Chelsea og Lyon með stórsigra í stórleikjum dagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 22:45 Ada Hegeberg er loks komin á ról eftir erfið meiðsli sem hafa haldið henni frá keppni í meira en eitt og hálft ár. Hún skoraði tvívegis í kvöld. Gunnar Hoffsten/Getty Images Tveir stórleikir fóru fram í ensku og frönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Englandsmeistarar Chelsea pökkuðu Manchester City saman og sömu sögu er að segja af stöllum Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon sem völtuðu yfir Frakklandsmeistara PSG. Chelsea sótti Manchester City heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Það tók Englandsmeistarana aðeins tvær mínútur að komast yfir en þar var að verki Jessie Fleming. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sam Kerr svo annað mark gestanna og staðan 0-2 í hálfleik. Ef það var högg fyrir Man City þá var mark Francesca Kirby í upphafi síðari hálfleiks rothögg. Staðan orðin 3-0 Chelsea í vil og ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda. Magdalena Eriksson fullkomnaði frábæran leik Chelsea skömmu síðar með fjórða marki liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea vann þægilegan 4-0 sigur á erfiðum útivelli. Goodnight, Blues. #CFCW pic.twitter.com/2rQE6AvTDY— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 14, 2021 Með sigrinum fer Chelsea upp í 18 stig að loknum sjö umferðum. Situr liðið í öðru sæti með stigi minna en topplið Arsenal. Manchester City er í 9. sæti með sjö stig. Í Frakklandi tók Lyon á móti Frakklandsmeisturum París Saint-Germain. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Eftir stundarfjórðung fékk heimaliðið vítaspyrnu. Catarina Macario fór á punktinn og kom Lyon í 1-0. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, hin hollenska Danielle van de Donk með markið. Um miðbik fyrri hálfleik fékk Ashley Lawrence beint rautt spjald í liði PSG og ljóst að gestirnir voru í brattri brekku það sem lifði leiks. Mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri og staðan því 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Hin unga Melvine Malard kom Lyon í 3-0 snemma í síðari hálfleik og Damaris Berta Egurrola Wienke gerði út um leikinn með fjórða markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Amanda Ilestedt minnkaði muninn fyrir gestina áður en Ada Hegerberg – sem kom inn af bekk Lyon – skoraði tvívegis og tryggði Lyon magnaðan 6-1 sigur. Quelle belle soirée #OLPSG pic.twitter.com/N35TqO0jLy— OL Féminin (@OLfeminin) November 14, 2021 Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira
Chelsea sótti Manchester City heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Það tók Englandsmeistarana aðeins tvær mínútur að komast yfir en þar var að verki Jessie Fleming. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sam Kerr svo annað mark gestanna og staðan 0-2 í hálfleik. Ef það var högg fyrir Man City þá var mark Francesca Kirby í upphafi síðari hálfleiks rothögg. Staðan orðin 3-0 Chelsea í vil og ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda. Magdalena Eriksson fullkomnaði frábæran leik Chelsea skömmu síðar með fjórða marki liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea vann þægilegan 4-0 sigur á erfiðum útivelli. Goodnight, Blues. #CFCW pic.twitter.com/2rQE6AvTDY— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 14, 2021 Með sigrinum fer Chelsea upp í 18 stig að loknum sjö umferðum. Situr liðið í öðru sæti með stigi minna en topplið Arsenal. Manchester City er í 9. sæti með sjö stig. Í Frakklandi tók Lyon á móti Frakklandsmeisturum París Saint-Germain. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Eftir stundarfjórðung fékk heimaliðið vítaspyrnu. Catarina Macario fór á punktinn og kom Lyon í 1-0. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, hin hollenska Danielle van de Donk með markið. Um miðbik fyrri hálfleik fékk Ashley Lawrence beint rautt spjald í liði PSG og ljóst að gestirnir voru í brattri brekku það sem lifði leiks. Mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri og staðan því 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Hin unga Melvine Malard kom Lyon í 3-0 snemma í síðari hálfleik og Damaris Berta Egurrola Wienke gerði út um leikinn með fjórða markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Amanda Ilestedt minnkaði muninn fyrir gestina áður en Ada Hegerberg – sem kom inn af bekk Lyon – skoraði tvívegis og tryggði Lyon magnaðan 6-1 sigur. Quelle belle soirée #OLPSG pic.twitter.com/N35TqO0jLy— OL Féminin (@OLfeminin) November 14, 2021
Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira