Lífið

Nýfundinn íshellir á Langjökli: „Þetta er undraveröld“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnaður íshellir í Langjökli. 
Magnaður íshellir í Langjökli. 

Stefán Haukur Guðjónsson, leiðsögumaður og rekstrarstjóri Amazing Tours, og félagar hans í fyrirtækinu fundu risastóran íshelli á Langjökli og bjóða upp á ævintýraferðir þangað.

Garpur Elísabetarson skellti sér í leiðangur til að skoða þessa undraveröld fyrir Ísland í dag og var innslagið sýnt á Stöð 2 í gær.

Ferðalagið upp að hellinum er mikið ævintýri og þarf að hafa mikið fyrir því að komast á leiðarenda eins og sést í innslaginu.

„Mig langar alveg að segja að það séu rosaleg vísindi á bakvið það að finna íshelli en það er svo sem ekkert annað en forvitni sem kemur manni áfram í því. Við erum alltaf að reyna finna íshella fyrir okkar viðskiptavini og á hverjum hausti þegar fer að hausta reynum við að leita á svæðinu og finna eitthvað sem við getum sýnt og í þetta skipti duttum við í lukkupottinn,“ segir Stefán.

Hér að neðan má sjá þessa ævintýraför Garps í þennan magnaða íshelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×