. Hefur frést af loðnu? „Einhverjar óljósar fréttir af togurum. Fá einhvern fisk með loðnu í. Og lítið ryk. Meira höfum við ekki frétt.“ Síldarvinnslan í Neskaupstað gerir út Bjarna Ólafsson.Sindri Reyr Einarsson -Og hvenær á svo að leggja í ‘ann? „Ætli það verði nokkuð fyrr en á morgun. Það er nú bræla þarna allan daginn í dag og fram á morgundaginn. Svo rofar til.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Á vertíðinni í fyrra reyndust einstakir túrar ótrúlega gjöfulir: Sjávarútvegur Efnahagsmál Fjarðabyggð Akranes Vestmannaeyjar Vopnafjörður Langanesbyggð Múlaþing Hornafjörður Loðnuveiðar Tengdar fréttir Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55 Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá áhöfnina á Bjarna Ólafssyni AK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, búa sig undir að leysa landfestar. Á vertíðinni í fyrra, sem var sú fyrsta í þrjú ár, hélt loðnuflotinn ekki til veiða fyrr en um miðjan febrúar á þessu ári. „Við vorum að taka stóru loðnunótina um borð. Hún er í toppstandi og svo verður bara farið norður fyrir land,“ sagði Þorkell Pétursson, annar af tveimur skipstjórum Bjarna Ólafssonar, og segir verkefnið leggjast vel í áhöfnina. „Við erum bara að fara að leita. Byrja á því.“ Skipverjar búnir að taka inn loðnunótina.Sindri Reyr Einarsson Loðnukvótinn núna, 660 þúsund tonn til íslenskra skipa, er sá stærsti í tæp tuttugu ár. „Við höfum ekki verið með svona kvóta síðan 2002. Þannig að þetta er ærið verkefni,“ segir Þorkell. En býst hann við að margir aðrir haldi núna til veiða? „Ja.. við erum fyrstir. Koma svo væntanlega hinir í kjölfarið, skipin sem eru í sama fyrirtæki. Menn eru að klára kvótana á síldinni.“ Þótt vertíðin í fyrra væri stutt og lítil í magni skilaði hún yfir tuttugu milljarða króna gjaldeyristekjum. Núna er því spáð að tekjurnar gætu orðið minnst þrefalt hærri. En fyrst þarf að finna loðnuna. Hefur frést af loðnu? „Einhverjar óljósar fréttir af togurum. Fá einhvern fisk með loðnu í. Og lítið ryk. Meira höfum við ekki frétt.“ Síldarvinnslan í Neskaupstað gerir út Bjarna Ólafsson.Sindri Reyr Einarsson -Og hvenær á svo að leggja í ‘ann? „Ætli það verði nokkuð fyrr en á morgun. Það er nú bræla þarna allan daginn í dag og fram á morgundaginn. Svo rofar til.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Á vertíðinni í fyrra reyndust einstakir túrar ótrúlega gjöfulir:
Sjávarútvegur Efnahagsmál Fjarðabyggð Akranes Vestmannaeyjar Vopnafjörður Langanesbyggð Múlaþing Hornafjörður Loðnuveiðar Tengdar fréttir Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55 Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55
Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34
Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00
Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29