Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem fram kemur að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið konuna í sjónum.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru konurnar tvær sem lentu í ölduganginum. Önnur náði að koma sér á land en hinni skolaði út.
Umfangsmikil leit hófst eftir að tilkynning barst lögreglu um að ferðamaður hafi farið í sjóinn. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem reyndist vera ung kínversk kona.
Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.