Fósturforeldrar segja tilfærslu málefna fatlaðra hafa verið mikil mistök Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2021 20:15 Pétur (standandi) og Björn, ásamt Magnúsi og Líneyju en ekkert úrræði hefur fundist fyrir strákana þar sem þeir geta átt heima með sólarhringsþjónustu. Á meðan eru þeir áfram í umsjón hjónanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fósturforeldrar á Selfossi segja að það hafi verið mikil mistök að færa málefni fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga því málaflokkurinn sé í algjörum ólestri hjá sveitarfélögum. Þau eru með tvo tvítuga stráka í fóstri, sem komast hvorki inn á heimili á Selfossi eða á Sólheimum og þar með sé brotið á rétti þeirra. Í húsinu við Kirkjuveg 26 á Selfossi þar sem hjónin Líney Tómasdóttir og Magnús Tómasson búa er alltaf mikið fjör því húsið er oftast fullt af fósturbörnum, sem þau eru með. Börnin er á ýmsum aldri og hafa verið mislengi hjá þeim. Tveir af drengjunum, Björn, sem er tvítugur og Pétur, sem er tuttugu og eins árs þurfa sólarhrings vistun en það er því miður ekkert úrræði fyrir þá í Árborg. Pétur býr enn heima á Kirkjuveginum því hann fær hvergi annars staðar inni en Björn er á heimili í Reykjavík með þremur öðrum þó lögheimili hans sé á Selfossi en kemur á Selfoss um helgar og öll jól og páska. „Þetta er mjög erfið staða. Eins hjá okkur líka að þurfa að fara til Reykjavíkur og hitt hann og sækja hann þegar hann kemur í staðinn fyrir að geti verið hér í nærumhverfi,“ segir Magnús „Og Pétur er með umsókn inn á Sólheima en þar gerist ekkert og hérna á Selfossi líka, þannig að það er ekkert í boði fyrir hann en hann þarf sólarhrings þjónustu líka,“ bætir Líney við. Hjónin segja fátt um svör hjá Árborg, það sé engin lausn og ekkert úrræði fyrir strákana eins og í dag þrátt fyrir að það sé langt síðan að það hafi verið vitað að það kæmi að þessari þörf. „Við sáum verulega afturför eftir að þetta fór til sveitarfélaga frá ríki því sennilega eru ekki lagðir nægilega miklir peningar í málaflokkinn frá ríkinu. Sveitarfélögin ráða ekki við þetta, þetta er bara of stór pakki fyrir þá,“ segir Líney og Magnús tekur heilshugar undir orð hennar. Líney og Magnús, sem hafa verið með fjölda fósturbarna inn á heimili sínu á Selfossi síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Líney og Magnús kvíða framtíðinni fyrir hönd Björns og Péturs. „Já, því við eigum bara eitt og tvö ár í sextugt og við ætlum ekki að vera alltaf með áhyggjur af drengjunum, hvað verður um þá og hvert eiga þeir að fara og hvar eiga þeir að eiga heima í framtíðinni,“ segir Líney. En hvað verður þá eiginlega um strákana? „Við vitum það ekki, við erum ekki með neinar lausnir. Árborg lofar allavega að þeim verði ekki hent á götuna, þannig að þeir gera allt sem þeir telja sig geta,“ segir Magnús og Líney bætir strax við. „Ég skora á alþingismenn að skoða þennan málaflokk og gera eitthvað í þessum málum þannig að allir eigi saman rétt í þessu þjóðfélagi.“ Árborg Félagsmál Sveitarstjórnarmál Fjölskyldumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Í húsinu við Kirkjuveg 26 á Selfossi þar sem hjónin Líney Tómasdóttir og Magnús Tómasson búa er alltaf mikið fjör því húsið er oftast fullt af fósturbörnum, sem þau eru með. Börnin er á ýmsum aldri og hafa verið mislengi hjá þeim. Tveir af drengjunum, Björn, sem er tvítugur og Pétur, sem er tuttugu og eins árs þurfa sólarhrings vistun en það er því miður ekkert úrræði fyrir þá í Árborg. Pétur býr enn heima á Kirkjuveginum því hann fær hvergi annars staðar inni en Björn er á heimili í Reykjavík með þremur öðrum þó lögheimili hans sé á Selfossi en kemur á Selfoss um helgar og öll jól og páska. „Þetta er mjög erfið staða. Eins hjá okkur líka að þurfa að fara til Reykjavíkur og hitt hann og sækja hann þegar hann kemur í staðinn fyrir að geti verið hér í nærumhverfi,“ segir Magnús „Og Pétur er með umsókn inn á Sólheima en þar gerist ekkert og hérna á Selfossi líka, þannig að það er ekkert í boði fyrir hann en hann þarf sólarhrings þjónustu líka,“ bætir Líney við. Hjónin segja fátt um svör hjá Árborg, það sé engin lausn og ekkert úrræði fyrir strákana eins og í dag þrátt fyrir að það sé langt síðan að það hafi verið vitað að það kæmi að þessari þörf. „Við sáum verulega afturför eftir að þetta fór til sveitarfélaga frá ríki því sennilega eru ekki lagðir nægilega miklir peningar í málaflokkinn frá ríkinu. Sveitarfélögin ráða ekki við þetta, þetta er bara of stór pakki fyrir þá,“ segir Líney og Magnús tekur heilshugar undir orð hennar. Líney og Magnús, sem hafa verið með fjölda fósturbarna inn á heimili sínu á Selfossi síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Líney og Magnús kvíða framtíðinni fyrir hönd Björns og Péturs. „Já, því við eigum bara eitt og tvö ár í sextugt og við ætlum ekki að vera alltaf með áhyggjur af drengjunum, hvað verður um þá og hvert eiga þeir að fara og hvar eiga þeir að eiga heima í framtíðinni,“ segir Líney. En hvað verður þá eiginlega um strákana? „Við vitum það ekki, við erum ekki með neinar lausnir. Árborg lofar allavega að þeim verði ekki hent á götuna, þannig að þeir gera allt sem þeir telja sig geta,“ segir Magnús og Líney bætir strax við. „Ég skora á alþingismenn að skoða þennan málaflokk og gera eitthvað í þessum málum þannig að allir eigi saman rétt í þessu þjóðfélagi.“
Árborg Félagsmál Sveitarstjórnarmál Fjölskyldumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira