Maður næturinnar í NFL gekk um með risastóra gullkeðju á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 13:01 Deebo Samuel var allt í einu kominn með þessa gullkeðju á hliðarlínunni. Skjámynd/ESPN Þetta átti að vera kvöld stjörnuútherjans Odell Beckham Jr. í hans fyrsta leik með Los Angeles Rams en það var hins vegar kollegi hans í hinu liðinu sem stal senunni og fyrirsögnunum. Útherjinn Deebo Samuel átti mjög flottan leik með San Francisco 49ers í nótt þegar liðið burstaði Los Angeles Rams 31-10 í mánudagsleik NFL-deildarinnar. Samuel skoraði tvö snertimörk í leiknum þar sem hann sýndi vel áræðni sína og hraða. Staðan var 14-6 þegar hann skoraði snertimarkið sitt í fyrri hálfleiknum og hann kom 49ers síðan í 30-7 með seinna snertimarki sínu í upphafi fjórða leikhlutans. .@19problemz' chain is real BIG pic.twitter.com/gXbCAE12yR— ESPN (@espn) November 16, 2021 Rams-liðið vann sjö af fyrstu átta leikjum sínum en hefur nú fengið tvo skelli í röð. Deebo Samuel á ferðinni með boltann í sigri San Francisco 49ers á Rams í nótt.AP/Jed Jacobsohn Leikmenn 49ers liðið hafa aftur á móti ekki litið vel út síðustu vikunnar og höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum fyrir þennan leik á móti Rams. Þeir sýndu með frammistöðunni í nótt að þeir ætla að vera með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Fögnuður Deebo Samuel komst líka í fréttirnar en hann var kominn með risastóra gullkeðju með San Francisco 49ers hjálmi um hálsinn á hliðarlínunni og var duglegur að sýna hana í myndavélunum við mikinn fögnuð stuðningsmanna í stúkunni. Það má sjá Deebo og þessa svakalegu gullkeðju hér fyrir ofan. Snertimörkin hans tvö eru hér fyrir neðan. 11 plays. 91 yards. 7:49.Another impressive @49ers drive puts SF up 21-7. #FTTB : #LARvsSF on ESPN : https://t.co/Pbh7qEl7Sy pic.twitter.com/Ldb7a0SJio— NFL (@NFL) November 16, 2021 DEEBO. DEEBO. #FTTB : #LARvsSF on ESPN : https://t.co/Pbh7qEl7Sy pic.twitter.com/7PMwaChafL— NFL (@NFL) November 16, 2021 NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
Útherjinn Deebo Samuel átti mjög flottan leik með San Francisco 49ers í nótt þegar liðið burstaði Los Angeles Rams 31-10 í mánudagsleik NFL-deildarinnar. Samuel skoraði tvö snertimörk í leiknum þar sem hann sýndi vel áræðni sína og hraða. Staðan var 14-6 þegar hann skoraði snertimarkið sitt í fyrri hálfleiknum og hann kom 49ers síðan í 30-7 með seinna snertimarki sínu í upphafi fjórða leikhlutans. .@19problemz' chain is real BIG pic.twitter.com/gXbCAE12yR— ESPN (@espn) November 16, 2021 Rams-liðið vann sjö af fyrstu átta leikjum sínum en hefur nú fengið tvo skelli í röð. Deebo Samuel á ferðinni með boltann í sigri San Francisco 49ers á Rams í nótt.AP/Jed Jacobsohn Leikmenn 49ers liðið hafa aftur á móti ekki litið vel út síðustu vikunnar og höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum fyrir þennan leik á móti Rams. Þeir sýndu með frammistöðunni í nótt að þeir ætla að vera með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Fögnuður Deebo Samuel komst líka í fréttirnar en hann var kominn með risastóra gullkeðju með San Francisco 49ers hjálmi um hálsinn á hliðarlínunni og var duglegur að sýna hana í myndavélunum við mikinn fögnuð stuðningsmanna í stúkunni. Það má sjá Deebo og þessa svakalegu gullkeðju hér fyrir ofan. Snertimörkin hans tvö eru hér fyrir neðan. 11 plays. 91 yards. 7:49.Another impressive @49ers drive puts SF up 21-7. #FTTB : #LARvsSF on ESPN : https://t.co/Pbh7qEl7Sy pic.twitter.com/Ldb7a0SJio— NFL (@NFL) November 16, 2021 DEEBO. DEEBO. #FTTB : #LARvsSF on ESPN : https://t.co/Pbh7qEl7Sy pic.twitter.com/7PMwaChafL— NFL (@NFL) November 16, 2021
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira