Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 11:18 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sigmar Vilhjálmsson, einn stofnenda Atvinnufjelagsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. Stofnfundur Atvinnufjelagsins fór fram í lok október og stendur aðildarfyrirtækjum til boða að kljúfa sig frá Samtökum atvinnulífsins (SA) í næstu kjarasamningsviðræðum. Telja stofnendur nýju samtakanna að lítil og meðalstór fyrirtæki hafi haft of veika rödd innan SA þar sem stærri fyrirtæki hafi meira atkvæðavægi. Um 400 fyrirtækjaeigendur höfðu skráð sig í Atvinnufjelagið á stofnfundinum. Á vef Atvinnufjelagsins eru helstu kröfur þess útlistaðar og meðal kallað eftir því að þörfum fyrirtækja fyrir hlutastörf og skipt störf innan viðkomandi dags verði betur mætt við kjarasamningsgerð. „Ég get ekki séð annað en það sé verið að bjóða einhvers konar tvískiptar vaktir sem er bannað, það er að menn séu að koma á álagstímum en séu ekki í vinnu þess á milli,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þá bendir hann á að stór hluti starfsfólks í hótel- og veitingageiranum sé nú þegar í hlutastörfum. „Þau eru náttúrulega hlutfall af heilu stöðugildi þannig að ég get ekki séð hvað þeir eru að fara þarna nema það sé verið að leggja til einhverja ódýrari starfsmenn.“ Vilji ekki skerða veikindarétt starfsmanna Það vakti athygli Flosa að klausa um endurskoðun veikindaréttar hafi verið fjarlægð af heimasíðu Atvinnufjelagsins eftir að hann vakti máls á henni á dögunum. „Endurskoða verður fyrirkomulag á veikindadögum m.t.t. stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ sagði þá á vef samtakanna. Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður og formaður Atvinnufjelagsins, hafnar því að með þessu hafi Atvinnufjelagið lagt til að veikindaréttur launþega væri takmarkaður. Frekar sé kallað eftir því að hið opinbera taki tillit til þess að veikindi starfsmanna hafi mun meiri áhrif á rekstur lítilla vinnustaða og komi til að mynda til móts við þá í gegnum atvinnutryggingakerfið. Skjáskot af heimasíðu Atvinnufjelagsins sem var tekið áður en punkturinn um veikindarétt var fjarlægður. Snúist um að hugsa um hlutina á nýjan hátt Líkt og fyrr segir vill Atvinnufjelagið jafna út „misræmi á milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu.“ Flosi gefur ekki mikið fyrir þessa kröfu. „Misræmið felst í því að þegar þú vinnur utan hefðbundins dagvinnu tíma þá færðu álag fyrir það. Þeir virðast vera að leggja til að það eigi að jafna út þetta misræmi og menn séu á sama kaupi allan sólarhringinn. Það er náttúrulega krafa sem kemur ekki til greina af okkar hálfu.“ Sigmar segir hins vegar að Atvinnufjelagið tali ekki fyrir því að ákvæði um vaktaálag verði felld út úr kjarasamningum. „Menn verða að átta sig á því að allt atvinnulífið í heiminum hefur breyst nema verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins.“ Í dag sé ferðaþjónustan til að mynda stærsta atvinnugrein landsins og álagstíminn þar sé á kvöldin og um helgar en ekki á dagvinnutíma. „Við verðum að horfa á að atvinnulífið er ekki bara á milli 8 til 16 eins og í gamla daga heldur allan sólarhringinn og alla daga vikunnar,“ segir Sigmar. „Til þess að mæta bæði þörfum vinnumarkaðarins og atvinnurekenda þá þarf að leyfa sér að hugsa þetta aðeins upp á nýtt.“ Til dæmis þurfi að gera ferðaþjónustufyrirtæki hér samkeppnishæf í alþjóðlegum samanburði. Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum vinnumarkaði á síðustu áratugum, ekki síst með auknum fjölda ferðamanna.Vísir/Vilhelm Vilja skilgreina lagalegan rétt atvinnurekenda gagnvart starfsfólki Einnig fara stofnendur Atvinnufjelagsins fram á að vinnuréttur atvinnurekenda verði skilgreindur og sömuleiðis lagalegur réttur þeirra í tengslum við vanrækslu starfsfólks og mögulega bótaskyldu. „Þeir eru væntanlega að velta því fyrir sér þegar starfsfólk hættir með stuttum fyrirvara og vinnur ekki upp uppsagnarfrestinn. Það er út af fyrir sig óheimilt núna og ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að sækja fólk til saka eða bætur í því efni,“ segir Flosi. Sigmar nefnir í þessu sambandi að sumir vinnuveitendur taki marga mánuði í að þjálfa upp nýja starfsmenn með tilheyrandi kostnaði. „Hver er þá réttur vinnuveitenda gagnvart því ef viðkomandi ákveður svo að hætta, er hann bara núll? Er enginn réttur þeirra megin gagnvart því?“ spyr Sigmar sem segir að þetta sé eitt af mörgum atriðum sem megi ræða. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019 og renna þeir út þann 1. nóvember 2022. Því styttist í að kjaraviðræður hefjist að nýju.Vísir/Vilhelm Sér ekki ástæðu til að ganga til viðræðna út frá þessu Heilt yfir segist framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furða sig á tillögum hins nýja Atvinnufjelags og ekki geta túlkað þær öðruvísi en að markmiðið sé að lækka tekjur starfsmanna. „Við sjáum ekki nokkra ástæðu til þess að ganga til samninga eða viðræðna á þessum grundvelli um kjaramál,“ segir Flosi. Sigmar gefur lítið fyrir þetta og segir að lítil og meðalstór fyrirtæki standi að mörgu leyti nær verkalýðshreyfingunni en stærri fyrirtæki sem reiði sig á útflutningsgreinar og séu því síður háð innanlandsmarkaði. Aðildarfyrirtæki Atvinnufjelagsins njóti góðs af því þegar tekjuafgangur heimilanna sé meiri því það leiði jafnan til aukinna viðskipta. „Þvert á móti því sem Flosi var að halda fram þá tel ég eimitt að lítil og meðalstór fyrirtæki vilji miklu frekar bæta hag launþega. Samhliða því þarf rekstrarumhverfið í kringum þau að breytast,“ segir Sigmar. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Stofnfundur Atvinnufjelagsins fór fram í lok október og stendur aðildarfyrirtækjum til boða að kljúfa sig frá Samtökum atvinnulífsins (SA) í næstu kjarasamningsviðræðum. Telja stofnendur nýju samtakanna að lítil og meðalstór fyrirtæki hafi haft of veika rödd innan SA þar sem stærri fyrirtæki hafi meira atkvæðavægi. Um 400 fyrirtækjaeigendur höfðu skráð sig í Atvinnufjelagið á stofnfundinum. Á vef Atvinnufjelagsins eru helstu kröfur þess útlistaðar og meðal kallað eftir því að þörfum fyrirtækja fyrir hlutastörf og skipt störf innan viðkomandi dags verði betur mætt við kjarasamningsgerð. „Ég get ekki séð annað en það sé verið að bjóða einhvers konar tvískiptar vaktir sem er bannað, það er að menn séu að koma á álagstímum en séu ekki í vinnu þess á milli,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þá bendir hann á að stór hluti starfsfólks í hótel- og veitingageiranum sé nú þegar í hlutastörfum. „Þau eru náttúrulega hlutfall af heilu stöðugildi þannig að ég get ekki séð hvað þeir eru að fara þarna nema það sé verið að leggja til einhverja ódýrari starfsmenn.“ Vilji ekki skerða veikindarétt starfsmanna Það vakti athygli Flosa að klausa um endurskoðun veikindaréttar hafi verið fjarlægð af heimasíðu Atvinnufjelagsins eftir að hann vakti máls á henni á dögunum. „Endurskoða verður fyrirkomulag á veikindadögum m.t.t. stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ sagði þá á vef samtakanna. Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður og formaður Atvinnufjelagsins, hafnar því að með þessu hafi Atvinnufjelagið lagt til að veikindaréttur launþega væri takmarkaður. Frekar sé kallað eftir því að hið opinbera taki tillit til þess að veikindi starfsmanna hafi mun meiri áhrif á rekstur lítilla vinnustaða og komi til að mynda til móts við þá í gegnum atvinnutryggingakerfið. Skjáskot af heimasíðu Atvinnufjelagsins sem var tekið áður en punkturinn um veikindarétt var fjarlægður. Snúist um að hugsa um hlutina á nýjan hátt Líkt og fyrr segir vill Atvinnufjelagið jafna út „misræmi á milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu.“ Flosi gefur ekki mikið fyrir þessa kröfu. „Misræmið felst í því að þegar þú vinnur utan hefðbundins dagvinnu tíma þá færðu álag fyrir það. Þeir virðast vera að leggja til að það eigi að jafna út þetta misræmi og menn séu á sama kaupi allan sólarhringinn. Það er náttúrulega krafa sem kemur ekki til greina af okkar hálfu.“ Sigmar segir hins vegar að Atvinnufjelagið tali ekki fyrir því að ákvæði um vaktaálag verði felld út úr kjarasamningum. „Menn verða að átta sig á því að allt atvinnulífið í heiminum hefur breyst nema verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins.“ Í dag sé ferðaþjónustan til að mynda stærsta atvinnugrein landsins og álagstíminn þar sé á kvöldin og um helgar en ekki á dagvinnutíma. „Við verðum að horfa á að atvinnulífið er ekki bara á milli 8 til 16 eins og í gamla daga heldur allan sólarhringinn og alla daga vikunnar,“ segir Sigmar. „Til þess að mæta bæði þörfum vinnumarkaðarins og atvinnurekenda þá þarf að leyfa sér að hugsa þetta aðeins upp á nýtt.“ Til dæmis þurfi að gera ferðaþjónustufyrirtæki hér samkeppnishæf í alþjóðlegum samanburði. Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum vinnumarkaði á síðustu áratugum, ekki síst með auknum fjölda ferðamanna.Vísir/Vilhelm Vilja skilgreina lagalegan rétt atvinnurekenda gagnvart starfsfólki Einnig fara stofnendur Atvinnufjelagsins fram á að vinnuréttur atvinnurekenda verði skilgreindur og sömuleiðis lagalegur réttur þeirra í tengslum við vanrækslu starfsfólks og mögulega bótaskyldu. „Þeir eru væntanlega að velta því fyrir sér þegar starfsfólk hættir með stuttum fyrirvara og vinnur ekki upp uppsagnarfrestinn. Það er út af fyrir sig óheimilt núna og ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að sækja fólk til saka eða bætur í því efni,“ segir Flosi. Sigmar nefnir í þessu sambandi að sumir vinnuveitendur taki marga mánuði í að þjálfa upp nýja starfsmenn með tilheyrandi kostnaði. „Hver er þá réttur vinnuveitenda gagnvart því ef viðkomandi ákveður svo að hætta, er hann bara núll? Er enginn réttur þeirra megin gagnvart því?“ spyr Sigmar sem segir að þetta sé eitt af mörgum atriðum sem megi ræða. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019 og renna þeir út þann 1. nóvember 2022. Því styttist í að kjaraviðræður hefjist að nýju.Vísir/Vilhelm Sér ekki ástæðu til að ganga til viðræðna út frá þessu Heilt yfir segist framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furða sig á tillögum hins nýja Atvinnufjelags og ekki geta túlkað þær öðruvísi en að markmiðið sé að lækka tekjur starfsmanna. „Við sjáum ekki nokkra ástæðu til þess að ganga til samninga eða viðræðna á þessum grundvelli um kjaramál,“ segir Flosi. Sigmar gefur lítið fyrir þetta og segir að lítil og meðalstór fyrirtæki standi að mörgu leyti nær verkalýðshreyfingunni en stærri fyrirtæki sem reiði sig á útflutningsgreinar og séu því síður háð innanlandsmarkaði. Aðildarfyrirtæki Atvinnufjelagsins njóti góðs af því þegar tekjuafgangur heimilanna sé meiri því það leiði jafnan til aukinna viðskipta. „Þvert á móti því sem Flosi var að halda fram þá tel ég eimitt að lítil og meðalstór fyrirtæki vilji miklu frekar bæta hag launþega. Samhliða því þarf rekstrarumhverfið í kringum þau að breytast,“ segir Sigmar.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira