Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2021 16:02 Karlmaðurinn sagðist glíma við húðsjúkdóm og því færi hann í ljós. Getty Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar. Það var laugardagsmorguninn 13. júlí 2019 sem lögreglu barst tilkynning um karlmann sem væri að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofuna. Lögregla hitti starfsmann sem lýsti því að karlmaðurinn hefði gert það beint fyrir utan glugga stofunnar, hvar hún sat við vinnu. Hún lýsti manninum og þekkti nafn hans en hann hefði verið nýkominn úr ljósatíma. Hann hefði svo yfirgefið svæðið á reiðhjóli sínu. Viðkomandi var skömmu síðar stöðvaður við Álfheima. Hann neitaði að hafa verið að fróa sér heldur hefði hann klórað sér í pungnum sökum kláða. Hann reyndist verulega ölvaður þegar hann var látinn blása. Stúlkan lýsti því að karlmaðurinn hefði verið rólegur og kurteis en þó angað af áfengi. Hann hefði starað á hana fyrir utan gluggann eftir að hann yfirgaf svæðið, sett hönd inn um buxnaklauf og viðhaft kynferðislegar hreyfingar. Það hefði staðið yfir í dágóða stund en hún reynt að hundsa hann. Eftir nokkurn tíma hefði hann tekið liminn út um klaufina. Þá hefði hún hringt á lögreglu. Á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum sást hvar karlmaðurinn stóð fyrir utan sólbaðsstofuna, setti hönd inn um klaufina og kippti félaganum út. Karlmaðurinn sagðist hafa verið mjög drukkinn eftir skemmtun kvöldið áður og nýgenginn í gegnum sambandsslit. Hann hefði verið sveittur og klístraður eftir ljósatímann og því verið að hagræða pungnum. Hegðunin hefði ekki beinst gegn neinum. Hann vissi ekki hvernig það hefði gerst að limurinn hefði verið úti. Þá bætti hann við fyrir Landsrétti að hann hefði verið í slæmum félagsskap á þessum tíma og átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefði nú snúið við blaðinu. Bæði héraðsdómur og Landsréttur töldu sannað að karlmaðurinn hefði berað og handleikið kynfæri sín. Háttsemin hefði beinst gegn stúlkunni. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Það var laugardagsmorguninn 13. júlí 2019 sem lögreglu barst tilkynning um karlmann sem væri að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofuna. Lögregla hitti starfsmann sem lýsti því að karlmaðurinn hefði gert það beint fyrir utan glugga stofunnar, hvar hún sat við vinnu. Hún lýsti manninum og þekkti nafn hans en hann hefði verið nýkominn úr ljósatíma. Hann hefði svo yfirgefið svæðið á reiðhjóli sínu. Viðkomandi var skömmu síðar stöðvaður við Álfheima. Hann neitaði að hafa verið að fróa sér heldur hefði hann klórað sér í pungnum sökum kláða. Hann reyndist verulega ölvaður þegar hann var látinn blása. Stúlkan lýsti því að karlmaðurinn hefði verið rólegur og kurteis en þó angað af áfengi. Hann hefði starað á hana fyrir utan gluggann eftir að hann yfirgaf svæðið, sett hönd inn um buxnaklauf og viðhaft kynferðislegar hreyfingar. Það hefði staðið yfir í dágóða stund en hún reynt að hundsa hann. Eftir nokkurn tíma hefði hann tekið liminn út um klaufina. Þá hefði hún hringt á lögreglu. Á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum sást hvar karlmaðurinn stóð fyrir utan sólbaðsstofuna, setti hönd inn um klaufina og kippti félaganum út. Karlmaðurinn sagðist hafa verið mjög drukkinn eftir skemmtun kvöldið áður og nýgenginn í gegnum sambandsslit. Hann hefði verið sveittur og klístraður eftir ljósatímann og því verið að hagræða pungnum. Hegðunin hefði ekki beinst gegn neinum. Hann vissi ekki hvernig það hefði gerst að limurinn hefði verið úti. Þá bætti hann við fyrir Landsrétti að hann hefði verið í slæmum félagsskap á þessum tíma og átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefði nú snúið við blaðinu. Bæði héraðsdómur og Landsréttur töldu sannað að karlmaðurinn hefði berað og handleikið kynfæri sín. Háttsemin hefði beinst gegn stúlkunni. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira