Lokunin varir fram yfir helgi og var ákveðin í samráði við aðgerðastjórn. Sá sem reyndist smitaður af kórónuveirunni var ekki í sóttkví við greiningu og var því talið réttast að loka skólunum á meðan unnið væri að smitrakningu.
Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Smitum hafa farið fjölgandi á Austurlandi þessa dagana en níu greindust smitaðir á Vopnafirði í gær, og skólum var lokað í kjölfarið.