Átján mánaða fangelsi fyrir innbrot og nauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:01 Refsingin var átján mánuðir vegna tafa á dómsmálinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili vinkonu sinnarog naágranna og nauðgað henni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 20. apríl árið 2018 en málið var tilkynnt til lögreglu af vinkonu brotaþolans. Brotaþolinn hafi sagt lögreglu frá því að hún og maðurinn hafi átt í nokkrum samskiptum dagana fyrir brotið en hann verið mjög ölvaður dagana á undan. Hún hafi á fimmtudagskvöldinu farið að sofa stuttu fyrir miðnætti og tekið svefnlyf. Hafi hún svo vaknað við það að verið var að sleikja á henni kynfærin. Hún hafi ekki getað séð hver það væri vegna svefndrunga. Greinilegt hafi verið að einhver hafi viðbrögð hennar verið en maðurinn hafi hætt, farið fram í eldhús og svo inn á baðið í íbúðinni. Við það hafi hún þekkt manninn og spurt hann hvað hann væri að gera. Hafi hann þá sagt að hún hafi boðið honum inn, sem brotaþoli sagði ekki satt. Hún hafi svo boðist til að fylgja honum heim, en hann bjó í sama fjölbýlishúsi og hún, sem hann þáði. Áður verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps Fram kemur í dómnum að maðurinn neitaði sök. Hann kvaðst hafa kynnst brotaþola árið 2015 eða 2016 og þau verið félagar. Þau hafi dagana á undan atburðinum verið saman á fylleríi og hann komið heim til konunnar kvöldið fyrir atburðinn. Þá hafi hún og vinkona hennar, sem tilkynnti atvikið til lögreglu, verið heima hjá honum á fimmtudeginum. Kvaðst hann ekki hafa farið heim til hennar á aðfaranótt föstudagsins. Meðal gagna sem stuðst var við í málinu er myndband sem brotaþoli tók upp nóttina sem brotið átti sér stað. Mátti nema á myndbandinu að hún væri að biðja hann um að yfirgefa íbúð sína. Lýsti konan því fyrir dómi að hún hafi leitað á neyðarmóttöku fimm dögum eftir atburðinn. Hún hafi ekki treyst sér að fara fyrr þar sem hún hafi haft son sinn hjá sér. Atburðurinn hafi þá haft mikil andleg áhrif á hana. Fíkniefnaneysla hennar hafi aukist og leitaði hún nokkrum sinnum í meðferð síðan þá. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot en hann var árið 2006 sakfelldur í Hæstarétti fyrir tilraun til manndráps. Fram kemur í dómnum að við ákvörðun refsingar í ofangreindu kynferðisbrotamáli hafi verið litið til tafa á málinu en þrjú og hálft ár eru liðin frá því. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 20. apríl árið 2018 en málið var tilkynnt til lögreglu af vinkonu brotaþolans. Brotaþolinn hafi sagt lögreglu frá því að hún og maðurinn hafi átt í nokkrum samskiptum dagana fyrir brotið en hann verið mjög ölvaður dagana á undan. Hún hafi á fimmtudagskvöldinu farið að sofa stuttu fyrir miðnætti og tekið svefnlyf. Hafi hún svo vaknað við það að verið var að sleikja á henni kynfærin. Hún hafi ekki getað séð hver það væri vegna svefndrunga. Greinilegt hafi verið að einhver hafi viðbrögð hennar verið en maðurinn hafi hætt, farið fram í eldhús og svo inn á baðið í íbúðinni. Við það hafi hún þekkt manninn og spurt hann hvað hann væri að gera. Hafi hann þá sagt að hún hafi boðið honum inn, sem brotaþoli sagði ekki satt. Hún hafi svo boðist til að fylgja honum heim, en hann bjó í sama fjölbýlishúsi og hún, sem hann þáði. Áður verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps Fram kemur í dómnum að maðurinn neitaði sök. Hann kvaðst hafa kynnst brotaþola árið 2015 eða 2016 og þau verið félagar. Þau hafi dagana á undan atburðinum verið saman á fylleríi og hann komið heim til konunnar kvöldið fyrir atburðinn. Þá hafi hún og vinkona hennar, sem tilkynnti atvikið til lögreglu, verið heima hjá honum á fimmtudeginum. Kvaðst hann ekki hafa farið heim til hennar á aðfaranótt föstudagsins. Meðal gagna sem stuðst var við í málinu er myndband sem brotaþoli tók upp nóttina sem brotið átti sér stað. Mátti nema á myndbandinu að hún væri að biðja hann um að yfirgefa íbúð sína. Lýsti konan því fyrir dómi að hún hafi leitað á neyðarmóttöku fimm dögum eftir atburðinn. Hún hafi ekki treyst sér að fara fyrr þar sem hún hafi haft son sinn hjá sér. Atburðurinn hafi þá haft mikil andleg áhrif á hana. Fíkniefnaneysla hennar hafi aukist og leitaði hún nokkrum sinnum í meðferð síðan þá. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot en hann var árið 2006 sakfelldur í Hæstarétti fyrir tilraun til manndráps. Fram kemur í dómnum að við ákvörðun refsingar í ofangreindu kynferðisbrotamáli hafi verið litið til tafa á málinu en þrjú og hálft ár eru liðin frá því.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira