Framlengingin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af alvinsælustu liðum Subway körfuboltakvölds og var hún að venju stórskemmtileg. Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, spurði sérfræðingana meðal annars hvaða lið yrði á toppnum eftir fyrri umferð.
Jón Eðvald var fyrri til að svara:
„Keflavík“, sagði Jón Eðvald.
„Af hverju“, spurði Kjartan Atli.
„Bara, þeir eru bestir“, svaraði Jón.
Sævar var ekki alveg sammála og eftir smávægilega reikistefnu byrjaði hann sitt svar:
„Þór Þorlákshöfn, horfðu á liðin sem Þór hefur verið að vinna og hvernig þeir hafa verið að spila og horfðu á liðin sem Keflavík hefur verið að spila við og hvernig þeir hafa verið að spila“.
Alla framlenginguna má sjá hér að neðan: