Íslendingar eignast stórmeistara í bridge Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2021 22:29 Hjördís hefur farið um heim allan og keppt í Bridge. Þarna er hún stödd á Bali á heimsmeistaramótinu 2013. Hún náði nýverið stórmeistaratitli í íþróttinni, fyrst Íslendinga. World Bridge Federation Hjördís Eyþórsdóttir, sem hefur verið atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum síðastliðin 28 ár, náði stórmeistaratitli kvenna i síðustu viku (Women World Grand Master). Þetta var tilkynnt af World Bridge Federation í Sviss. Hjördís er fyrsti Íslendingurinn til að ná stórmeistaratitli í bridge. Aðeins 75 konur bera þennan eftirsótta titil, þó þátttaka kvenna í bridge sé mjög mikil. Í karlaflokki eru 93 stórmeistarar. „Þetta er árangur sem mjög fáir ná að verða stórmeistari. Þannig að ég er í skýjunum með þetta. Fyrsti Íslendingurinn,“ segir Hjördís í stuttu samtali við Vísi. Hélt hún yrði í USA í eitt ár en síðan eru liðnir þrír áratugir Hún segir það góða spurningu, hvernig það kom til að hún varð atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum. „Bridge-spilari nokkur hringdi í mig og bað mig í ársbyrjun 1994 að koma til Bandaríkjanna að spila. Ég hélt ég yrði í ár og kæmi svo aftur til Íslands. En síðan eru liðin þrjátíu ár.“ Annars fer Hjördís yfir ferilinn og spilamennskuna í podcastþætti sem helgaður er bridge og nálgast má hér neðar. Þó áhugi Íslendinga á bridge hafi dalað nokkuð síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í spilinu fyrir um þrjátíu árum síðar. En milljónir karla og kvenna spila keppnisbridge reglubundið út um alla veröld. Til samanburðar má nefna að það eru nær 1800 stórmeistarar í skák. Það er gríðarlega erfitt að ná þessum titli, því aðeins heimsmeistaramót (undan- og aðalkeppnir) telja til stiga í þeim ferli. Aldrei betri Hjördís náði síðasta áfanganum að titlinum með því að vinna sér sæti í bandaríska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Reyndar vann hún einnig það einstaka afrek að vinna líka sæti í landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki (þar sem hvert par stendur saman af konu og karli). Hjördís verður í sex manna landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki á heimsmeistaramótinu á Ítalíu í mars-apríl á næsta ári. Hjördís varð heimsmeistari kvenna á Bali í Indónesíu árið 2013. Hún hefur unnið 14 Norður Ameríku titla. Það er eftirtektarvert við þennan mikla árangur, að næstum allir titlarnir hafa verið unnir með viðskiptavini, sem eru yfirleitt ekki mjög sterkir í spilinu, en borga laun atvinnumannsins. Sveitin, sem fer til Ítalíu í vor er með tvo áhugamenn sem borga sérstaklega fyrir að fá að spila. Bridge er ólíkt skákinni í því að spilararnir styrkjast með hækkandi aldri; og eftir því sem Vísir kemst næst hefur Hjördís aldrei haft betri tök á þessu mjög flókna spili en einmitt núna. Bridge Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Þetta var tilkynnt af World Bridge Federation í Sviss. Hjördís er fyrsti Íslendingurinn til að ná stórmeistaratitli í bridge. Aðeins 75 konur bera þennan eftirsótta titil, þó þátttaka kvenna í bridge sé mjög mikil. Í karlaflokki eru 93 stórmeistarar. „Þetta er árangur sem mjög fáir ná að verða stórmeistari. Þannig að ég er í skýjunum með þetta. Fyrsti Íslendingurinn,“ segir Hjördís í stuttu samtali við Vísi. Hélt hún yrði í USA í eitt ár en síðan eru liðnir þrír áratugir Hún segir það góða spurningu, hvernig það kom til að hún varð atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum. „Bridge-spilari nokkur hringdi í mig og bað mig í ársbyrjun 1994 að koma til Bandaríkjanna að spila. Ég hélt ég yrði í ár og kæmi svo aftur til Íslands. En síðan eru liðin þrjátíu ár.“ Annars fer Hjördís yfir ferilinn og spilamennskuna í podcastþætti sem helgaður er bridge og nálgast má hér neðar. Þó áhugi Íslendinga á bridge hafi dalað nokkuð síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í spilinu fyrir um þrjátíu árum síðar. En milljónir karla og kvenna spila keppnisbridge reglubundið út um alla veröld. Til samanburðar má nefna að það eru nær 1800 stórmeistarar í skák. Það er gríðarlega erfitt að ná þessum titli, því aðeins heimsmeistaramót (undan- og aðalkeppnir) telja til stiga í þeim ferli. Aldrei betri Hjördís náði síðasta áfanganum að titlinum með því að vinna sér sæti í bandaríska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Reyndar vann hún einnig það einstaka afrek að vinna líka sæti í landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki (þar sem hvert par stendur saman af konu og karli). Hjördís verður í sex manna landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki á heimsmeistaramótinu á Ítalíu í mars-apríl á næsta ári. Hjördís varð heimsmeistari kvenna á Bali í Indónesíu árið 2013. Hún hefur unnið 14 Norður Ameríku titla. Það er eftirtektarvert við þennan mikla árangur, að næstum allir titlarnir hafa verið unnir með viðskiptavini, sem eru yfirleitt ekki mjög sterkir í spilinu, en borga laun atvinnumannsins. Sveitin, sem fer til Ítalíu í vor er með tvo áhugamenn sem borga sérstaklega fyrir að fá að spila. Bridge er ólíkt skákinni í því að spilararnir styrkjast með hækkandi aldri; og eftir því sem Vísir kemst næst hefur Hjördís aldrei haft betri tök á þessu mjög flókna spili en einmitt núna.
Bridge Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira